Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 16:28 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Spánverjum með tvöföldum tollum eftir að þeir höfnuðu tillögu NATO-forrystunnar um að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hafnaði tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála yrðu hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu og sagðist vilja sveigjanlegri formúlu. Slík markmið væru ekki aðeins ósanngjörn heldur hefðu einnig þveröfug áhrif. Trump ósáttur Spánverjar voru eina landið sem vildi ekki uppfylla fimm prósenta markmiðið sem Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafði lagt til. Þeir vilja frekar verja 2,1 prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Sanhcéz hafði hrósað sigri eftir að hafa hafnað kröfunni og sagðist hafa sparað þjóð sinni fúlgu fjár. „Ef við hefðum samþykkt fimm prósentin, þá hefðum við þurft að ráðstafa auka 300 milljörðum evra í varnarmál fyrir 2038,“ hefur El País eftir Sánchez, sem bætti við að það fæli í sér niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu. Trump er vægast sagt ósáttur. „Spánn, þetta er hræðilegt það sem þeir hafa gert,“ svaraði Bandaríkjaforseti þegar spænskur blaðamaður spurði hann um viðbrögð við afstöðu Spánverja. Trump benti á að efnahagskerfi Spánar væri gott en að það gæti auðveldlega farið á hliðina ef „eitthvað slæmt gerðist“. Hann hélt áfram: „Veistu hvað við ætlum að gera? Við erum að semja við Spánverja um viðskiptasamning, við ætlum að lát þá borga tvöfalt meira,“ sagði hann þá. „Og mér er í alvörunni alvara um þetta.“ Trump sagðist ætla að semja beint við Spán, ætli jafnvel að gera það sjálfur. „Þeir munu borga meiri pening svona,“ sagði forsetinn og skipaði svo blaðamanninum að segja Spánverjum að leggja eins mikið til og hin NATO-ríkin. Getur hann hækkað tolla? Sem fyrr segir gefur í skyn að Spánn muni borga í formi hærri tolla á spænskar vörur sem spænsk fyrirtæki selja til Bandaríkjanna. En það er hægra sagt en gert fyrir Trump að leggja tolla á Spán einan, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Þegar Bandaríkin hafa lagt tolla á vörur frá Evrópu síðustu mánuði hafa þeir tollar verið lagðir á vörur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Bandaríkin hafa enga sérstaka bandaríska tolla á spænskar vörur eins og er. Bandaríkin gætu þó lagt sérstaka tolla á vörur sem aðeins Spánn selur til Bandaríkjanna, til dæmis sérstaka skinku sem aðeins er framleidd á Spáni. Það verður aftur á móti erfitt að leggja tolla á vörur framleiddar bæði á Spáni og annars staðar, eins og bíla sem framleiddir eru á Spáni, þar sem Bandaríkin myndu þá þurfa að leggja tolla á allt ESB, og þá er hætta á því að ESB svari með tollum á bandarískar vörur eins og við sáum í síðustu viðureign tollastríðsins. Trump hafði þegar frestað tollahækkunum á Evrópusambandið til 9. júlí til þess að rýmka fyrir umræðu um nýjan fríverslunarsamning. Spánn Donald Trump NATO Skattar og tollar Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hafnaði tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála yrðu hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu og sagðist vilja sveigjanlegri formúlu. Slík markmið væru ekki aðeins ósanngjörn heldur hefðu einnig þveröfug áhrif. Trump ósáttur Spánverjar voru eina landið sem vildi ekki uppfylla fimm prósenta markmiðið sem Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafði lagt til. Þeir vilja frekar verja 2,1 prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Sanhcéz hafði hrósað sigri eftir að hafa hafnað kröfunni og sagðist hafa sparað þjóð sinni fúlgu fjár. „Ef við hefðum samþykkt fimm prósentin, þá hefðum við þurft að ráðstafa auka 300 milljörðum evra í varnarmál fyrir 2038,“ hefur El País eftir Sánchez, sem bætti við að það fæli í sér niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu. Trump er vægast sagt ósáttur. „Spánn, þetta er hræðilegt það sem þeir hafa gert,“ svaraði Bandaríkjaforseti þegar spænskur blaðamaður spurði hann um viðbrögð við afstöðu Spánverja. Trump benti á að efnahagskerfi Spánar væri gott en að það gæti auðveldlega farið á hliðina ef „eitthvað slæmt gerðist“. Hann hélt áfram: „Veistu hvað við ætlum að gera? Við erum að semja við Spánverja um viðskiptasamning, við ætlum að lát þá borga tvöfalt meira,“ sagði hann þá. „Og mér er í alvörunni alvara um þetta.“ Trump sagðist ætla að semja beint við Spán, ætli jafnvel að gera það sjálfur. „Þeir munu borga meiri pening svona,“ sagði forsetinn og skipaði svo blaðamanninum að segja Spánverjum að leggja eins mikið til og hin NATO-ríkin. Getur hann hækkað tolla? Sem fyrr segir gefur í skyn að Spánn muni borga í formi hærri tolla á spænskar vörur sem spænsk fyrirtæki selja til Bandaríkjanna. En það er hægra sagt en gert fyrir Trump að leggja tolla á Spán einan, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Þegar Bandaríkin hafa lagt tolla á vörur frá Evrópu síðustu mánuði hafa þeir tollar verið lagðir á vörur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Bandaríkin hafa enga sérstaka bandaríska tolla á spænskar vörur eins og er. Bandaríkin gætu þó lagt sérstaka tolla á vörur sem aðeins Spánn selur til Bandaríkjanna, til dæmis sérstaka skinku sem aðeins er framleidd á Spáni. Það verður aftur á móti erfitt að leggja tolla á vörur framleiddar bæði á Spáni og annars staðar, eins og bíla sem framleiddir eru á Spáni, þar sem Bandaríkin myndu þá þurfa að leggja tolla á allt ESB, og þá er hætta á því að ESB svari með tollum á bandarískar vörur eins og við sáum í síðustu viðureign tollastríðsins. Trump hafði þegar frestað tollahækkunum á Evrópusambandið til 9. júlí til þess að rýmka fyrir umræðu um nýjan fríverslunarsamning.
Spánn Donald Trump NATO Skattar og tollar Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira