Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 06:44 Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag með utanríkisráðherrum Bretland, Frakklands og Þýskalands í þeim tilgangi að reyna að komast að diplómatískri lausn um kjarnorkuáætlun Íran. Vísir/EPA Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. Utanríkisráðherrar Bretlands og Bandaríkjanna funduðu í gær í Hvíta húsinu um stöðuna í Miðausturlöndum. David Lammy, utanríkisráðherra Bretland, sagði eftir fundinn að staðan væri orðin háskaleg og að það sé nauðsynlegt að koma í veg fyrir að Íran eignist kjarnorkuvopn. Það væri möguleiki næstu tvær vikurnar til að komast að diplómatískri lausn í málinu. Fundur ráðherranna verður haldinn í Genf þar sem heimsleiðtogar komust að samkomulagi árið 2013 um að aflétta refsiaðgerðum gegn Írönum áður en þeir komust svo að sögulegu samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írana árið 2015. Samningaviðræður sem höfðu verið í gangi um framhald þessa samkomulags féllu saman þegar Ísrael réðst að Íran þann 12. júní á þessu ári. Í frétt Guardian er haft eftir írönskum embættismanni að þau hafi alltaf stutt diplómatískar lausnir en að það verði að stöðva árásir Ísraela svo það geti orðið að raunveruleika. Í frétt Guardian segir að tilkynning Trump um vikurnar tvær hafi komið í kjölfar þess að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hafi lýst því að tilgangur stríðsins væri að skipta um stjórnvöld í Íran. Benjamín Netanahjú sagði síðar að það væri ekki formlegt markmið. Sérstök sprengja Átökin á milli Ísrael og Íran hafa nú staðið í meira en viku. Ísraelar eiga ekki nógu sterka sprengju til að granda kjarnorkurannsóknarstöðinni Fordo sem er í Íran. Til að granda kjarnorkurannsóknarstöðinni, sem er grafin djúpt í fjall í Íran og er talin sú næst stærsta í landinu, þurfa Bandaríkjamenn líklega að varpa sérstakri sprengju sem þeir einir búa yfir. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massvie Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og er hönnuð til að grafa sig í gegnum um sextíu metra af steypu og bergi og springa í loft upp. Fordo er þó grafin á um áttatíu metra dýpi og óljóst er hvort sprengjan dugi til verksins. Mögulegt er þó að varpa nokkrum sprengjum og er talið að þær seinni myndu fara dýpra í bergið, þar sem þær fyrri myndu hafa brotið bergið upp. Í frétt Guardian segir enn fremur að árásir Ísraela og Írana hafi haldið áfram í nótt. Íran Ísrael Bretland Bandaríkin Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. 18. júní 2025 22:01 Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann blandi sér í deiluna. 18. júní 2025 19:01 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Utanríkisráðherrar Bretlands og Bandaríkjanna funduðu í gær í Hvíta húsinu um stöðuna í Miðausturlöndum. David Lammy, utanríkisráðherra Bretland, sagði eftir fundinn að staðan væri orðin háskaleg og að það sé nauðsynlegt að koma í veg fyrir að Íran eignist kjarnorkuvopn. Það væri möguleiki næstu tvær vikurnar til að komast að diplómatískri lausn í málinu. Fundur ráðherranna verður haldinn í Genf þar sem heimsleiðtogar komust að samkomulagi árið 2013 um að aflétta refsiaðgerðum gegn Írönum áður en þeir komust svo að sögulegu samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írana árið 2015. Samningaviðræður sem höfðu verið í gangi um framhald þessa samkomulags féllu saman þegar Ísrael réðst að Íran þann 12. júní á þessu ári. Í frétt Guardian er haft eftir írönskum embættismanni að þau hafi alltaf stutt diplómatískar lausnir en að það verði að stöðva árásir Ísraela svo það geti orðið að raunveruleika. Í frétt Guardian segir að tilkynning Trump um vikurnar tvær hafi komið í kjölfar þess að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hafi lýst því að tilgangur stríðsins væri að skipta um stjórnvöld í Íran. Benjamín Netanahjú sagði síðar að það væri ekki formlegt markmið. Sérstök sprengja Átökin á milli Ísrael og Íran hafa nú staðið í meira en viku. Ísraelar eiga ekki nógu sterka sprengju til að granda kjarnorkurannsóknarstöðinni Fordo sem er í Íran. Til að granda kjarnorkurannsóknarstöðinni, sem er grafin djúpt í fjall í Íran og er talin sú næst stærsta í landinu, þurfa Bandaríkjamenn líklega að varpa sérstakri sprengju sem þeir einir búa yfir. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massvie Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og er hönnuð til að grafa sig í gegnum um sextíu metra af steypu og bergi og springa í loft upp. Fordo er þó grafin á um áttatíu metra dýpi og óljóst er hvort sprengjan dugi til verksins. Mögulegt er þó að varpa nokkrum sprengjum og er talið að þær seinni myndu fara dýpra í bergið, þar sem þær fyrri myndu hafa brotið bergið upp. Í frétt Guardian segir enn fremur að árásir Ísraela og Írana hafi haldið áfram í nótt.
Íran Ísrael Bretland Bandaríkin Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. 18. júní 2025 22:01 Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann blandi sér í deiluna. 18. júní 2025 19:01 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50
Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. 18. júní 2025 22:01
Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann blandi sér í deiluna. 18. júní 2025 19:01