„Við erum búin að leita á þeim stöðum sem við höfum einhverjar vísbendingar um að hún gæti verið á,“ segir Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Kópavogi, í samtali við fréttastofu.
Leit er hins vegar ekki lokið en síðast er vitað um ferðir Sigríðar á Digranesheiði í Kópavogi síðdegis á föstudag síðastliðinn. Björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í leitinni á Digranesheiðinni og í Elliðarárdalnum.
Sigríður, er um 170 cm á hæð, þéttvaxin, gráhærð með rauðar strípur í axlarsíðu hári. Sigríður er í talin vera klædd í gráum þunnum jakka, sem nær að hnjám, með hettu en blómaútsaumuðum ermum. Hún er klædd í svarta skó og með litríka hliðartösku.
Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sigríðar eru beðin að hafa samband við lögregluna í síma 112 eða 444 1000 eða með tölvupósti á netfangið abending@lrh.is