Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tilkynntu fréttirnar nú fyrir skömmu.
Österdahl var skipaður framkvæmdastjóri Eurovision árið 2020 og tók þar við af Jon Ola Sand, sem hafði gegnt stöðunni í tíu ár.
Á þessu tímabili hefur Österdahl stýrt keppninni gegnum eina mestu umbrotatíma í sögu keppninnar. Hann hefur séð um skipulagningu keppninnar í Rotterdam í miðju Covid-fári árið 2021, keppninnar í Liverpool árið 2023 sem Bretar héldu fyrir hönd Úkraínumanna og svo keppninnar í Basel í ár sem sló áhorfsmet.
Áður en Österdahl var ráðinn í stöðuna hafði hann verið yfirframleiðandi (e. executive producer) keppninnar tvívegis, árin 2013 og 2016, og setið í stjórn framkvæmdastjórnar Eurovision í sjö ár.