Tökum samtalið Gunnþór Ingvason skrifar 23. júní 2025 09:01 Það var mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum á að í frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjaldi hafi boðuð hækkun verið verulega vanmetin. Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og forsætisráðherra við þessu mikla ósamræmi var að það skipti engu máli. Það er áhyggjuefni og endurspeglar ásetning um að frumvarpið verði keyrt í gegn, án nokkurs vilja til að huga að afleiðingum. Samkvæmt Skattinum hefði veiðigjald árið 2023 numið 22,1 milljarði króna miðað við forsendur frumvarpsins. Á sama tíma var hagnaður fiskveiða fyrir skatt 31,7 milljarðar króna samkvæmt Hagstofu Íslands. Veiðigjaldið hefði því numið tæplega 70% af hagnaði fiskveiða. Að teknu tilliti til annarra skatta yrði virkur tekjuskattur af fiskveiðum yfir 80%. Þetta hefur nú verið staðfest af tveimur ríkisstofnunum. Atvinnuvegaráðherra hefur iðulega borið fyrir sig skoðanakannanir sem sýna yfirgnæfandi stuðning landsmanna við málið. Í því samhengi er áhugavert að benda á nýlega skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið og sýnir að stór meirihluti landsmanna telur sig ekki vita hve hátt veiðigjaldið er. Þegar landsmenn eru spurðir hvað þeir telji að sé eðlilegt veiðigjald, sem hlutfall af hagnaði fiskveiða, segja einungis 10% þeirra að það eigi að vera yfir 60% af hagnaði. Í raun telur meirihluti aðspurðra, eða yfir 57%, eðlilegt að veiðigjald sem hlutfall af hagnaði eigi að vera undir 39%. Ég mun aldrei, ólíkt atvinnuvegaráðherra, tala fyrir því að skoðanakannanir eigi að vera grundvöllur lagasetningar. Þetta gefur aftur á móti skýra vísbendingu um að þjóðmálaumræðan hafi stórlega ofmetið hvað sé til skiptanna í íslenskum sjávarútvegi og vanmetið hve mikið af afkomu útgerðir greiði í veiðigjald. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa sagt að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækja því hér sé einungis verið að skattleggja auðlindarentu, „arðbærar fjárfestingar verði áfram arðbærar“. Ég tæki heilshugar undir með þeim ef staðan væri sú að arðsemi í sjávarútvegi væri hærri en sem nemur því sem gengur og gerist í hagkerfinu og væri umfram eðlilega ávöxtunarkröfu á fjármagn. Gögn sýna að svo sé ekki og arðsemi í sjávarútvegi er að jafnaði í meðallagi í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Frumvarpið mun ýta arðsemi í sjávarútvegi langt undir þá vexti sem sjávarútvegsfyrirtækjum standa til boða til að fjármagna fjárfestingar. Fjárfesting sem stendur ekki undir vaxtakostnaði getur aldrei orðið arðbær. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún hyggist leggja fram heildstæða auðlindastefnu fyrir Ísland á haustmánuðum. Það er vel en ég skora á Alþingi að setja núverandi frumvarp á bið og láta gjaldtöku á sjávarútveg vera hluta af vinnu við gerð þeirrar stefnu. Það er engin skömm að því að málið klárist ekki á núverandi þingi. Frestun myndi frekar sýna styrk hjá ríkisstjórninni; að hún sýni það í verki að hún taki umsagnir hagsmunaaðila alvarlega. Í efnislegum athugasemdum við frumvarpið er nær undantekningalaust að finna áhyggjur af áhrifum þess. Að því sögðu er mikilvægt að það komi skýrt fram að sjávarútvegurinn mun með einhverju móti aðlaga sig að þeim leikreglum sem stjórnvöld setja á hverjum tíma. Jafnvel þótt þær reglur séu til þess fallnar að valda skaða. Við ættum hins vegar ekki að vera að vinna við að lágmarka skaða, heldur að sækja fram og auka lífsgæði og samkeppnishæfni okkar Íslendinga. Eftir að hafa greint gögnin og forsendurnar, er það okkar eindregna niðurstaða að breytingarnar munu hafa skaðleg efnahagsleg og félagsleg áhrif og leiða til minni verðmætasköpunar. Það verður allra tap. Það er ljóst að málið hefur verið sett fram með miklum hraði og ekki hefur náðst að fullvinna og yfirfara útreikninga eða meta afleiðingar. Það er okkur öllum hollt núna að setjast niður, gaumgæfa stöðu sjávarútvegs og kortleggja tækifæri og ógnanir til lengri framtíðar en eins kjörtímabils. Fólkið í landinu á það skilið að við tökum samtalið og snúum bökum saman um aukna verðmætasköpun, þannig að auka megi enn frekar hagsæld og lífskjör okkar allra. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Gunnþór Ingvason Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það var mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum á að í frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjaldi hafi boðuð hækkun verið verulega vanmetin. Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og forsætisráðherra við þessu mikla ósamræmi var að það skipti engu máli. Það er áhyggjuefni og endurspeglar ásetning um að frumvarpið verði keyrt í gegn, án nokkurs vilja til að huga að afleiðingum. Samkvæmt Skattinum hefði veiðigjald árið 2023 numið 22,1 milljarði króna miðað við forsendur frumvarpsins. Á sama tíma var hagnaður fiskveiða fyrir skatt 31,7 milljarðar króna samkvæmt Hagstofu Íslands. Veiðigjaldið hefði því numið tæplega 70% af hagnaði fiskveiða. Að teknu tilliti til annarra skatta yrði virkur tekjuskattur af fiskveiðum yfir 80%. Þetta hefur nú verið staðfest af tveimur ríkisstofnunum. Atvinnuvegaráðherra hefur iðulega borið fyrir sig skoðanakannanir sem sýna yfirgnæfandi stuðning landsmanna við málið. Í því samhengi er áhugavert að benda á nýlega skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið og sýnir að stór meirihluti landsmanna telur sig ekki vita hve hátt veiðigjaldið er. Þegar landsmenn eru spurðir hvað þeir telji að sé eðlilegt veiðigjald, sem hlutfall af hagnaði fiskveiða, segja einungis 10% þeirra að það eigi að vera yfir 60% af hagnaði. Í raun telur meirihluti aðspurðra, eða yfir 57%, eðlilegt að veiðigjald sem hlutfall af hagnaði eigi að vera undir 39%. Ég mun aldrei, ólíkt atvinnuvegaráðherra, tala fyrir því að skoðanakannanir eigi að vera grundvöllur lagasetningar. Þetta gefur aftur á móti skýra vísbendingu um að þjóðmálaumræðan hafi stórlega ofmetið hvað sé til skiptanna í íslenskum sjávarútvegi og vanmetið hve mikið af afkomu útgerðir greiði í veiðigjald. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa sagt að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækja því hér sé einungis verið að skattleggja auðlindarentu, „arðbærar fjárfestingar verði áfram arðbærar“. Ég tæki heilshugar undir með þeim ef staðan væri sú að arðsemi í sjávarútvegi væri hærri en sem nemur því sem gengur og gerist í hagkerfinu og væri umfram eðlilega ávöxtunarkröfu á fjármagn. Gögn sýna að svo sé ekki og arðsemi í sjávarútvegi er að jafnaði í meðallagi í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Frumvarpið mun ýta arðsemi í sjávarútvegi langt undir þá vexti sem sjávarútvegsfyrirtækjum standa til boða til að fjármagna fjárfestingar. Fjárfesting sem stendur ekki undir vaxtakostnaði getur aldrei orðið arðbær. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún hyggist leggja fram heildstæða auðlindastefnu fyrir Ísland á haustmánuðum. Það er vel en ég skora á Alþingi að setja núverandi frumvarp á bið og láta gjaldtöku á sjávarútveg vera hluta af vinnu við gerð þeirrar stefnu. Það er engin skömm að því að málið klárist ekki á núverandi þingi. Frestun myndi frekar sýna styrk hjá ríkisstjórninni; að hún sýni það í verki að hún taki umsagnir hagsmunaaðila alvarlega. Í efnislegum athugasemdum við frumvarpið er nær undantekningalaust að finna áhyggjur af áhrifum þess. Að því sögðu er mikilvægt að það komi skýrt fram að sjávarútvegurinn mun með einhverju móti aðlaga sig að þeim leikreglum sem stjórnvöld setja á hverjum tíma. Jafnvel þótt þær reglur séu til þess fallnar að valda skaða. Við ættum hins vegar ekki að vera að vinna við að lágmarka skaða, heldur að sækja fram og auka lífsgæði og samkeppnishæfni okkar Íslendinga. Eftir að hafa greint gögnin og forsendurnar, er það okkar eindregna niðurstaða að breytingarnar munu hafa skaðleg efnahagsleg og félagsleg áhrif og leiða til minni verðmætasköpunar. Það verður allra tap. Það er ljóst að málið hefur verið sett fram með miklum hraði og ekki hefur náðst að fullvinna og yfirfara útreikninga eða meta afleiðingar. Það er okkur öllum hollt núna að setjast niður, gaumgæfa stöðu sjávarútvegs og kortleggja tækifæri og ógnanir til lengri framtíðar en eins kjörtímabils. Fólkið í landinu á það skilið að við tökum samtalið og snúum bökum saman um aukna verðmætasköpun, þannig að auka megi enn frekar hagsæld og lífskjör okkar allra. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar