Karólína Lea á bólakaf í kalda pottinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2025 21:32 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lét sig bara vaða ofan í kalda pottinn eftir mjög heita æfingu í sólinni í Serbíu. @footballiceland Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú við æfingar í Serbíu en það styttist óðum í Evrópumótið í Sviss sem hefst í næstu viku. Það var mjög heitt á æfingu íslenska liðsins í dag. Knattspyrnusamband Íslands sýndi skemmtileg myndbrot af æfingu íslenska liðsins á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekkert á milli mála að það var mjög heitt í Serbíu á þessum miðvikudegi. „Vá, hvað er heitt,“ sagði reynsluboltinn Dagný Brynjarsdóttir þegar hún kom út í sólina. „Það er helvíti heitt en Alex elskar hita,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og tók utan um Alexöndru Jóhannsdóttur sem var auðvitað ekkert að kvarta. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari ætlaði aftur á móti ekkert að pína þær of lengi út í hitanum. „Aðeins styttri æfing en vanalega og höfum hana svolítið snarpa,“ sagði Þorsteinn. Þegar leið á æfinguna þá var sumum orðið mjög heitt. Ein af þeim sem voru að kafna úr hita var markvörðurinn Telma Ívarsdóttir. Hún var alveg búin á því eftir hörkuskotæfingu. „Kannski á Íslandi en ekki hérna úti í fjörutíu gráðum. Veistu, ég get eiginlega ekki meir,“ sagði Telma. „Þið eruð forréttindahópur að fá að taka þátt í lokakeppni EM og þið eigið að njóta þess alveg í gegn,“ sagði Þorsteinn við lok æfingarinnar. Stelpurnar drifu sig svo inn úr sólinni eftir æfingu og fóru í kaldan pott. Flestar fóru varlega og bara með neðri hluta skrokksins ofan í pottinn en ekki Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Karólína Lea hikaði ekki við að fara á bólakaf ofan í kalda pottinn og virðist líka koma liðsfélaga sínum á óvart með því. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu innsýn í æfingu íslensku stelpnanna í dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands sýndi skemmtileg myndbrot af æfingu íslenska liðsins á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekkert á milli mála að það var mjög heitt í Serbíu á þessum miðvikudegi. „Vá, hvað er heitt,“ sagði reynsluboltinn Dagný Brynjarsdóttir þegar hún kom út í sólina. „Það er helvíti heitt en Alex elskar hita,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og tók utan um Alexöndru Jóhannsdóttur sem var auðvitað ekkert að kvarta. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari ætlaði aftur á móti ekkert að pína þær of lengi út í hitanum. „Aðeins styttri æfing en vanalega og höfum hana svolítið snarpa,“ sagði Þorsteinn. Þegar leið á æfinguna þá var sumum orðið mjög heitt. Ein af þeim sem voru að kafna úr hita var markvörðurinn Telma Ívarsdóttir. Hún var alveg búin á því eftir hörkuskotæfingu. „Kannski á Íslandi en ekki hérna úti í fjörutíu gráðum. Veistu, ég get eiginlega ekki meir,“ sagði Telma. „Þið eruð forréttindahópur að fá að taka þátt í lokakeppni EM og þið eigið að njóta þess alveg í gegn,“ sagði Þorsteinn við lok æfingarinnar. Stelpurnar drifu sig svo inn úr sólinni eftir æfingu og fóru í kaldan pott. Flestar fóru varlega og bara með neðri hluta skrokksins ofan í pottinn en ekki Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Karólína Lea hikaði ekki við að fara á bólakaf ofan í kalda pottinn og virðist líka koma liðsfélaga sínum á óvart með því. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu innsýn í æfingu íslensku stelpnanna í dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira