Fréttir af baggavélum og lömbum Heiða Ingimarsdóttir skrifar 25. júní 2025 08:02 Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn og aldrei í sókn. Nú var verið að ræða frumvarp til laga um fjölmiðla. Í haust á reyndar að fara í heildarendurskoðun á lögunum en breytingarnar sem nú voru gerðar snéru fyrst og fremst að því að styðja við fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að ræða frumvarpið en kom um leið upp um þekkingarleysi sitt þegar kemur að fjölmiðlaumhverfi á landsbyggðinni. Í fyrsta lagi talaði hann um héraðsmiðla sem flyttu nærfréttir um nýja baggavél í Tungu eða þrílembda á. Hann dró reyndar fljótt í land og sagði gera sér grein fyrir að þeir flytji einnig alls konar fréttir og að fáir vildu missa þá. Í öðru lagi var hann viss um að þeir gætu haldið sér á floti án ríkisstyrkja, hann gaf til kynna að þeir yrðu þá ef til vill betur reknir. Varðandi fyrsta punktinn þá var hann samhliða þessum lýsingum á héraðsmiðlum að tala um hversu sterka nærveru Árvakur og Sýn hefðu á landsbygðinni. Þar væru fréttaritarar sem flyttu fréttir og svo kæmu fréttamenn á svæðið þegar eitthvað stórt væri í gangi. Nú eru þessi mál mér mjög skyld, enda er ég upplýsingafulltrúi sveitarfélags og hef verið í rúm þrjú ár. Fréttaritarar þessara miðla hafa ekki einu sinni haft samband við mig. Ég reyndar vissi ekki af tilurð þeirra fyrr en snemma á þessu ári þegar mér var bent á þá. Sólgnari virðast þeir ekki í fréttir af svæðinu. Af stóru miðlunum er RÚV duglegast en betur má ef duga skal. Við upplýsingafulltrúarnir fáum gjarnan þau svör að fréttirnar þyki ekki nógu krassandi á skrifstofunni fyrir sunnan, kannski sé þó hægt að koma þeim fyrir í Landanum. Þar virðist nefnilega helst eiga að koma okkur fyrir, brosandi í lopapeysu. Reynsla mín er sú að ef fréttirnar eiga að ná eyrum annarra miðla þá þarf helst að koma þeim fyrst í hérðasmiðlana þar sem Sýn og Árvakur geta svo pikkað þær upp. Miklu frekar en að þær komi beint frá upplýsingafulltrúanum. Þar af leiðandi skil ég vel að núverandi frumvarp eigi að styðja við landsbyggðafjölmiðla umfram aðra enda greinilega mikilvægt að viðhalda þeim svo hægt sé að fá frekari dreifingu á landsbyggðafréttum. Fréttamenn stærri fjölmiðla sjást varla í fjórðungnum nema það séu náttúruhamfarir eða stórslys. Það er þó ýmislegt annað fréttnæmt sem gerist á landsbyggðinni sem skiptir máli og hefur jafnvel ekkert að gera með sveitina, baggavélar eða sauðfé. Maður sér gjarnan fréttir rata í miðlana ef þær gerast á suðvesturhorninu þó þær hafi einnig gerst úti á landi og þá jafnvel fyrr. Tengingarnar eru bara fáar þar og fjarlægðin mikil, að því er virðist. Þar eru því fjölmiðlar á landsbyggðinni gríðarlega mikilvægir. Í öðru lagi segir það sig svo sjálft að á svæði þar sem búa um það bil 10 þúsund manns næst aldrei nógu góð sala á blaðinu eða auglýsingum til að reka fjölmiðil svo vel megi vera. Það er bara, því miður, dæmi sem ekki gengur upp. Miðlarnir hafa stórt hlutverk í að miðla sögum af svæðinu, flytja fréttir þegar vá ber að, veita stjórnvöldum aðhald og ýta undir staðarstolt, svo eitthvað sé nefnt. Ég fagna því þar af leiðandi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að styðja við landsbyggðamiðla og vona að í heildarendurskoðun á lögunum verði mikilvægi þeirra haft í huga. Mögulega ætti stjórnmálafólk landsins að nýta sumarið fram að haustþingi í að skima landsbyggðamiðlana, sem og stærri miðlana, með gagnrýnum huga og setja sig í spor þeirra sem ekki búa á suðvesturhorninu. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Ingimarsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn og aldrei í sókn. Nú var verið að ræða frumvarp til laga um fjölmiðla. Í haust á reyndar að fara í heildarendurskoðun á lögunum en breytingarnar sem nú voru gerðar snéru fyrst og fremst að því að styðja við fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að ræða frumvarpið en kom um leið upp um þekkingarleysi sitt þegar kemur að fjölmiðlaumhverfi á landsbyggðinni. Í fyrsta lagi talaði hann um héraðsmiðla sem flyttu nærfréttir um nýja baggavél í Tungu eða þrílembda á. Hann dró reyndar fljótt í land og sagði gera sér grein fyrir að þeir flytji einnig alls konar fréttir og að fáir vildu missa þá. Í öðru lagi var hann viss um að þeir gætu haldið sér á floti án ríkisstyrkja, hann gaf til kynna að þeir yrðu þá ef til vill betur reknir. Varðandi fyrsta punktinn þá var hann samhliða þessum lýsingum á héraðsmiðlum að tala um hversu sterka nærveru Árvakur og Sýn hefðu á landsbygðinni. Þar væru fréttaritarar sem flyttu fréttir og svo kæmu fréttamenn á svæðið þegar eitthvað stórt væri í gangi. Nú eru þessi mál mér mjög skyld, enda er ég upplýsingafulltrúi sveitarfélags og hef verið í rúm þrjú ár. Fréttaritarar þessara miðla hafa ekki einu sinni haft samband við mig. Ég reyndar vissi ekki af tilurð þeirra fyrr en snemma á þessu ári þegar mér var bent á þá. Sólgnari virðast þeir ekki í fréttir af svæðinu. Af stóru miðlunum er RÚV duglegast en betur má ef duga skal. Við upplýsingafulltrúarnir fáum gjarnan þau svör að fréttirnar þyki ekki nógu krassandi á skrifstofunni fyrir sunnan, kannski sé þó hægt að koma þeim fyrir í Landanum. Þar virðist nefnilega helst eiga að koma okkur fyrir, brosandi í lopapeysu. Reynsla mín er sú að ef fréttirnar eiga að ná eyrum annarra miðla þá þarf helst að koma þeim fyrst í hérðasmiðlana þar sem Sýn og Árvakur geta svo pikkað þær upp. Miklu frekar en að þær komi beint frá upplýsingafulltrúanum. Þar af leiðandi skil ég vel að núverandi frumvarp eigi að styðja við landsbyggðafjölmiðla umfram aðra enda greinilega mikilvægt að viðhalda þeim svo hægt sé að fá frekari dreifingu á landsbyggðafréttum. Fréttamenn stærri fjölmiðla sjást varla í fjórðungnum nema það séu náttúruhamfarir eða stórslys. Það er þó ýmislegt annað fréttnæmt sem gerist á landsbyggðinni sem skiptir máli og hefur jafnvel ekkert að gera með sveitina, baggavélar eða sauðfé. Maður sér gjarnan fréttir rata í miðlana ef þær gerast á suðvesturhorninu þó þær hafi einnig gerst úti á landi og þá jafnvel fyrr. Tengingarnar eru bara fáar þar og fjarlægðin mikil, að því er virðist. Þar eru því fjölmiðlar á landsbyggðinni gríðarlega mikilvægir. Í öðru lagi segir það sig svo sjálft að á svæði þar sem búa um það bil 10 þúsund manns næst aldrei nógu góð sala á blaðinu eða auglýsingum til að reka fjölmiðil svo vel megi vera. Það er bara, því miður, dæmi sem ekki gengur upp. Miðlarnir hafa stórt hlutverk í að miðla sögum af svæðinu, flytja fréttir þegar vá ber að, veita stjórnvöldum aðhald og ýta undir staðarstolt, svo eitthvað sé nefnt. Ég fagna því þar af leiðandi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að styðja við landsbyggðamiðla og vona að í heildarendurskoðun á lögunum verði mikilvægi þeirra haft í huga. Mögulega ætti stjórnmálafólk landsins að nýta sumarið fram að haustþingi í að skima landsbyggðamiðlana, sem og stærri miðlana, með gagnrýnum huga og setja sig í spor þeirra sem ekki búa á suðvesturhorninu. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun