Telja einhvern hér á landi búa yfir vitneskju um hvað kom fyrir Jón Þröst Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júní 2025 20:23 Alan Brady og Eiríkur Valberg vinna að rannsókn málsins. Vísir/Sigurjón Fimm írskir lögreglumenn eru staddir hér á landi til að taka skýrslur af fjörtíu og fimm einstaklingum í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Vonir standa til að vísbendingar berist sem gætu nýst við að upplýsa málið. Í dag hófust skýrslutökur í tengslum við rannsóknina á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fimm írskir lögreglumenn eru komnir hingað til lands vegna skýrslutakanna en ásamt þeim vinnur tíu manna hópur frá íslensku lögreglunni að málinu. „Við erum að vonast til að finna frekari upplýsingar og vísbendingar sem gætu nýst við rannsókn málsins. Það er ómögulegt að segja fyrirfram hvað mun koma úr þessu en við erum að vonast til að finna einhverjar frekari upplýsingar sem gætu nýst við að upplýsa málið,“ sagði Eiríkur Valberg, fulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar. Allar skýrslutökur verða undir stjórn íslensku lögreglunnar en írskir lögreglumenn verða viðstaddir og fá tækifæri til að spyrja sinna spurninga. Í frétt The Irish Times í síðustu viku kom fram tilgáta að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir mistök af launmorðingja sem ráðinn hafi verið til að myrða annan íslenskan mann sem staddur var í Dublin á sama tíma. „Ég get ekki farið út í einstaka tilgátur en ég get þó sagt að það hefur í raun ekkert verið útilokað ennþá. Þannig að í raun og veru er allt möguleiki.“ Nöfn þeirra sem boðaðir eru til skýrslutöku eru að megninu komin frá írsku lögreglunni. Fleiri nöfn hafa þó bæst við eftir ábendingar frá íslensku lögreglunni og hefur fjölgað í hópnum sem upphaflega var boðaður. Stefnt er á að taka skýrslu af fjörtíu og fimm manns í vikunni. Allan Brady hjá írsku lögreglunni er staddur hér á landi í tengslum við málið. Hann er bjartsýnn á að skýrslutökurnar skili árangri. „Við höfum fengið vissar upplýsingar sem við höfum fylgt eftir. Við erum hér til að athuga hvort við getum fengið upplýsingar í samfélaginu hér. Því við teljum að einhverjir hérna kunni að hafa vitneskju um hvað kom fyrir Jón,“ sagði Brady í viðtali í morgun. Lögreglan ítrekaði þá ósk að allir þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar stigi fram. Hægt er að koma með ábendingar í síma 444-1000 eða með því að senda póst á abending@lrh.is Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Í dag hófust skýrslutökur í tengslum við rannsóknina á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fimm írskir lögreglumenn eru komnir hingað til lands vegna skýrslutakanna en ásamt þeim vinnur tíu manna hópur frá íslensku lögreglunni að málinu. „Við erum að vonast til að finna frekari upplýsingar og vísbendingar sem gætu nýst við rannsókn málsins. Það er ómögulegt að segja fyrirfram hvað mun koma úr þessu en við erum að vonast til að finna einhverjar frekari upplýsingar sem gætu nýst við að upplýsa málið,“ sagði Eiríkur Valberg, fulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar. Allar skýrslutökur verða undir stjórn íslensku lögreglunnar en írskir lögreglumenn verða viðstaddir og fá tækifæri til að spyrja sinna spurninga. Í frétt The Irish Times í síðustu viku kom fram tilgáta að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir mistök af launmorðingja sem ráðinn hafi verið til að myrða annan íslenskan mann sem staddur var í Dublin á sama tíma. „Ég get ekki farið út í einstaka tilgátur en ég get þó sagt að það hefur í raun ekkert verið útilokað ennþá. Þannig að í raun og veru er allt möguleiki.“ Nöfn þeirra sem boðaðir eru til skýrslutöku eru að megninu komin frá írsku lögreglunni. Fleiri nöfn hafa þó bæst við eftir ábendingar frá íslensku lögreglunni og hefur fjölgað í hópnum sem upphaflega var boðaður. Stefnt er á að taka skýrslu af fjörtíu og fimm manns í vikunni. Allan Brady hjá írsku lögreglunni er staddur hér á landi í tengslum við málið. Hann er bjartsýnn á að skýrslutökurnar skili árangri. „Við höfum fengið vissar upplýsingar sem við höfum fylgt eftir. Við erum hér til að athuga hvort við getum fengið upplýsingar í samfélaginu hér. Því við teljum að einhverjir hérna kunni að hafa vitneskju um hvað kom fyrir Jón,“ sagði Brady í viðtali í morgun. Lögreglan ítrekaði þá ósk að allir þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar stigi fram. Hægt er að koma með ábendingar í síma 444-1000 eða með því að senda póst á abending@lrh.is
Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira