Ísraelar héldu árásum sínum áfram í nótt Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. júní 2025 06:52 Bandaríkjaforseta var víða þakkað í Ísrael í gær fyrir að skerast í leikinn og heimila harðar árásir á kjarnorkutilraunastöðvar Írans um helgina. AP Photo/Bernat Armangue Ísraelsher hefur haldið árásum sínum á Íran áfram í alla nótt og um tuttugu orrustuþotur eru sagðar hafa gert árásir í vesturhluta landsins og ráðist að herstöðvum og skotpöllum. Ísraelar hafa heitið því að halda aðgerðum sínum áfram til þess að koma í veg fyrir að Íranir geti skotið langdrægum flaugum á Ísrael til að hefna fyrir árásirna sem náðu hámarki aðfararnótt sunnudagsins þegar Bandaríkjamenn blönduðu sér í málið og réðust að neðanjarðarrannsóknarsstöðvum þar sem unnið var að auðgun úrans og þróun kjarnorkutækni. Íranir hafa á móti lítið getað brugðist við og í nótt var aðeins einni flaug skotið í átt að Ísrael og var sú skotin niður af bandarísku loftvarnakerfi. Einn íranskur Shahed dróni var svo skotinn niður í morgun að sögn breska ríkisútvarpsins. Og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á samfélagsmiðli sínum síðustu klukkustundirnar þar sem hann virðist taka vel í þá hugmynd að núverandi stjórnvöldum í Íran verði komið frá með utanaðkomandi afli. Hingað til hefur hann og hans menn ítrekað að ekki standi til að steypa klerkastjórninni af stóli og koma á lýðræði í Íran, líkt og Bandaríkjamenn reyndu í Írak á sínum tíma. Síðast í gærkvöldi sagði varaforsetinn JD Vance að Bandaríkjamenn væru ekki í stríði við Íran, heldur væru þeir í stríði við kjarnorkuáætlun Írans. En Trump spurði sig síðan að því á samfélagsmiðlasíðu sinni hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Ef Íranir geti ekki gert Íran frábært að nýju, hvers vegna ætti þá ekki að skipta um stjórn? Enn hefur ekkert heyrst frá æðstaklerki Írana, Ayjatollah Ali Khameini, frá því Bandaríkjamenn blönduðu sér í átökin en á samfélagsmiðlareikningi sem áður hefur birt yfirlýsingar hans kom tilkynning þar sem fullyrt er að Ísraelar hafi gert grafalvarleg mistök með árásum sínum á landið og að þeim verði að refsa hið snarasta. Ísrael Íran Tengdar fréttir Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24 Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Ísraelar hafa heitið því að halda aðgerðum sínum áfram til þess að koma í veg fyrir að Íranir geti skotið langdrægum flaugum á Ísrael til að hefna fyrir árásirna sem náðu hámarki aðfararnótt sunnudagsins þegar Bandaríkjamenn blönduðu sér í málið og réðust að neðanjarðarrannsóknarsstöðvum þar sem unnið var að auðgun úrans og þróun kjarnorkutækni. Íranir hafa á móti lítið getað brugðist við og í nótt var aðeins einni flaug skotið í átt að Ísrael og var sú skotin niður af bandarísku loftvarnakerfi. Einn íranskur Shahed dróni var svo skotinn niður í morgun að sögn breska ríkisútvarpsins. Og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á samfélagsmiðli sínum síðustu klukkustundirnar þar sem hann virðist taka vel í þá hugmynd að núverandi stjórnvöldum í Íran verði komið frá með utanaðkomandi afli. Hingað til hefur hann og hans menn ítrekað að ekki standi til að steypa klerkastjórninni af stóli og koma á lýðræði í Íran, líkt og Bandaríkjamenn reyndu í Írak á sínum tíma. Síðast í gærkvöldi sagði varaforsetinn JD Vance að Bandaríkjamenn væru ekki í stríði við Íran, heldur væru þeir í stríði við kjarnorkuáætlun Írans. En Trump spurði sig síðan að því á samfélagsmiðlasíðu sinni hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Ef Íranir geti ekki gert Íran frábært að nýju, hvers vegna ætti þá ekki að skipta um stjórn? Enn hefur ekkert heyrst frá æðstaklerki Írana, Ayjatollah Ali Khameini, frá því Bandaríkjamenn blönduðu sér í átökin en á samfélagsmiðlareikningi sem áður hefur birt yfirlýsingar hans kom tilkynning þar sem fullyrt er að Ísraelar hafi gert grafalvarleg mistök með árásum sínum á landið og að þeim verði að refsa hið snarasta.
Ísrael Íran Tengdar fréttir Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24 Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24
Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24
Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13