Ekki um sama þvott að ræða í Björg og Fönn Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 12:55 Kristinn Kristinsson er eigandi efnalaugarinnar Bjargar á Háaleitisbraut. Mikið tjón varð eftir eldsvoða í efnalaug Bjargar við Háaleitisbraut í síðustu viku. Fjallað hefur verið um að þvottur sem hafi verið í húsnæði Bjargar hafi verið í húsnæði efnalaugarinnar Fannar þar sem kviknaði í í gærkvöldi en samkvæmt eiganda Fannar er það ekki rétt. Samt sem áður hafi þvottur sem sóttur hafi verið fyrr um daginn til rekstraraðila Bjargar verið í hreinsun hjá þvottahúsi Fannar. Eldur kviknaði í efnalauginni Björg aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt slökkviliði var mikill eldur á vettvangi sem olli miklu tjóni. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang og tók um tvær klukkustundir að slökkva eldinn og tryggja vettvang. Lögregla hefur nú málið til rannsóknar. Kristinn Kristinsson, eigandi efnalaugarinnar Bjargar, segir mörg verkefni framundan hjá starfsfólkinu. Hann hafði unnið að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga alla helgina og heldur það starf áfram næstu daga. Flíkurnar sem voru óskemmdar voru sendar til efnalaugarinnar Bjargar í Mjódd sem vinnur að því að hreinsa þær aftur. Frændfólk Kristins sér um starfsemi Bjargar í Mjódd og segist Kristinn afar þakklátur þeim fyrir aðstoðina. Hann tekur fram fyrstu viðskiptavinir hans hafi tekið við endurhreinsuðum fatnaði í hádeginu á mánudag. „Það er ekki tímabært að fara hafa samband við alla,“ segir Kristinn. Hann telur að fyrst þurfi að klára taka allt út úr byggingunni en svo hefur hann samband við eigendur þvottsins sem eyðilagðist. Ekki sami þvottur Í gærkvöldi kviknaði einnig í þvottahúsi Fannar en um mun minni eldsvoða var að ræða. Kristinn segir það hafa verið erfitt að frétta af málinu. „Það var mjög erfitt að lesa fréttirnar í morgun,“ segir hann. Rúv og mbl greina frá að sami þvottur hafi bæði verið í Efnalaug Bjargar er kviknaði í og þvottahúsi Fannar. Kristinn segir það ekki rétt að um sama þvott hafi verið að ræða. Hins vegar hafi verið nýr þvottur á vegum efnalaugarinnar í húsi Fannar sem hafði verið sóttur fyrr um daginn. Að sögn Kristins var þvottur hans einungis í húsnæði Fannar en sé allur hólpinn að hans bestu vitund. Hann sé afar þakklátur eigendum þvottahússins Fannar sem hafi verið fullir vilja til að aðstoða hann eftir eldsvoðann. Brúður í kjólaleit Sigga H. Pálsdóttir, starfsmaður Pink Iceland sem sér um skipulagningu brúðkaupa, leitaði meðal annars að kjól fyrir bandaríska brúður sem hyggst gifta sig hérlendis á fimmtudag. Að sögn Siggu hafi starfsfólk efnalaugarinnar leitað hátt og lágt af kjólnum sem reyndist ekki nothæfur. Hún vildi einnig taka fram að tvenn jakkaföt fyrir brúðkaup sem var um síðustu helgi hafi einnig verið í efnalauginni er kviknaði í. Þau reyndust vera óskemmd og gátu brúðgumarnir notað þau í brúðkaupið. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Eldur kviknaði í efnalauginni Björg aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt slökkviliði var mikill eldur á vettvangi sem olli miklu tjóni. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang og tók um tvær klukkustundir að slökkva eldinn og tryggja vettvang. Lögregla hefur nú málið til rannsóknar. Kristinn Kristinsson, eigandi efnalaugarinnar Bjargar, segir mörg verkefni framundan hjá starfsfólkinu. Hann hafði unnið að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga alla helgina og heldur það starf áfram næstu daga. Flíkurnar sem voru óskemmdar voru sendar til efnalaugarinnar Bjargar í Mjódd sem vinnur að því að hreinsa þær aftur. Frændfólk Kristins sér um starfsemi Bjargar í Mjódd og segist Kristinn afar þakklátur þeim fyrir aðstoðina. Hann tekur fram fyrstu viðskiptavinir hans hafi tekið við endurhreinsuðum fatnaði í hádeginu á mánudag. „Það er ekki tímabært að fara hafa samband við alla,“ segir Kristinn. Hann telur að fyrst þurfi að klára taka allt út úr byggingunni en svo hefur hann samband við eigendur þvottsins sem eyðilagðist. Ekki sami þvottur Í gærkvöldi kviknaði einnig í þvottahúsi Fannar en um mun minni eldsvoða var að ræða. Kristinn segir það hafa verið erfitt að frétta af málinu. „Það var mjög erfitt að lesa fréttirnar í morgun,“ segir hann. Rúv og mbl greina frá að sami þvottur hafi bæði verið í Efnalaug Bjargar er kviknaði í og þvottahúsi Fannar. Kristinn segir það ekki rétt að um sama þvott hafi verið að ræða. Hins vegar hafi verið nýr þvottur á vegum efnalaugarinnar í húsi Fannar sem hafði verið sóttur fyrr um daginn. Að sögn Kristins var þvottur hans einungis í húsnæði Fannar en sé allur hólpinn að hans bestu vitund. Hann sé afar þakklátur eigendum þvottahússins Fannar sem hafi verið fullir vilja til að aðstoða hann eftir eldsvoðann. Brúður í kjólaleit Sigga H. Pálsdóttir, starfsmaður Pink Iceland sem sér um skipulagningu brúðkaupa, leitaði meðal annars að kjól fyrir bandaríska brúður sem hyggst gifta sig hérlendis á fimmtudag. Að sögn Siggu hafi starfsfólk efnalaugarinnar leitað hátt og lágt af kjólnum sem reyndist ekki nothæfur. Hún vildi einnig taka fram að tvenn jakkaföt fyrir brúðkaup sem var um síðustu helgi hafi einnig verið í efnalauginni er kviknaði í. Þau reyndust vera óskemmd og gátu brúðgumarnir notað þau í brúðkaupið.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira