Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar 27. júní 2025 06:01 Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. Ég fékk að vera ég sjálf og stunda mitt nám án þess að slegið væri af kröfum. Vegna minna áskorana er nánast hægt að fullyrða að ég hefði ekki komist þetta langt í öðrum skóla, sérstaklega á efri stigum námsins. Sú sorglega staðreynd að ríkið komi ekki til móts við skólann, svo hægt sé að standa undir umsömdum launahækkunum kennara við síðustu kjarasamninga er vægast sagt hræðileg. Nýjustu fréttir um að skólinn þurfi að selja ómetanlegan flygil, sem áður var í eigu tónskáldsins Jórunnar Viðar, til að lifa sumarið af, eru svo fáránlegar að mig skortir orð. Nú finnst eflaust einhverjum fullsterkt til orða tekið að segja að listnám sé lífsbjörg, en í mínu tilfelli er það hrein staðreynd. Ég hefði aldrei komist á eins góðan stað og í dag í lífinu ef ekki væri fyrir skólann, námið og dýrmæta vini. Það er einfaldlega ómögulegt til þess að hugsa að það sé raunverulega möguleiki á að skólinn þurfi að hætta starfsemi sinni. Staða skólans ( og ef út í það er farið, staða listnáms á Íslandi yfir höfuð), er orðin ískyggilega slæm. Samt sjáum við fréttir af væntanlegri stofnun þjóðaróperu og umræðu um eflingu menningarlífs í landinu. Hvaðan komum við söngvararnir? Ekki af trjánum, það eitt er víst. Einhverstaðar þarf jú að vera hægt að læra. Og hvort sem við glímum við hverskonar áskoranir eður ei, hvort sem við stefnum á feril í listgrein okkar eða ekki, þá eigum við öll rétt á listnámi. Á okkar eigin forsendum. Að ekki sé talað um hve mikið við þurfum á listinni að halda í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. Ég fékk að vera ég sjálf og stunda mitt nám án þess að slegið væri af kröfum. Vegna minna áskorana er nánast hægt að fullyrða að ég hefði ekki komist þetta langt í öðrum skóla, sérstaklega á efri stigum námsins. Sú sorglega staðreynd að ríkið komi ekki til móts við skólann, svo hægt sé að standa undir umsömdum launahækkunum kennara við síðustu kjarasamninga er vægast sagt hræðileg. Nýjustu fréttir um að skólinn þurfi að selja ómetanlegan flygil, sem áður var í eigu tónskáldsins Jórunnar Viðar, til að lifa sumarið af, eru svo fáránlegar að mig skortir orð. Nú finnst eflaust einhverjum fullsterkt til orða tekið að segja að listnám sé lífsbjörg, en í mínu tilfelli er það hrein staðreynd. Ég hefði aldrei komist á eins góðan stað og í dag í lífinu ef ekki væri fyrir skólann, námið og dýrmæta vini. Það er einfaldlega ómögulegt til þess að hugsa að það sé raunverulega möguleiki á að skólinn þurfi að hætta starfsemi sinni. Staða skólans ( og ef út í það er farið, staða listnáms á Íslandi yfir höfuð), er orðin ískyggilega slæm. Samt sjáum við fréttir af væntanlegri stofnun þjóðaróperu og umræðu um eflingu menningarlífs í landinu. Hvaðan komum við söngvararnir? Ekki af trjánum, það eitt er víst. Einhverstaðar þarf jú að vera hægt að læra. Og hvort sem við glímum við hverskonar áskoranir eður ei, hvort sem við stefnum á feril í listgrein okkar eða ekki, þá eigum við öll rétt á listnámi. Á okkar eigin forsendum. Að ekki sé talað um hve mikið við þurfum á listinni að halda í lífinu.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun