Þingmenn hneykslast á mótmælum við hátíðarathöfnina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 20:47 Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mótmælin við Alþingishúsið 17. júní vanvirðingu. Vilhelm/Viktor Freyr Á meðan árleg hátíðarstund fór fram á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn stóð hópur fólks með stóra Palestínufána og skilti sem á stóð „samsek þvert á flokka“ meðal hóps fólks sem veifaði íslenska fánanum í tilefni dagsins. Þingmaður og varaþingmaður hneykslast á mótmælunum. Fjallað var um mótmælin í Kvöldfréttum á þriðjudag. Mótmælendur þögðu meðan á athöfninni stóð en létu vel í sér heyra meðan gestir yfirgáfu svæðið. Einstaklingar úr hópnum hrópuðu „þjóðarmorð“ og „frjáls Palestína“. Einn mótmælandinn flutti ræðu þegar ráðamenn voru komnir inn í Alþingishús. Í samtali við fréttamann sagði Margrét Kristín Blöndal baráttukona fyrir frjálsri Palestínu að auðvitað nýti hún hvert tækifæri til að láta í sér heyra. Aðspurð sagði hún hópnum hafa verið vel tekið. Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir mótmælin að umfjöllunarefni í pontu á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins. „Hingað til höfum við sammælst um að leggja stjórnmál og deilur til hliðar á þessum degi, hampa þess í stað því sem sameinar okkur, minna á gildin okkar, menninguna, upprunann, hefðirnar og sérstöðuna. Og það undir merkjum íslenska þjóðfánans sem við erum svo stolt af og umgöngumst af mikilli virðingu,“ sagði Rósa í ræðu sinni og hélt áfram: „Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt. Í gær urðum við vitni að því að þjóðhátíðardeginum okkar var sýnd mikil vanvirðing hér við Austurvöll og um leið þjóðfána okkar Íslendinga. Eigum við bara að láta slíkt viðgangast?“ Það séu næg tækifæri á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri alla aðra daga. Hvorki sé staður né stund fyrir það á þjóðhátíðardaginn. „Þetta var dapurleg tilraun til að niðurlægja íslensku þjóðina og hrein vanvirðing við þjóðfánann. Komum í veg fyrir svona atburði á þjóðhátíðardaginn okkar í framtíðinni og berum öll virðingu fyrir þessum mikilvæga hátíðisdegi,“ segir Rósa. Á upptöku af ræðunni má heyra þingmenn úr sal kalla fram í: „Heyr heyr“. Auk íslenska fánans var fáni Palestínu áberandi á Austurvelli á hátíðahöldunum 17. júní.Vísir/Viktor Freyr Rúnar Sigurjónsson varaþingmaður Flokks fólksins tekur í svipaðan streng í færslu á Facebook. Hann segir mótmælendurna hafa vanhelgað þjóðhátíðardaginn og truflað hátíðleika hans, „með hrópum og köllum, öskrum og skrílslátum þar sem þjóðfána annars ríkis er flaggað á hátíðlegu torgi þar sem þjóðhátíðardegi okkar er fagnað.“ Hann fordæmi mótmælin, sem að hans sögn settu svartan blett á daginn. „Ég skora því á félagið Ísland-Palestína að sýna þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga þá örlitlu virðingu að láta af þessu háttalagi á 17. júní. [...]. Þann dag er þetta í mínum huga ekki ásættanlegt og er hvað mig varðar ykkur og ykkar málstað eiginlega bara til háborinnar skammar.“ 17. júní Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Fjallað var um mótmælin í Kvöldfréttum á þriðjudag. Mótmælendur þögðu meðan á athöfninni stóð en létu vel í sér heyra meðan gestir yfirgáfu svæðið. Einstaklingar úr hópnum hrópuðu „þjóðarmorð“ og „frjáls Palestína“. Einn mótmælandinn flutti ræðu þegar ráðamenn voru komnir inn í Alþingishús. Í samtali við fréttamann sagði Margrét Kristín Blöndal baráttukona fyrir frjálsri Palestínu að auðvitað nýti hún hvert tækifæri til að láta í sér heyra. Aðspurð sagði hún hópnum hafa verið vel tekið. Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir mótmælin að umfjöllunarefni í pontu á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins. „Hingað til höfum við sammælst um að leggja stjórnmál og deilur til hliðar á þessum degi, hampa þess í stað því sem sameinar okkur, minna á gildin okkar, menninguna, upprunann, hefðirnar og sérstöðuna. Og það undir merkjum íslenska þjóðfánans sem við erum svo stolt af og umgöngumst af mikilli virðingu,“ sagði Rósa í ræðu sinni og hélt áfram: „Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt. Í gær urðum við vitni að því að þjóðhátíðardeginum okkar var sýnd mikil vanvirðing hér við Austurvöll og um leið þjóðfána okkar Íslendinga. Eigum við bara að láta slíkt viðgangast?“ Það séu næg tækifæri á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri alla aðra daga. Hvorki sé staður né stund fyrir það á þjóðhátíðardaginn. „Þetta var dapurleg tilraun til að niðurlægja íslensku þjóðina og hrein vanvirðing við þjóðfánann. Komum í veg fyrir svona atburði á þjóðhátíðardaginn okkar í framtíðinni og berum öll virðingu fyrir þessum mikilvæga hátíðisdegi,“ segir Rósa. Á upptöku af ræðunni má heyra þingmenn úr sal kalla fram í: „Heyr heyr“. Auk íslenska fánans var fáni Palestínu áberandi á Austurvelli á hátíðahöldunum 17. júní.Vísir/Viktor Freyr Rúnar Sigurjónsson varaþingmaður Flokks fólksins tekur í svipaðan streng í færslu á Facebook. Hann segir mótmælendurna hafa vanhelgað þjóðhátíðardaginn og truflað hátíðleika hans, „með hrópum og köllum, öskrum og skrílslátum þar sem þjóðfána annars ríkis er flaggað á hátíðlegu torgi þar sem þjóðhátíðardegi okkar er fagnað.“ Hann fordæmi mótmælin, sem að hans sögn settu svartan blett á daginn. „Ég skora því á félagið Ísland-Palestína að sýna þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga þá örlitlu virðingu að láta af þessu háttalagi á 17. júní. [...]. Þann dag er þetta í mínum huga ekki ásættanlegt og er hvað mig varðar ykkur og ykkar málstað eiginlega bara til háborinnar skammar.“
17. júní Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira