Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. júní 2025 11:33 Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst. Eftir eitt gott ár í sjávarútvegi og vinstri stjórnin rýkur til og vill tvöfalda veiðigjöld með þeim rökum að um „leiðréttingu“ sé að ræða. Réttlæti, sanngirni og sameiginlegar auðlindir eru frasar sem hljóma vel í ræðum, en þegar betur er að gáð virðist þetta vera nákvæmlega sama viðbragð og árið 2012: skyndileg skattahækkun í kjölfar góðrar afkomu, án tillits til þess hve sveiflukennd atvinnugreinin er. Sjávarútvegur er ekki ótakmörkuð eða stöðug tekjulind. Tekjur hans og afkoma sveiflast með heimsmarkaðsverði, ástandi fiskistofna, gengi krónunnar, olíuverði og verði á öðrum aðföngum, svo eitthvað sé nefnt. Að hækka álögur stórkostlega eftir eitt ár af góðum hagnaði er ekki skynsamleg efnahagsstefna – það er pólitísk skemmdarverkastarfsemi, knúin áfram af hugmyndafræðilegri tortryggni og öfund gagnvart þeim sem ná árangri í atvinnulífinu. Vinstri menn virðast aldrei geta fagnað velgengni annarra án þess að vilja skattleggja hana í drep. Þeir tala um „vannýtta skattstofna“, eins og það sé sjálfstætt markmið að kreista sem mest út úr hverri krónu sem atvinnulífið skapar. En það sem þeir kalla „vannýtta skattstofna“ er í raun ekkert annað en skattafíkn – þörf fyrir að auka ríkisútgjöld án þess að huga að afleiðingunum fyrir verðmætasköpun og framtíðargreiðslugetu. Hófsöm skattlagning sem tryggir vöxt og stöðugleika í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum er það sem kalla má rétt nýting skattstofna. Hún byggir á jafnvægi – á því að ríkið taki sinn hlut en skilji eftir svigrúm til fjárfestinga, nýsköpunar og atvinnusköpunar. Þegar stjórnvöld fara fram með offorsi, í nafni réttlætis, hætta þau að vera ráðandi afl í efnahagsstjórn og verða í staðinn gerendur í popúlískum skammtímahagsmuna pólitískum leik þar sem árangri er refsað og stöðugleiki settur í uppnám. Það sem verra er: þegar afkoman í greininni versnar – eins og hún alltaf gerir á einhverjum tímapunkti og nær undantekningalaust þegar skattaálögur á hana draga úr möguleika til vaxtar – þá eru viðbrögðin til þess að tóna niður skattaálögurnar og veita henni súrefni til vaxtar, auðvitað ekki jafn skjót. Þá heyrist lítið um „leiðréttingu“ og “sanngirni”. Þá er það atvinnulífið sem á að bera byrðarnar, en ríkisvaldið heldur áfram að þenja útgjöldin áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við höfum séð þetta allt áður – og við sjáum það aftur núna. Þetta er ekki stefna byggð á ábyrgri efnahags eða skattastefnu, sem styður við aukna verðmætasköpun og velsæld í landinu. Þetta er hvorki skynsemi né réttlæti. Þetta er gömul saga endurunnin: tortryggni, öfund, skattafíkn og pólitísk vantrú á verðmætasköpun. Það er kominn tími til að við hættum að láta þær systur tortryggni og öfund stjórna efnahagsstefnu þjóðarinnar. Rétt skattlagning er sú sem tryggir vöxt, stöðugleika og sjálfbærni sem leiðir til efnahagslegs vaxtar, stöðugleika almennrar velsældar í landinu. En ekki sú margreynda og misheppnaða skattastefna vinstri manna sem eltir skuggann af einu góðu ári með refsivöndinn í hendi. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst. Eftir eitt gott ár í sjávarútvegi og vinstri stjórnin rýkur til og vill tvöfalda veiðigjöld með þeim rökum að um „leiðréttingu“ sé að ræða. Réttlæti, sanngirni og sameiginlegar auðlindir eru frasar sem hljóma vel í ræðum, en þegar betur er að gáð virðist þetta vera nákvæmlega sama viðbragð og árið 2012: skyndileg skattahækkun í kjölfar góðrar afkomu, án tillits til þess hve sveiflukennd atvinnugreinin er. Sjávarútvegur er ekki ótakmörkuð eða stöðug tekjulind. Tekjur hans og afkoma sveiflast með heimsmarkaðsverði, ástandi fiskistofna, gengi krónunnar, olíuverði og verði á öðrum aðföngum, svo eitthvað sé nefnt. Að hækka álögur stórkostlega eftir eitt ár af góðum hagnaði er ekki skynsamleg efnahagsstefna – það er pólitísk skemmdarverkastarfsemi, knúin áfram af hugmyndafræðilegri tortryggni og öfund gagnvart þeim sem ná árangri í atvinnulífinu. Vinstri menn virðast aldrei geta fagnað velgengni annarra án þess að vilja skattleggja hana í drep. Þeir tala um „vannýtta skattstofna“, eins og það sé sjálfstætt markmið að kreista sem mest út úr hverri krónu sem atvinnulífið skapar. En það sem þeir kalla „vannýtta skattstofna“ er í raun ekkert annað en skattafíkn – þörf fyrir að auka ríkisútgjöld án þess að huga að afleiðingunum fyrir verðmætasköpun og framtíðargreiðslugetu. Hófsöm skattlagning sem tryggir vöxt og stöðugleika í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum er það sem kalla má rétt nýting skattstofna. Hún byggir á jafnvægi – á því að ríkið taki sinn hlut en skilji eftir svigrúm til fjárfestinga, nýsköpunar og atvinnusköpunar. Þegar stjórnvöld fara fram með offorsi, í nafni réttlætis, hætta þau að vera ráðandi afl í efnahagsstjórn og verða í staðinn gerendur í popúlískum skammtímahagsmuna pólitískum leik þar sem árangri er refsað og stöðugleiki settur í uppnám. Það sem verra er: þegar afkoman í greininni versnar – eins og hún alltaf gerir á einhverjum tímapunkti og nær undantekningalaust þegar skattaálögur á hana draga úr möguleika til vaxtar – þá eru viðbrögðin til þess að tóna niður skattaálögurnar og veita henni súrefni til vaxtar, auðvitað ekki jafn skjót. Þá heyrist lítið um „leiðréttingu“ og “sanngirni”. Þá er það atvinnulífið sem á að bera byrðarnar, en ríkisvaldið heldur áfram að þenja útgjöldin áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við höfum séð þetta allt áður – og við sjáum það aftur núna. Þetta er ekki stefna byggð á ábyrgri efnahags eða skattastefnu, sem styður við aukna verðmætasköpun og velsæld í landinu. Þetta er hvorki skynsemi né réttlæti. Þetta er gömul saga endurunnin: tortryggni, öfund, skattafíkn og pólitísk vantrú á verðmætasköpun. Það er kominn tími til að við hættum að láta þær systur tortryggni og öfund stjórna efnahagsstefnu þjóðarinnar. Rétt skattlagning er sú sem tryggir vöxt, stöðugleika og sjálfbærni sem leiðir til efnahagslegs vaxtar, stöðugleika almennrar velsældar í landinu. En ekki sú margreynda og misheppnaða skattastefna vinstri manna sem eltir skuggann af einu góðu ári með refsivöndinn í hendi. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun