Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2025 19:44 Erna hefur um árabil rekið verslunina Gryfjuna sem sérhæfir sig í sölu nikótínvara. Vísir/Lýður Valberg Verslunareigandi segir að gangi áform heilbrigðisráðherra eftir um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og níkótínvörur muni fyrirtæki hennar fara í þrot. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir samráðsleysi og segir alla vilja vanda til verka þegar kemur að sölu nikótíns. Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir meðal annars að þörf sé á frekari aðgerðum í ljósi þess hve útbreidd notkun nikótínvara sé orðin. Nýjustu tölur Landlæknis sýna að dagleg notkun nikótínpúða er að aukast og eru þeir algengasta neysluform nikótíns. Áform ráðherrans fela í sér bann við sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni sem höfða til barna og að umbúðir þeirra verði einsleitar líkt og á við um umbúðir tóbaksvara. Saknar samráðs Erna Margrét Oddsdóttir verslunareigandi Gryfjunnar sem selur nikótínvörur líkt og rafrettur og nikótínpúða segir að gangi áformin óbreytt í gegn þýði það að sérverslanir með nikótín muni þurfa að leggja upp laupana. „Og það er ekki jákvætt því að sérverslanirnar, við erum með lokað fyrir gluggana, þú sérð ekki hérna inn, við megum ekkert auglýsa eða neitt svoleiðis, hér máttu ekki koma inn nema þú sért orðinn átján, sem þýðir að þetta færi bara í bensínstöðvarnar, bara í litlu búðirnar þar sem er kannski ekki eins mikið eftirlit og ekki eins mikið power í að vilja stoppa. Ég held ekki að við myndum lifa þetta af, aðallega bara út af bragðefninu, jú jú ef þeir vilja breyta umbúðunum...en það skiptir fólk ekkert máli hvernig umbúðirnar eru.“ Hún segir stjórnvöld ekkert samráð eiga við verslunareigendur. Sjálf sé hún með fullt af hugmyndum um hvernig megi þrengja reglur og koma í veg fyrir að börn geti keypt nikótínvörur. „Það eru svo margar aðgerðir sem hægt er að fara í á undan því að banna. Boð og bönn virka ekki, það er fullorðið fólk sem er að nota bragðefni, bragðefni eru ekki óþarfa hlutur sem er settur í upp á fönnið, þetta er það sem hjálpar fólki að hætta að reykja,“ segir Erna. „Það þurfa að vera ákveðnar reglur, við viljum ekki að ungmenni séu að nota þessar vörur, þau eiga ekki að komast í þessar vörur, en setjum harðari reglur, hvar er lekinn í kerfinu? Hver er að selja börnunum? Hvernig eru þau að fá þetta? Það er það sem þarf að skoða, stoppa það.“ Nikótínpúðar Heilbrigðismál Verslun Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir meðal annars að þörf sé á frekari aðgerðum í ljósi þess hve útbreidd notkun nikótínvara sé orðin. Nýjustu tölur Landlæknis sýna að dagleg notkun nikótínpúða er að aukast og eru þeir algengasta neysluform nikótíns. Áform ráðherrans fela í sér bann við sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni sem höfða til barna og að umbúðir þeirra verði einsleitar líkt og á við um umbúðir tóbaksvara. Saknar samráðs Erna Margrét Oddsdóttir verslunareigandi Gryfjunnar sem selur nikótínvörur líkt og rafrettur og nikótínpúða segir að gangi áformin óbreytt í gegn þýði það að sérverslanir með nikótín muni þurfa að leggja upp laupana. „Og það er ekki jákvætt því að sérverslanirnar, við erum með lokað fyrir gluggana, þú sérð ekki hérna inn, við megum ekkert auglýsa eða neitt svoleiðis, hér máttu ekki koma inn nema þú sért orðinn átján, sem þýðir að þetta færi bara í bensínstöðvarnar, bara í litlu búðirnar þar sem er kannski ekki eins mikið eftirlit og ekki eins mikið power í að vilja stoppa. Ég held ekki að við myndum lifa þetta af, aðallega bara út af bragðefninu, jú jú ef þeir vilja breyta umbúðunum...en það skiptir fólk ekkert máli hvernig umbúðirnar eru.“ Hún segir stjórnvöld ekkert samráð eiga við verslunareigendur. Sjálf sé hún með fullt af hugmyndum um hvernig megi þrengja reglur og koma í veg fyrir að börn geti keypt nikótínvörur. „Það eru svo margar aðgerðir sem hægt er að fara í á undan því að banna. Boð og bönn virka ekki, það er fullorðið fólk sem er að nota bragðefni, bragðefni eru ekki óþarfa hlutur sem er settur í upp á fönnið, þetta er það sem hjálpar fólki að hætta að reykja,“ segir Erna. „Það þurfa að vera ákveðnar reglur, við viljum ekki að ungmenni séu að nota þessar vörur, þau eiga ekki að komast í þessar vörur, en setjum harðari reglur, hvar er lekinn í kerfinu? Hver er að selja börnunum? Hvernig eru þau að fá þetta? Það er það sem þarf að skoða, stoppa það.“
Nikótínpúðar Heilbrigðismál Verslun Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira