„Ég mun standa með mínum ráðherra“ Árni Sæberg skrifar 26. júní 2025 12:14 Kristrún viðurkenndi ekki að hafa farið yfir línuna, þegar hún var innt eftir því. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók ekki undir með Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Sjálfstæðisflokksins þegar hún sagðist treysta því að Kristrún viðurkenndi að hafa farið yfir línuna, með því að segja málflutning stjórnarandstöðunnar um veiðigjöld í „falsfréttastíl“. Allt ætlaði um koll að keyra í þinginu á dögunum eftir að Kristrún sagði, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið. Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í pontu Alþingis í stríðum straumum á þingfundi sama kvöld og hneyksluðust á orðum Kristrúnar. Sumir kröfuðust þess að hún biði þingið afsökunar á ummælunum. Flaug beint á fund Kristrún hafði þó lítinn tíma til þess að koma í þingið og svara fyrir ummælin þar sem hún flaug af landi brott eldsnemma daginn eftir Kastljóssþáttinn á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Haag í Hollandi í gær. Kristrún mætti á þingfund í dag þar sem óundirbúinn fyrirspurnatími tók við henni. Guðrún Hafsteinsdóttir var fyrst í pontu og beindi fyrirspurn að Kristrúnu. Hún sagði stjórnarandstöðuna hafa talað af yfirvegun og ábyrgð um veiðigjöldin undanfarna daga. Tónninn hafi farið yfir mörk „Við höfum vandað okkur, vísað í gögn, umsagnir og staðreyndir. Við höfum sýnt vilja til samtals um breytingar en gert þá kröfu að þær byggist á traustum grunni. Ný gögn sem komið hafa fram staðfesta að sú nálgun var réttmæt.“ Forsendur frumvarpsins hefðu verið rangar, tölur komið seint fram og bæði ríkisstjórn, þingflokkar og umsagnaraðilar hefðu byggt málflutning sinn á röngum forsendum. „Ég minni á að þessi gagnrýni hefur ekki einungis komið frá stjórnarandstöðunni heldur einnig frá sveitarfélögum, ríkisstofnunum og samtökum launafólks og atvinnulífs um land allt. Þrátt fyrir þetta höfum við mátt sitja undir orðræðu sem gerir okkur tortryggileg. Tónninn hefur farið yfir mörk. Ásakanir um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og skipulegan blekkingarleik eru ósanngjarnar, ómaklegar og ekki til þess fallnar að skapa traust milli þingsins og þjóðarinnar. Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra skilur vægi orða. Ég treysti því að hún viðurkenni að þarna hafi verið farið yfir línuna og taki frumkvæði að því að endurheimta virðinguna, sem störf þingsins eiga skilið.“ Uppnám í þinginu ekki af því góða Kristrún hóf svar sitt á því að minna á að hún væri nýkomin heim af leiðtogafundinum. Hún gerði sér grein fyrir því að í fjarveru hennar hefði verið uppnám í þinginu, sem væri auðvitað ekki gott. „Ég ætla ekki í hártoganir um gögn, ég held að það hafi verið rætt nógu mikið um gögn hér inni. Það liggur hins vegar alveg fyrir að ég mun standa með mínum ráðherra, ég mun standa með hæstvirtum ráðherrum og atvinnuvegaráðuneytinu og þeim upplýsingum sem þaðan koma. Það er ofboðslega mikilvægt að forsætisráðherra standi með þeim stofnunum sem eru að baki vinnu sem kemur hérna í gegnum ráðuneytin og inn í þingið.“ Þegar hún talaði um að henni þættu upplýsingar vera fram og til baka, þá vitni hún til þess að fyrir tíu dögum hefði komið sameiginleg yfirlýsing frá Skattinum, Fiskistofu og ráðuneytinu, þar sem komið hefði fram að þeim bæri saman um gögn málsins. Í kjölfarið hefði umræðan haldið áfram á þann veg að óvissa væri uppi um gögnin. „Ég veit hins vegar, sem mér finnst mjög jákvætt, að það var góður fundur hérna í gær í háttvirtri atvinnuveganefnd þar sem mér heyrist að fólk sé komið á sömu blaðsíðu, sem ég held að skipti rosalega miklu máli. Vegna þess að við eigum að leyfa okkur að tala um pólitík en það er auðvitað ekki gott ef fólk getur ekki verið sammála um undirliggjandi þætti. Það var ekki mín ætlun að setja þingstörf hér í uppnám með mínum ummælum. Ég var hins vegar að lýsa minni upplifun af þeim samskiptum sem hér hafa farið á milli og það er mín skylda og ég mun alltaf standa með ráðherrum í minni ríkisstjórn, hæstvirtum ráðherrum, þeim opinberu stofnunum, sem eru að vinna hér grunnvinnu. Það skiptir máli að þau skilaboð heyrist frá forsætisráðherra og þeirri ríkisstjórn sem hér situr. Endilega klárum þingveturinn, náum samningum, sköpum vinnufrið í þessum sal.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Allt ætlaði um koll að keyra í þinginu á dögunum eftir að Kristrún sagði, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið. Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í pontu Alþingis í stríðum straumum á þingfundi sama kvöld og hneyksluðust á orðum Kristrúnar. Sumir kröfuðust þess að hún biði þingið afsökunar á ummælunum. Flaug beint á fund Kristrún hafði þó lítinn tíma til þess að koma í þingið og svara fyrir ummælin þar sem hún flaug af landi brott eldsnemma daginn eftir Kastljóssþáttinn á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Haag í Hollandi í gær. Kristrún mætti á þingfund í dag þar sem óundirbúinn fyrirspurnatími tók við henni. Guðrún Hafsteinsdóttir var fyrst í pontu og beindi fyrirspurn að Kristrúnu. Hún sagði stjórnarandstöðuna hafa talað af yfirvegun og ábyrgð um veiðigjöldin undanfarna daga. Tónninn hafi farið yfir mörk „Við höfum vandað okkur, vísað í gögn, umsagnir og staðreyndir. Við höfum sýnt vilja til samtals um breytingar en gert þá kröfu að þær byggist á traustum grunni. Ný gögn sem komið hafa fram staðfesta að sú nálgun var réttmæt.“ Forsendur frumvarpsins hefðu verið rangar, tölur komið seint fram og bæði ríkisstjórn, þingflokkar og umsagnaraðilar hefðu byggt málflutning sinn á röngum forsendum. „Ég minni á að þessi gagnrýni hefur ekki einungis komið frá stjórnarandstöðunni heldur einnig frá sveitarfélögum, ríkisstofnunum og samtökum launafólks og atvinnulífs um land allt. Þrátt fyrir þetta höfum við mátt sitja undir orðræðu sem gerir okkur tortryggileg. Tónninn hefur farið yfir mörk. Ásakanir um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og skipulegan blekkingarleik eru ósanngjarnar, ómaklegar og ekki til þess fallnar að skapa traust milli þingsins og þjóðarinnar. Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra skilur vægi orða. Ég treysti því að hún viðurkenni að þarna hafi verið farið yfir línuna og taki frumkvæði að því að endurheimta virðinguna, sem störf þingsins eiga skilið.“ Uppnám í þinginu ekki af því góða Kristrún hóf svar sitt á því að minna á að hún væri nýkomin heim af leiðtogafundinum. Hún gerði sér grein fyrir því að í fjarveru hennar hefði verið uppnám í þinginu, sem væri auðvitað ekki gott. „Ég ætla ekki í hártoganir um gögn, ég held að það hafi verið rætt nógu mikið um gögn hér inni. Það liggur hins vegar alveg fyrir að ég mun standa með mínum ráðherra, ég mun standa með hæstvirtum ráðherrum og atvinnuvegaráðuneytinu og þeim upplýsingum sem þaðan koma. Það er ofboðslega mikilvægt að forsætisráðherra standi með þeim stofnunum sem eru að baki vinnu sem kemur hérna í gegnum ráðuneytin og inn í þingið.“ Þegar hún talaði um að henni þættu upplýsingar vera fram og til baka, þá vitni hún til þess að fyrir tíu dögum hefði komið sameiginleg yfirlýsing frá Skattinum, Fiskistofu og ráðuneytinu, þar sem komið hefði fram að þeim bæri saman um gögn málsins. Í kjölfarið hefði umræðan haldið áfram á þann veg að óvissa væri uppi um gögnin. „Ég veit hins vegar, sem mér finnst mjög jákvætt, að það var góður fundur hérna í gær í háttvirtri atvinnuveganefnd þar sem mér heyrist að fólk sé komið á sömu blaðsíðu, sem ég held að skipti rosalega miklu máli. Vegna þess að við eigum að leyfa okkur að tala um pólitík en það er auðvitað ekki gott ef fólk getur ekki verið sammála um undirliggjandi þætti. Það var ekki mín ætlun að setja þingstörf hér í uppnám með mínum ummælum. Ég var hins vegar að lýsa minni upplifun af þeim samskiptum sem hér hafa farið á milli og það er mín skylda og ég mun alltaf standa með ráðherrum í minni ríkisstjórn, hæstvirtum ráðherrum, þeim opinberu stofnunum, sem eru að vinna hér grunnvinnu. Það skiptir máli að þau skilaboð heyrist frá forsætisráðherra og þeirri ríkisstjórn sem hér situr. Endilega klárum þingveturinn, náum samningum, sköpum vinnufrið í þessum sal.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira