Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 28. júní 2025 18:02 Á Visir.is í gær tekur gamall vinnufélagi Gunnars Smára Egilssonar við hann viðtal. Er þetta nokk langt viðtal og prýða viðtalið hvorki fleiri né færri en 16 portrait myndir af viðfangsefninu. Þar mærir gamli vinnufélaginn Gunnar í hástert sem fer yfir feril sinn í fjölmiðlum. Ber þar á góma Samstöðina, upphaf hennar og framtíð. Þar vil ég aðeins staldra við. Samstöðin var stofnuð í þeim tilgangi að vera mótvægi við meginstraum fjölmiðlana sem stjórnað er af valdaelítu landsins. Auðvaldinu, ríkasta eina prósentinu, kvótaaðlinum eða hvað við köllum það. Það var alltaf hugmynd þeirra sem að komu að stofnun Samstöðvarinnar að hún yrði verkalýðssinnaður fjölmiðill þar sem Sósíalistaflokkurinn gæti komið fram áherslum sínum og sjónarhorni á málefni líðandi stundar. Til að það yrði að veruleika lagði fjöldi fólks á sig mikla sjálfboðvinnu. Fólkið sem lagði þetta á sig var og er flest enn félagar í Sósíalistaflokki Íslands.Þetta fólk byggði upp hljóðver Samstöðvarinnar samhliða uppbyggingu félagsaðstöðu Sósíalistaflokksins, hvoru tveggja í Bolholti 6. Þetta var sama fólkið, sama batterýið.Enda segir Gunnar sjálfur í viðtalinu ”Upphaflega hugmyndin með stuðningi flokksins var að breið alþýðuhreyfing, eins og Sósíalistaflokkurinn vildi verða þá þyrfti hann á eigin fjölmiðli og umræðuvettvangi að halda.” Ég les ekki annað út úr þessu en Gunnar hafi sjálfur í upphafi ætlað Samstöðinni að vera fjölmiðil Sósíalistaflokksins. Þetta segir hann nú og þannig talaði hann til sinna félaga í Sósíalistaflokknum við uppbyggingu stöðvarinnar.Ef ekki væri fyrir bein fjárútlát Sósíalistaflokksins til Samstöðvarinnar væri engin Samstöð og Gunnar Smári gæti hvorki greitt sér né kærustu sinni laun hjá Samstöðinni. Flokkurinn hefur lagt yfir 30 milljónir til Samstöðvarinnar. Er þetta víkjandi lán sem Gunnar Smári hefur talað um að hægt sé að breyta í hlutafé. Hreinlegast væri þó ef stöðin á að vera alls ótengd flokknum að Samstöðin endurgreiði bara lánið.Samstöðin er rekin af Alþýðufélaginu ehf og hefur álíka fúsk einkennt rekstur þess eins og aðra starfsemi sem tengst hefur Sósíalistaflokknum í stjórnartíð Gunnars Smára Egilssonar. Haldinn var ársfundur Alþýðufélagsins nú á dögunum sem var einstaklega illa skipulagður. Fundarstjóri með öllu óreyndur og var það niðurlægjandi fyrir vesalings manninn hvað Gunnar óð yfir hann á fundinum. Gunnar Smári bar upp tillögu að nýrri stjórn og neitaði að taka við mótframboðum úr sal. Ársreikningar síðasta árs fengust ekki samþykktir en ársreikningar þar síðasta árs voru samþyktir nú þar sem enginn aðalfundur var haldinn árið 2024. Kosin var 17 manna sýndarstjórn og mætti nánast enginn þessarra nýju stjórnarmanna á fundinn.Helmingur af ríkisstyrk Sósíalistaflokksins hefur runnið beint til Samstöðvarinnar. Hinn helmingur ríkisstyrksins farið til Vorstjörnunnar. Félags sem stofnað var fyrir tilstuðlan Gunnars Smára. Hefur það félag séð um að greiða húsaleigu í Bolholti sem síðan hefur innheimt leigu af Samstöðinni undir markaðsverði. Ekki fær Samstöðin aðeins helming ríkisstyrks flokksins heldur er leiga Samstöðvarinnar einnig niðurgreidd með þeim hluta ríkisstyrksins sem fer til Vorstjörnunnar.Það ætti öllum sem vilja vita að til Samstöðvarinnar var stofnað til að halda úti gagnrýnni umræðu með áherslu á sósíalisma og vinstri pólitík.Hugtakið flokkseigendafélag hefur væntanlega aldrei átt jafn vel við og nú. Þegar flokkurinn var stofnaður lagði Gunnar Smári til Facebook þráð sem nú heitir Rauði þráðurinn. Þessi þráður hefur verið opinber spjallþráður Sósíalistaflokksins og Gunnar Smári oft hampað því að Sósíalistaflokkurinn sé eini flokkurinn sem haldið hefur úti opnum spjallþræði. Um leið og Gunnar Smári missti stjórn á flokknum og hans fylgifélögum á síðasta aðalfundi tók hann vefinn í burtu og lýsti yfir að engin tengsl væru á milli Rauða þráðarins og Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári átti sem sagt prívat og persónulega, opinberann spjallþráð flokksins.Eins vill Gunnar Smári fara með Samstöðina. Nú þegar hann stjórnar ekki lengur flokknum slítur hann öll tengsl Samstöðvarinnar við flokkinn og segir hana óháðann fjölmiðil. Fjölmiðil sem hann sjálfur segir hafa verið stofnaðann sem fjölmiðil flokksins.Svo er annað og undarlegra mál í gangi. Það er baráttan um Vorstjörnuna en það félag hefur verið í skuggastjórn fyrrum framkvæmdarstjórnar undir forystu Gunnars Smára. Þegar sú stjórn tapaði lýðræðislegri kosningu á síðasta aðalfundi tóku þau þetta félag með sér. Félag sem fyrrum stjórn flokksins stórnaði tók hún með sér í stað þess að afhenda það yfir til nýkjörinnar stjórnar.Fráfarandi stjórn tekur því með sér þegar hún tapar í lýðræðislegri kosningu: Rauða þráðinn, opinberann spjallþráð flokksins, ætlar sér að taka með sér Samstöðina sem byggð var upp fyrir fjármuni flokksins og sjálfboðastarf flokksfélaga og hefur með sér Vorstjörnuna, félag sem þyggur hinn helming af ríkisstyrk Sósíalsitaflokksins og fer með leigusamning höfuðstöðva flokksins.Nú hefur loks komið í ljós hvers vegna fyrrum formaður framkvæmdarstjórnar Sósíalistaflokksins vildi hafa fjármuni flokksins í ”aflandsfélögum” sem eiga að heita ótengd flokknum. Ef stjórn á flokknum tapaðist væri hægt að berstrípa flokkinn og byrja upp á nýtt. Einskonar kennitöluflakk. Nýkjörin framkvæmdarstjórn flokksins hefur reynt að ná sáttum við fyrrum framkvæmdarstjórn, eins furðulega og það hljómar nú, en hefur meðal annars fengið eftirfarandi kröfur á sig fyrir viðvikið. a.Að mánaðarlegt leiguframlag SÍ til Vorstjörnunnar hefur aðeins numið undanfarið 217.500 kr. Af (nú) 930.000 hækki afturvirkt með vísan til markaðsverðs, forsendubrests og 36. gr. Samningalaga; b.Að SÍ efni loforð og óbreyttar samþykktir um greiðslu árlegs styrks að fjárhæð samtals um 14. millj. Kr. Fyrir 2025; c.Að SÍ greiði dráttarvexti af síðastgreindri styrkveitingu sem síðast var áréttuð skrifleg krafa um með tölvuskeyti gjaldkera Vorstjörnunnar til gjaldkera SÍ hinn 5. júní sl.; d.Að Vorstjarnan ”endurgreiði” nýlega endurgreiðslu að fjárhæð 3 millj.kr. af 4,5 millj. Kr. Láni Vorstjörnunnar til SÍ í nóvember 2024 til kosningastjórnar SÍ; e.Að SÍ endurgreiði Vorstjörnunni 1,5 lillj. Kr. Af síðastnefndu láni; f.Að SÍ greiði almenna vexti af síðastgreindu. Einnig fara þau fram á að flokkurinn rými húsnæðið að Bolholti 6 fyrir 15. júlí næst komandi. Þetta er nú allur hugsjónareldur fyrrum framkvæmdarstjórnar varðandi eflingu sósíalisma á Íslandi. Afsökun Gunnars á yfirtöku Samstöðarinnar er að nú sé komið til valda í Sósíalistaflokknum snargalið fólk sem vilji ekki breiða alþýðuhreyfingu. Valdasjúkt fólk sem vill ekki styðja við minnihluta hópa eða greiða fyrir aðkomu þeirra radda að Samstöðinni. Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægjilegt. Ekkert er fjarri sannleikanum. Í stjórnartíð Gunnars Smára var einstakt foryngjaræði og allar gagnrýnisraddir kæfðar með tuddaskap. Svæðisfélög gátu ekki verið stofnuð á landsbyggðinni nema með frumkvæði og stjórnun félagastjórnar sem hafði ekki verið starfrækt í fleiri ár. Gagnrýni fólks og þar á meðal minnar svaraði Gunnar oftar en ekki á eftirfarandi hátt:” Ef þú ert svona ósammála, afhverju hættir þú ekki bara í flokknum?”. Þetta var nú öll diplómasían á þeim bænum. Enda hefur fjöldi fólks sagt sig frá störfum eða hreinlega hætt í flokknum vegna þessarra stjórnarhátta. Samkvæmt Gunnar Smára hefur Sósíalsitaflokkurinn breyst úr magnaðri alþýðuhreyfingu í ekki neitt á rétt um mánuði og þess vegna verður hann að ”bjarga” Samstöðinn frá þessu snar geggjaða valdasjúka fólki. Fólkinu sem vill koma skikki á fjármál flokksins og auka þátt hins almenna flokksmanns í starfinu. Það er svo ögn kómískt að Gunnar Smári lýki nú viðskiptamódeli Samstöðvarinnar við viðskiptamódel trúboðsstöðva því við sem höfum verið í ”hinni” fylkingu Sósíalistaflokksins höfum einmitt kallað fylgendur Gunnars, Smárakirkjuna. Það ekki að ástæðulausu og nú er þvi svo komið að æðsti presturinn hefur beitt fyrir sig sínum dyggustu fylgjendum í forarsvaðið sem hafa nú fengið á sig kærur fyrir ýmis misferli. Fyrir að vinna skítverkin. Á meðan stendur æðsti presturinn keikur og ósnertanlegur. Svo er bara spurning hvernig honum gengur að safna að sér fleiri fylgendum um helgina. Höfundur er stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokks Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á Visir.is í gær tekur gamall vinnufélagi Gunnars Smára Egilssonar við hann viðtal. Er þetta nokk langt viðtal og prýða viðtalið hvorki fleiri né færri en 16 portrait myndir af viðfangsefninu. Þar mærir gamli vinnufélaginn Gunnar í hástert sem fer yfir feril sinn í fjölmiðlum. Ber þar á góma Samstöðina, upphaf hennar og framtíð. Þar vil ég aðeins staldra við. Samstöðin var stofnuð í þeim tilgangi að vera mótvægi við meginstraum fjölmiðlana sem stjórnað er af valdaelítu landsins. Auðvaldinu, ríkasta eina prósentinu, kvótaaðlinum eða hvað við köllum það. Það var alltaf hugmynd þeirra sem að komu að stofnun Samstöðvarinnar að hún yrði verkalýðssinnaður fjölmiðill þar sem Sósíalistaflokkurinn gæti komið fram áherslum sínum og sjónarhorni á málefni líðandi stundar. Til að það yrði að veruleika lagði fjöldi fólks á sig mikla sjálfboðvinnu. Fólkið sem lagði þetta á sig var og er flest enn félagar í Sósíalistaflokki Íslands.Þetta fólk byggði upp hljóðver Samstöðvarinnar samhliða uppbyggingu félagsaðstöðu Sósíalistaflokksins, hvoru tveggja í Bolholti 6. Þetta var sama fólkið, sama batterýið.Enda segir Gunnar sjálfur í viðtalinu ”Upphaflega hugmyndin með stuðningi flokksins var að breið alþýðuhreyfing, eins og Sósíalistaflokkurinn vildi verða þá þyrfti hann á eigin fjölmiðli og umræðuvettvangi að halda.” Ég les ekki annað út úr þessu en Gunnar hafi sjálfur í upphafi ætlað Samstöðinni að vera fjölmiðil Sósíalistaflokksins. Þetta segir hann nú og þannig talaði hann til sinna félaga í Sósíalistaflokknum við uppbyggingu stöðvarinnar.Ef ekki væri fyrir bein fjárútlát Sósíalistaflokksins til Samstöðvarinnar væri engin Samstöð og Gunnar Smári gæti hvorki greitt sér né kærustu sinni laun hjá Samstöðinni. Flokkurinn hefur lagt yfir 30 milljónir til Samstöðvarinnar. Er þetta víkjandi lán sem Gunnar Smári hefur talað um að hægt sé að breyta í hlutafé. Hreinlegast væri þó ef stöðin á að vera alls ótengd flokknum að Samstöðin endurgreiði bara lánið.Samstöðin er rekin af Alþýðufélaginu ehf og hefur álíka fúsk einkennt rekstur þess eins og aðra starfsemi sem tengst hefur Sósíalistaflokknum í stjórnartíð Gunnars Smára Egilssonar. Haldinn var ársfundur Alþýðufélagsins nú á dögunum sem var einstaklega illa skipulagður. Fundarstjóri með öllu óreyndur og var það niðurlægjandi fyrir vesalings manninn hvað Gunnar óð yfir hann á fundinum. Gunnar Smári bar upp tillögu að nýrri stjórn og neitaði að taka við mótframboðum úr sal. Ársreikningar síðasta árs fengust ekki samþykktir en ársreikningar þar síðasta árs voru samþyktir nú þar sem enginn aðalfundur var haldinn árið 2024. Kosin var 17 manna sýndarstjórn og mætti nánast enginn þessarra nýju stjórnarmanna á fundinn.Helmingur af ríkisstyrk Sósíalistaflokksins hefur runnið beint til Samstöðvarinnar. Hinn helmingur ríkisstyrksins farið til Vorstjörnunnar. Félags sem stofnað var fyrir tilstuðlan Gunnars Smára. Hefur það félag séð um að greiða húsaleigu í Bolholti sem síðan hefur innheimt leigu af Samstöðinni undir markaðsverði. Ekki fær Samstöðin aðeins helming ríkisstyrks flokksins heldur er leiga Samstöðvarinnar einnig niðurgreidd með þeim hluta ríkisstyrksins sem fer til Vorstjörnunnar.Það ætti öllum sem vilja vita að til Samstöðvarinnar var stofnað til að halda úti gagnrýnni umræðu með áherslu á sósíalisma og vinstri pólitík.Hugtakið flokkseigendafélag hefur væntanlega aldrei átt jafn vel við og nú. Þegar flokkurinn var stofnaður lagði Gunnar Smári til Facebook þráð sem nú heitir Rauði þráðurinn. Þessi þráður hefur verið opinber spjallþráður Sósíalistaflokksins og Gunnar Smári oft hampað því að Sósíalistaflokkurinn sé eini flokkurinn sem haldið hefur úti opnum spjallþræði. Um leið og Gunnar Smári missti stjórn á flokknum og hans fylgifélögum á síðasta aðalfundi tók hann vefinn í burtu og lýsti yfir að engin tengsl væru á milli Rauða þráðarins og Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári átti sem sagt prívat og persónulega, opinberann spjallþráð flokksins.Eins vill Gunnar Smári fara með Samstöðina. Nú þegar hann stjórnar ekki lengur flokknum slítur hann öll tengsl Samstöðvarinnar við flokkinn og segir hana óháðann fjölmiðil. Fjölmiðil sem hann sjálfur segir hafa verið stofnaðann sem fjölmiðil flokksins.Svo er annað og undarlegra mál í gangi. Það er baráttan um Vorstjörnuna en það félag hefur verið í skuggastjórn fyrrum framkvæmdarstjórnar undir forystu Gunnars Smára. Þegar sú stjórn tapaði lýðræðislegri kosningu á síðasta aðalfundi tóku þau þetta félag með sér. Félag sem fyrrum stjórn flokksins stórnaði tók hún með sér í stað þess að afhenda það yfir til nýkjörinnar stjórnar.Fráfarandi stjórn tekur því með sér þegar hún tapar í lýðræðislegri kosningu: Rauða þráðinn, opinberann spjallþráð flokksins, ætlar sér að taka með sér Samstöðina sem byggð var upp fyrir fjármuni flokksins og sjálfboðastarf flokksfélaga og hefur með sér Vorstjörnuna, félag sem þyggur hinn helming af ríkisstyrk Sósíalsitaflokksins og fer með leigusamning höfuðstöðva flokksins.Nú hefur loks komið í ljós hvers vegna fyrrum formaður framkvæmdarstjórnar Sósíalistaflokksins vildi hafa fjármuni flokksins í ”aflandsfélögum” sem eiga að heita ótengd flokknum. Ef stjórn á flokknum tapaðist væri hægt að berstrípa flokkinn og byrja upp á nýtt. Einskonar kennitöluflakk. Nýkjörin framkvæmdarstjórn flokksins hefur reynt að ná sáttum við fyrrum framkvæmdarstjórn, eins furðulega og það hljómar nú, en hefur meðal annars fengið eftirfarandi kröfur á sig fyrir viðvikið. a.Að mánaðarlegt leiguframlag SÍ til Vorstjörnunnar hefur aðeins numið undanfarið 217.500 kr. Af (nú) 930.000 hækki afturvirkt með vísan til markaðsverðs, forsendubrests og 36. gr. Samningalaga; b.Að SÍ efni loforð og óbreyttar samþykktir um greiðslu árlegs styrks að fjárhæð samtals um 14. millj. Kr. Fyrir 2025; c.Að SÍ greiði dráttarvexti af síðastgreindri styrkveitingu sem síðast var áréttuð skrifleg krafa um með tölvuskeyti gjaldkera Vorstjörnunnar til gjaldkera SÍ hinn 5. júní sl.; d.Að Vorstjarnan ”endurgreiði” nýlega endurgreiðslu að fjárhæð 3 millj.kr. af 4,5 millj. Kr. Láni Vorstjörnunnar til SÍ í nóvember 2024 til kosningastjórnar SÍ; e.Að SÍ endurgreiði Vorstjörnunni 1,5 lillj. Kr. Af síðastnefndu láni; f.Að SÍ greiði almenna vexti af síðastgreindu. Einnig fara þau fram á að flokkurinn rými húsnæðið að Bolholti 6 fyrir 15. júlí næst komandi. Þetta er nú allur hugsjónareldur fyrrum framkvæmdarstjórnar varðandi eflingu sósíalisma á Íslandi. Afsökun Gunnars á yfirtöku Samstöðarinnar er að nú sé komið til valda í Sósíalistaflokknum snargalið fólk sem vilji ekki breiða alþýðuhreyfingu. Valdasjúkt fólk sem vill ekki styðja við minnihluta hópa eða greiða fyrir aðkomu þeirra radda að Samstöðinni. Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægjilegt. Ekkert er fjarri sannleikanum. Í stjórnartíð Gunnars Smára var einstakt foryngjaræði og allar gagnrýnisraddir kæfðar með tuddaskap. Svæðisfélög gátu ekki verið stofnuð á landsbyggðinni nema með frumkvæði og stjórnun félagastjórnar sem hafði ekki verið starfrækt í fleiri ár. Gagnrýni fólks og þar á meðal minnar svaraði Gunnar oftar en ekki á eftirfarandi hátt:” Ef þú ert svona ósammála, afhverju hættir þú ekki bara í flokknum?”. Þetta var nú öll diplómasían á þeim bænum. Enda hefur fjöldi fólks sagt sig frá störfum eða hreinlega hætt í flokknum vegna þessarra stjórnarhátta. Samkvæmt Gunnar Smára hefur Sósíalsitaflokkurinn breyst úr magnaðri alþýðuhreyfingu í ekki neitt á rétt um mánuði og þess vegna verður hann að ”bjarga” Samstöðinn frá þessu snar geggjaða valdasjúka fólki. Fólkinu sem vill koma skikki á fjármál flokksins og auka þátt hins almenna flokksmanns í starfinu. Það er svo ögn kómískt að Gunnar Smári lýki nú viðskiptamódeli Samstöðvarinnar við viðskiptamódel trúboðsstöðva því við sem höfum verið í ”hinni” fylkingu Sósíalistaflokksins höfum einmitt kallað fylgendur Gunnars, Smárakirkjuna. Það ekki að ástæðulausu og nú er þvi svo komið að æðsti presturinn hefur beitt fyrir sig sínum dyggustu fylgjendum í forarsvaðið sem hafa nú fengið á sig kærur fyrir ýmis misferli. Fyrir að vinna skítverkin. Á meðan stendur æðsti presturinn keikur og ósnertanlegur. Svo er bara spurning hvernig honum gengur að safna að sér fleiri fylgendum um helgina. Höfundur er stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokks Íslands
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar