Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júní 2025 20:56 Davíð Karl vill ekki vera með getgátur um kenningar sem fram hafa komið í máli bróður hans Jóns Þrastar Jónssonar. Hann segir skýrslutökur lögreglu sem framundan eru marka tímamót í málinu. Vísir/Ívar Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019 og hefur mál hans verið til rannsóknar síðan þá. Í apríl framkvæmdi írska lögreglan leit í almenningsgarði í írsku höfuðborginni á grundvelli ábendinga. Sú leit bar engan árangur en í kjölfarið hefur írska lögreglan tekið málið fastari tökum en áður. Í frétt The Irish Times sem birtist í gær var sagt frá þeirri kenningu að Jón Þröstur hafi verið myrtur fyrir mistök af leigumorðingja sem ráðinn hafði verið til að myrða annan Íslending sem staddur var í borginni á sama tíma. Bróðir Jóns Þrastar segir lögregluna halda spilunum þétt að sér en samkvæmt lögreglu er upplýsinga að vænta eftir helgi. „Ég er ekki fær um að rýna í getgátur í raun og veru en það er eitthvað sem ég vil klárlega að sé skoðað. Þær upplýsingar sem við höfum fengið eru keimlíkar því sem þið vitið og kannski aðeins meira til,“ sagði Davíð Karl Wiium í samtali við fréttastofu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þessar kenningar. Í næstu viku eru væntanlegir hingað til lands írskir lögreglumenn sem taka munu skýrslu af þrjátíu og fimm aðilum í tengslum við málið. Skýrslutökurnar munu fara fram undir forræði og stjórn íslensku lögreglunnar. Davíð segir afar jákvætt að sjá írsku lögregluna taka þetta skref sem marki tímamót í málinu. Hann segir síðustu sex árin hafa verið erfiðan tíma en að fjölskyldan hafi farið áfram á hnefanum. „Þetta er búið að vera algjör rússíbani og við höfum gengið í gegnum allan skalann af tilfinningum í raun. Við vorum öll alveg búin á því eftir að við komum heim eftir heimsóknina [til Dublin] í mars. Stundum langar manni helst að moka þessu undir teppi og halda bara áfram.“ Þá vill Davíð ítreka beiðni lögreglunnar frá því í gær um upplýsingar frá almenningi. „Ég vona einnig að þeir Íslendingar og þeir sem gætu haft einhverjar upplýsingar um málið verði við beiðni lögreglunnar samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu í gær og sendi inn ef þeir hafa einhverja vitneskju sem kunni að skipta máli.“ Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Írland Erlend sakamál Tengdar fréttir Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019 og hefur mál hans verið til rannsóknar síðan þá. Í apríl framkvæmdi írska lögreglan leit í almenningsgarði í írsku höfuðborginni á grundvelli ábendinga. Sú leit bar engan árangur en í kjölfarið hefur írska lögreglan tekið málið fastari tökum en áður. Í frétt The Irish Times sem birtist í gær var sagt frá þeirri kenningu að Jón Þröstur hafi verið myrtur fyrir mistök af leigumorðingja sem ráðinn hafði verið til að myrða annan Íslending sem staddur var í borginni á sama tíma. Bróðir Jóns Þrastar segir lögregluna halda spilunum þétt að sér en samkvæmt lögreglu er upplýsinga að vænta eftir helgi. „Ég er ekki fær um að rýna í getgátur í raun og veru en það er eitthvað sem ég vil klárlega að sé skoðað. Þær upplýsingar sem við höfum fengið eru keimlíkar því sem þið vitið og kannski aðeins meira til,“ sagði Davíð Karl Wiium í samtali við fréttastofu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þessar kenningar. Í næstu viku eru væntanlegir hingað til lands írskir lögreglumenn sem taka munu skýrslu af þrjátíu og fimm aðilum í tengslum við málið. Skýrslutökurnar munu fara fram undir forræði og stjórn íslensku lögreglunnar. Davíð segir afar jákvætt að sjá írsku lögregluna taka þetta skref sem marki tímamót í málinu. Hann segir síðustu sex árin hafa verið erfiðan tíma en að fjölskyldan hafi farið áfram á hnefanum. „Þetta er búið að vera algjör rússíbani og við höfum gengið í gegnum allan skalann af tilfinningum í raun. Við vorum öll alveg búin á því eftir að við komum heim eftir heimsóknina [til Dublin] í mars. Stundum langar manni helst að moka þessu undir teppi og halda bara áfram.“ Þá vill Davíð ítreka beiðni lögreglunnar frá því í gær um upplýsingar frá almenningi. „Ég vona einnig að þeir Íslendingar og þeir sem gætu haft einhverjar upplýsingar um málið verði við beiðni lögreglunnar samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu í gær og sendi inn ef þeir hafa einhverja vitneskju sem kunni að skipta máli.“
Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Írland Erlend sakamál Tengdar fréttir Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55