Þegar hið óhugsanlega gerist Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 24. júní 2025 07:02 Tryggingar endurspegla lífið og er ætlað að grípa okkur þegar óvæntir atburðir gerast og valda okkur tjóni. Þær þurfa að vera í sífelldri endurskoðun í takt við tímann hverju sinni, lifnaðarhætti fólks og viðhorf. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi og einnig hefur verið skarð í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutrygging Sjóvár er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er hugsuð til að veita foreldrum meiri hugarró á þessu einstaka tímabili í lífi þeirra og stuðning ef þörf krefur. Með nærgætni að leiðarljósi Um leið og ljóst er að sumt verður aldrei bætt þá geta tryggingar mögulega veitt fólki rými og svigrúm á erfiðum stundum. Meðgöngutrygging er viðleitni til að auka öryggistilfinningu á meðgöngu, við fæðingu og fyrstu daga barnsins. Tryggingin er leið til að styðja við fjárhagslegt öryggi fjölskyldna og var þróuð í samstarfi við Einstök börn og Gleym mér ei styrktarfélag sem þekkja vel hvar skórinn kreppir þegar eitthvað kemur upp á þessum viðkvæma tíma í lífi foreldra og barna. Gerð var þarfagreining og leitað ráðgjafar varðandi fagþekkingu á kvensjúkdómum og fæðingum hjá sérfræðingum innan heilbrigðiskerfisins við undirbúning og horft til þess að þróa tryggingu sem væri sérsniðin fyrir umrætt tímabil og kæmi fljótt og vel til framkvæmda ef á þyrfti að halda. Í raun er ekki eingöngu um tryggingu að ræða heldur skref í rétta átt að sanngjarnara samfélagi þar sem hugað er að kvenheilsu og viðurkennd eru víðtæk áhrif áfalla á geðheilsu og velferð. Áhersla er á mikilvægi þess að fólk fái svigrúm til að vinna úr áföllum og að mögulegt sé að gefa rými til að aðlagast nýjum aðstæðum. Brúum bilin Í gegnum tíðina hefur verið skarð í stuðningskerfi fyrir verðandi mæður því ekki hefur verið mögulegt að tryggja sig sérstaklega fyrir því sem upp getur komið í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Vissulega geta allar konur tryggt sig með öðrum hætti, svo sem með Líf- og sjúkdómatryggingu, en sérstök trygging sem tekur mið af þessu tímabili í lífi margra kvenna hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi áður. Bótunum er ætlað að brúa ákveðið bil, svo sem tekjutap eða sálfræðikostnað og er tryggingin að norrænni fyrirmynd. Einnig hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutryggingin nær yfir meðfædd heilkenni og alvarlega sjúkdóma sem greinast á fyrsta ári barnsins. Eftir það getur Barnatrygging tekið við. Þá er barnið með samfellda og öfluga vernd frá 17. viku í móðurkviði fram til 20 ára aldurs, en Barnatrygging er frá eins mánaða til 20 ára aldurs. Þetta hefur ekki verið mögulegt fram til þessa. Að norrænni fyrirmynd Í Svíþjóð hafa meðgöngutryggingar verið seldar frá árinu 1990 og 85% kvenna kaupa meðgöngutryggingu þar í landi. Fyrir 5-6 árum var farið að bjóða upp á meðgöngutryggingar í Danmörku og Noregi og hafa tryggingarnar fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun í Danmörku. Ekki hefur verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi fram til þessa og hefur því verið gat í tryggingum þegar kemur að kvenheilsu. Auk þess hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Nú er loks möguleiki fyrir konur á Íslandi að tryggja sig og barnið sem þær ganga með á þessu mikilvæga tímabili. Mergur málsins Með nýrri Meðgöngutryggingu leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að sanngjarnara samfélagi. Þetta er skref sem opnar vonandi umræðu um kvenheilsu og heilsu kvenna á meðgöngu, erfiðar fæðingar, andvana fæðingar, meðfædda sjúkdóma og hvaða áhrif áföll af þessum toga geta haft á líf foreldra og barna. Það er í raun sanngirnismál að konur geti tryggt sig á þessum mikilvæga og umbreytandi tíma í lífi sínu sem sannarlega hefur áhrif á heilsu þeirra og velferð fjölskyldunnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Tryggingar endurspegla lífið og er ætlað að grípa okkur þegar óvæntir atburðir gerast og valda okkur tjóni. Þær þurfa að vera í sífelldri endurskoðun í takt við tímann hverju sinni, lifnaðarhætti fólks og viðhorf. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi og einnig hefur verið skarð í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutrygging Sjóvár er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er hugsuð til að veita foreldrum meiri hugarró á þessu einstaka tímabili í lífi þeirra og stuðning ef þörf krefur. Með nærgætni að leiðarljósi Um leið og ljóst er að sumt verður aldrei bætt þá geta tryggingar mögulega veitt fólki rými og svigrúm á erfiðum stundum. Meðgöngutrygging er viðleitni til að auka öryggistilfinningu á meðgöngu, við fæðingu og fyrstu daga barnsins. Tryggingin er leið til að styðja við fjárhagslegt öryggi fjölskyldna og var þróuð í samstarfi við Einstök börn og Gleym mér ei styrktarfélag sem þekkja vel hvar skórinn kreppir þegar eitthvað kemur upp á þessum viðkvæma tíma í lífi foreldra og barna. Gerð var þarfagreining og leitað ráðgjafar varðandi fagþekkingu á kvensjúkdómum og fæðingum hjá sérfræðingum innan heilbrigðiskerfisins við undirbúning og horft til þess að þróa tryggingu sem væri sérsniðin fyrir umrætt tímabil og kæmi fljótt og vel til framkvæmda ef á þyrfti að halda. Í raun er ekki eingöngu um tryggingu að ræða heldur skref í rétta átt að sanngjarnara samfélagi þar sem hugað er að kvenheilsu og viðurkennd eru víðtæk áhrif áfalla á geðheilsu og velferð. Áhersla er á mikilvægi þess að fólk fái svigrúm til að vinna úr áföllum og að mögulegt sé að gefa rými til að aðlagast nýjum aðstæðum. Brúum bilin Í gegnum tíðina hefur verið skarð í stuðningskerfi fyrir verðandi mæður því ekki hefur verið mögulegt að tryggja sig sérstaklega fyrir því sem upp getur komið í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Vissulega geta allar konur tryggt sig með öðrum hætti, svo sem með Líf- og sjúkdómatryggingu, en sérstök trygging sem tekur mið af þessu tímabili í lífi margra kvenna hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi áður. Bótunum er ætlað að brúa ákveðið bil, svo sem tekjutap eða sálfræðikostnað og er tryggingin að norrænni fyrirmynd. Einnig hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutryggingin nær yfir meðfædd heilkenni og alvarlega sjúkdóma sem greinast á fyrsta ári barnsins. Eftir það getur Barnatrygging tekið við. Þá er barnið með samfellda og öfluga vernd frá 17. viku í móðurkviði fram til 20 ára aldurs, en Barnatrygging er frá eins mánaða til 20 ára aldurs. Þetta hefur ekki verið mögulegt fram til þessa. Að norrænni fyrirmynd Í Svíþjóð hafa meðgöngutryggingar verið seldar frá árinu 1990 og 85% kvenna kaupa meðgöngutryggingu þar í landi. Fyrir 5-6 árum var farið að bjóða upp á meðgöngutryggingar í Danmörku og Noregi og hafa tryggingarnar fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun í Danmörku. Ekki hefur verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi fram til þessa og hefur því verið gat í tryggingum þegar kemur að kvenheilsu. Auk þess hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Nú er loks möguleiki fyrir konur á Íslandi að tryggja sig og barnið sem þær ganga með á þessu mikilvæga tímabili. Mergur málsins Með nýrri Meðgöngutryggingu leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að sanngjarnara samfélagi. Þetta er skref sem opnar vonandi umræðu um kvenheilsu og heilsu kvenna á meðgöngu, erfiðar fæðingar, andvana fæðingar, meðfædda sjúkdóma og hvaða áhrif áföll af þessum toga geta haft á líf foreldra og barna. Það er í raun sanngirnismál að konur geti tryggt sig á þessum mikilvæga og umbreytandi tíma í lífi sínu sem sannarlega hefur áhrif á heilsu þeirra og velferð fjölskyldunnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun