Fínasta grillveður í kortunum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júní 2025 20:00 Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur. Vísir/Vilhelm Siggi stormur segir að strax í næstu viku sé útlit fyrir þolanlegt veður um sunnan- og vestanvert landið með tilliti til sólar. Vikuna eftir það sé útlit fyrir að hæðarsvæði verði yfir landinu með björtu veðri víða um land. Í veðuráhugamannahópnum Fimbulvetur á Facebook voru menn að velta vöngum yfir nýrri spá frá danskri veðurstofu, sem spáði því að lægð yrði yfir Íslandi með tilheyrandi úrkomu og leiðindum í næstu viku, alveg fram að 14. júlí. Þá ætti lægðarsvæðið að vera komið norður fyrir land og loksins gæti farið að stytta upp og hlýna. „Alls ekki sammála“ Siggi stormur, sem spáði í spilin í Reykjavík síðdegis eins og gjarnan, segir að danska spáin sé alls ekki sammála öðrum kortum sem hann hefur verið að grúska í, frá Evrópumiðstöðinni og kortum vestanhafs. Hann segir ekki hægt að segja annað en að prýðilegt veður hafi verið á Íslandi um landið vítt og endilangt síðustu vikur, þó það hafi verið rigning á köflum. „En við getum sagt að verðurlagið, það er ekkert eðlilegt að menn fái sólskin dag eftir dag, og það er heldur ekki eðlilegt að menn séu í rigningu dag eftir dag.“ Það hefur verið og verður svolítill lægðargangur, við og í kringum landið. Í næstu viku, þá er að sjá að strax á þriðjudag verður nú komið þolanlegt veður um sunnan og vestanvert landið, með tilliti til sólar.“ Þá segir hann um viku 28, 7. til 13. júlí, þar sem Danir spáðu lægð og leiðindum, að aðrar spár geri ráð fyrir hæðarsvæði með björtu veðri víða um land. „Já svona frá þriðjudeginum 8. júlí og áfram eftir það. Svona auðvitað með einhverjum úrkomuflekkjum hér og þar eins og gjarnan er.“ „Þessi danska spá er alveg á skjön það sem að ég er að sjá í þeim spám sem hafa verið að berast í dag.“ Í kortunum er þá fínasta grill- og stuttbuxnaveður? „Jú það er fínasta grillveður, þó það dropi með síðdegisskúrum, á eiga menn bara að fagna því. En fínasta grillveður og það er hægt að setja á sig derhúfu og horfa upp í himin þess vegna og svo á steikina þess á milli, bara til að sjá hversu mikil rigningin kann að verða,“ segir Siggi stormur. Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Tengdar fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29 Lofar betra sumri en í fyrra Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt. 22. apríl 2025 19:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Í veðuráhugamannahópnum Fimbulvetur á Facebook voru menn að velta vöngum yfir nýrri spá frá danskri veðurstofu, sem spáði því að lægð yrði yfir Íslandi með tilheyrandi úrkomu og leiðindum í næstu viku, alveg fram að 14. júlí. Þá ætti lægðarsvæðið að vera komið norður fyrir land og loksins gæti farið að stytta upp og hlýna. „Alls ekki sammála“ Siggi stormur, sem spáði í spilin í Reykjavík síðdegis eins og gjarnan, segir að danska spáin sé alls ekki sammála öðrum kortum sem hann hefur verið að grúska í, frá Evrópumiðstöðinni og kortum vestanhafs. Hann segir ekki hægt að segja annað en að prýðilegt veður hafi verið á Íslandi um landið vítt og endilangt síðustu vikur, þó það hafi verið rigning á köflum. „En við getum sagt að verðurlagið, það er ekkert eðlilegt að menn fái sólskin dag eftir dag, og það er heldur ekki eðlilegt að menn séu í rigningu dag eftir dag.“ Það hefur verið og verður svolítill lægðargangur, við og í kringum landið. Í næstu viku, þá er að sjá að strax á þriðjudag verður nú komið þolanlegt veður um sunnan og vestanvert landið, með tilliti til sólar.“ Þá segir hann um viku 28, 7. til 13. júlí, þar sem Danir spáðu lægð og leiðindum, að aðrar spár geri ráð fyrir hæðarsvæði með björtu veðri víða um land. „Já svona frá þriðjudeginum 8. júlí og áfram eftir það. Svona auðvitað með einhverjum úrkomuflekkjum hér og þar eins og gjarnan er.“ „Þessi danska spá er alveg á skjön það sem að ég er að sjá í þeim spám sem hafa verið að berast í dag.“ Í kortunum er þá fínasta grill- og stuttbuxnaveður? „Jú það er fínasta grillveður, þó það dropi með síðdegisskúrum, á eiga menn bara að fagna því. En fínasta grillveður og það er hægt að setja á sig derhúfu og horfa upp í himin þess vegna og svo á steikina þess á milli, bara til að sjá hversu mikil rigningin kann að verða,“ segir Siggi stormur.
Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Tengdar fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29 Lofar betra sumri en í fyrra Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt. 22. apríl 2025 19:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
„Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29
Lofar betra sumri en í fyrra Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt. 22. apríl 2025 19:30