Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar 27. júní 2025 22:30 „Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu. Kröfur þeirra sem hafa valið Reykjavík sem sitt heimili eru hvorki miklar né ósanngjarnar. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgarinnar. Væntingar sem stjórnkerfið á að mæta. Við erum að tala um grunnþættina. ·Þjónustu sem á að vera sjálfsögð. ·Um litlu málin sem skipta samt sköpum. Það þarf einfaldlega að svara í símann þegar fólk hringir. Þetta er ekki flókið. Við viljum faglega unnin skipulagsmál og ábyrga meðferð skattfjár. Það á ekki að sóa peningum í gæluverkefni eða vitleysu sem endar á auknum álögum á borgarbúa. En það er einmitt það sem við sjáum í dag: hærri bílastæðagjöld, sorpgjöld, fasteignaskattar og stöðugt fleiri nýjar álögur sem borgin finnur upp. Nú er nóg komið Það þarf skynsemi í rekstur borgarinnar og það strax í næstu kosningum. Borgin verður að vera rekin af ábyrgð, þar sem fjármunum borgarbúa er varið skynsamlega og ráðstöfun þeirra er gagnsæ og traust. Að reka borg á faglegan og ábyrgan hátt er ekki flókið. Reykjavík er ein af smærri höfuðborgum álfunnar. Það sem skiptir mestu máli er að setja íbúana í forgrunn, fara vel með fjármuni þeirra, vinna fyrir þá og standa við gefin loforð. Kosningarnar fara fram 16. maí næstkomandi Miðflokkurinn náði ekki kjöri í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá fór Framsókn með stórsigur og fékk sitt tækifæri. Það tækifæri var ekki nýtt eins og íbúar borgarinnar áttu rétt á. Nú er tími til kominn að breyta um stefnu og breyta um fólk. Tími á raunverulegar breytingar, með íbúana í forgrunni! Við viljum sjá: ·Að grunnþjónusta verði sett í forgang, þjónusta sem virkar. ·Að skattpeningar verði nýttir með ábyrgð, ekki í óskiljanlegar framkvæmdir og gæluverkefni. ·Að borgarbúar geti treyst því að rödd þeirra skipti máli, og að þeir fái svör. Ef ekkert breytist, heldur borgin áfram að sökkva enn dýpra í skuldafenið og íbúarnir borga brúsann með síhækkandi álögum. Og af því er einfaldlega nóg komið. Margir hafa spurt á síðustu vikum hvort Miðflokkurinn ætli að bjóða fram til borgarstjórnarkosninga. Svarið er einfalt: Já – við ætlum okkur það Miðflokkurinn hefur sýnt að hann skiptir máli, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Við byggjum á einföldum, raunhæfum og skýrum gildum. Innan Miðflokksins starfar reynslumikið og öflugt fólk sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu flokksins og Miðflokkurinn hefur vaxið hratt á undanförnum misserum. Við erum tilbúin að stíga inn í borgarmálin og inn í sveitarstjórnir um land allt. Við hlökkum til að hefja kosningabaráttuna, hitta íbúana, eiga raunveruleg samtöl, vinna af heilindum, og fyrst og fremst, hlusta. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
„Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu. Kröfur þeirra sem hafa valið Reykjavík sem sitt heimili eru hvorki miklar né ósanngjarnar. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgarinnar. Væntingar sem stjórnkerfið á að mæta. Við erum að tala um grunnþættina. ·Þjónustu sem á að vera sjálfsögð. ·Um litlu málin sem skipta samt sköpum. Það þarf einfaldlega að svara í símann þegar fólk hringir. Þetta er ekki flókið. Við viljum faglega unnin skipulagsmál og ábyrga meðferð skattfjár. Það á ekki að sóa peningum í gæluverkefni eða vitleysu sem endar á auknum álögum á borgarbúa. En það er einmitt það sem við sjáum í dag: hærri bílastæðagjöld, sorpgjöld, fasteignaskattar og stöðugt fleiri nýjar álögur sem borgin finnur upp. Nú er nóg komið Það þarf skynsemi í rekstur borgarinnar og það strax í næstu kosningum. Borgin verður að vera rekin af ábyrgð, þar sem fjármunum borgarbúa er varið skynsamlega og ráðstöfun þeirra er gagnsæ og traust. Að reka borg á faglegan og ábyrgan hátt er ekki flókið. Reykjavík er ein af smærri höfuðborgum álfunnar. Það sem skiptir mestu máli er að setja íbúana í forgrunn, fara vel með fjármuni þeirra, vinna fyrir þá og standa við gefin loforð. Kosningarnar fara fram 16. maí næstkomandi Miðflokkurinn náði ekki kjöri í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá fór Framsókn með stórsigur og fékk sitt tækifæri. Það tækifæri var ekki nýtt eins og íbúar borgarinnar áttu rétt á. Nú er tími til kominn að breyta um stefnu og breyta um fólk. Tími á raunverulegar breytingar, með íbúana í forgrunni! Við viljum sjá: ·Að grunnþjónusta verði sett í forgang, þjónusta sem virkar. ·Að skattpeningar verði nýttir með ábyrgð, ekki í óskiljanlegar framkvæmdir og gæluverkefni. ·Að borgarbúar geti treyst því að rödd þeirra skipti máli, og að þeir fái svör. Ef ekkert breytist, heldur borgin áfram að sökkva enn dýpra í skuldafenið og íbúarnir borga brúsann með síhækkandi álögum. Og af því er einfaldlega nóg komið. Margir hafa spurt á síðustu vikum hvort Miðflokkurinn ætli að bjóða fram til borgarstjórnarkosninga. Svarið er einfalt: Já – við ætlum okkur það Miðflokkurinn hefur sýnt að hann skiptir máli, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Við byggjum á einföldum, raunhæfum og skýrum gildum. Innan Miðflokksins starfar reynslumikið og öflugt fólk sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu flokksins og Miðflokkurinn hefur vaxið hratt á undanförnum misserum. Við erum tilbúin að stíga inn í borgarmálin og inn í sveitarstjórnir um land allt. Við hlökkum til að hefja kosningabaráttuna, hitta íbúana, eiga raunveruleg samtöl, vinna af heilindum, og fyrst og fremst, hlusta. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun