„Við erum auðvitað ekki komin þangað“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Agnar Már Másson skrifa 23. júní 2025 20:59 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Samsett/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir það ekki koma til greina að svo stöddu að beita lagagrein sem myndi heimila þingmeirihlutanum að þvinga veiðigjaldafrumvarpi beint í atkvæðagreiðslu. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur það lýðræðislega skyldu sína að hindra afgreiðslu málsins. Þau vonast bæði eftir því að ná samkomulagi um þinglok. Þingmenn hafa dögum saman karpað um veiðigjöld en þingið er komið á uppbótartíma. Umræðan um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra hélt áfram í dag og mun að öllum líkindum standa yfir fram á nótt. Sextán manns eru á mælendaskrá eins og er en ríkisstjórnarliðar hafa sakað stjórnarandstöðuna um að taka málið í gíslingu. Alþingi á samkvæmt þingskaparlögum að fara í frí 1. júlí og því er spurning hvort meirihlutanum takist að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok eða hvort stjórnarandstöðunni takist að tefja afgreiðslunna fram í sumarfrí. Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera skyldu stjónarandstöðunnar að spyrna við „svona illa unnu máli“ sem hafi komið „vanbúið“ til þingsins og ekki fengið rétta þinglega meðferð. Sjálfstæðismaðurinn nefnir í samtali við fréttastofu að gögn um auðlindarentu hafi borist fyrst í dag. „Þetta er með ólíkindum að verið sé að bjóða upp á þetta sem lagasetningu í landinu,“ segir Hildur. Engin þinglok hafa átt sér stað án samninga milli stjórnar og stjórnarandstöðu, að sögn Hildar. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segist vonast eftir því að samkomulag náist um þinglok. Spurður hvort til greina komi að forseti Alþingis beiti 71. grein þingskapalaga sem heimilar meirihlutanum að vísa málinu beint í atkvæðagreiðslu segir Sigmar meðal annars: „Allt sem er í þingsköpum eru lög [...] en við erum auðvitað ekki komin þangað og, eins og Hildur segir, þá er langeðlilegast ef við náum að selja um framgang mála.“ Veiðigjaldsfrumvarpið sé grenilega stærsti hnúturinn. „Það er búið að vera margra daga málþóf í því,“ segir viðreisnarmaðurinn enn fremur og nefnir að hátt í sex hundruð ræður hafi verið fluttar í veiðigjaldaumræðunni. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þingmenn hafa dögum saman karpað um veiðigjöld en þingið er komið á uppbótartíma. Umræðan um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra hélt áfram í dag og mun að öllum líkindum standa yfir fram á nótt. Sextán manns eru á mælendaskrá eins og er en ríkisstjórnarliðar hafa sakað stjórnarandstöðuna um að taka málið í gíslingu. Alþingi á samkvæmt þingskaparlögum að fara í frí 1. júlí og því er spurning hvort meirihlutanum takist að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok eða hvort stjórnarandstöðunni takist að tefja afgreiðslunna fram í sumarfrí. Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera skyldu stjónarandstöðunnar að spyrna við „svona illa unnu máli“ sem hafi komið „vanbúið“ til þingsins og ekki fengið rétta þinglega meðferð. Sjálfstæðismaðurinn nefnir í samtali við fréttastofu að gögn um auðlindarentu hafi borist fyrst í dag. „Þetta er með ólíkindum að verið sé að bjóða upp á þetta sem lagasetningu í landinu,“ segir Hildur. Engin þinglok hafa átt sér stað án samninga milli stjórnar og stjórnarandstöðu, að sögn Hildar. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segist vonast eftir því að samkomulag náist um þinglok. Spurður hvort til greina komi að forseti Alþingis beiti 71. grein þingskapalaga sem heimilar meirihlutanum að vísa málinu beint í atkvæðagreiðslu segir Sigmar meðal annars: „Allt sem er í þingsköpum eru lög [...] en við erum auðvitað ekki komin þangað og, eins og Hildur segir, þá er langeðlilegast ef við náum að selja um framgang mála.“ Veiðigjaldsfrumvarpið sé grenilega stærsti hnúturinn. „Það er búið að vera margra daga málþóf í því,“ segir viðreisnarmaðurinn enn fremur og nefnir að hátt í sex hundruð ræður hafi verið fluttar í veiðigjaldaumræðunni.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira