Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2025 08:44 Aleqa Hammond á kjörstað í dönsku þingkosningunum árið 2019. Vísir/EPA Aleqa Hammond var óvænt kjörin formaður Siamut-flokksins á Grænlandi á aukaaðalfundi um helgina. Hún sagði af sér sem formaður landsstjórnarinnar og var rekin úr flokknum eftir að hún viðurkenndi að hafa dregið sér opinbert fé fyrir áratug. Boðað var til formannskjörs í Siamut, sem á sæti í grænlensku landsstjórninni, eftir að Erik Jensen sem leiddi flokkinn í kosningum í mars ákvað að stíga til hliðar. Flokkurinn fékk sína verstu útreið í sögunni í kosningunum. Hammond bar sigurorð af Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands og starfandi formanni Siamut, í formannskjörinu, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins. Eftir sigurinn sagðist Hammond ekki hafa nein áform um að hrófla við samsteypustjórninni eða að Siamut hætti þátttöku í henni. Flokkurinn þyrfti hins vegar sífellt að meta það hvort að samstarfið þjónaði hagsmunum hans og stefnumálum hans. Hammond er sögð einarðari stuðningskona sjálfstæðis Grænlands en forverar hennar. Rekin úr flokknum eftir annað fjárdráttarmál Hammond var fyrst kjörin formaður Siamut eftir að flokkurinn missti sæti sitt í landsstjórninni eftir kosningar árið 2009. Undir stjórn hennar komst flokkurinn aftur á sigurbraut fjórum árum síðar og varð hún fyrsta konan til að gegna embætti formanns landsstjórnarinnar á Grænlandi. Það sama ár, 2013, var hins vegar upplýst að Hammond hefði notað opinbert fé til þess að greiða fyrir eigin ferðalög, drykki og veitingahúsaferðir. Hún sagði af sér sem formaður landsstjórnarinnar árið 2014 og leiðtogi flokksins sömuleiðis. Hneykslismálum Hammond var ekki þar með lokið. Hún náði kjöri til danska þingsins árið 2015 en eftir að í ljós kom að hún hefði misnotað greiðslukort frá þinginu var hún rekin úr Siamut ári síðar. Árið 2018 bauð Hammond sig fram fyrir Nunatta Qitornai, klofningsflokk úr Siamut, í grænlensku kosningunum en án árangurs. Eftir það tók Siamut aftur við henni. Grænland Kosningar á Grænlandi Efnahagsbrot Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Boðað var til formannskjörs í Siamut, sem á sæti í grænlensku landsstjórninni, eftir að Erik Jensen sem leiddi flokkinn í kosningum í mars ákvað að stíga til hliðar. Flokkurinn fékk sína verstu útreið í sögunni í kosningunum. Hammond bar sigurorð af Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands og starfandi formanni Siamut, í formannskjörinu, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins. Eftir sigurinn sagðist Hammond ekki hafa nein áform um að hrófla við samsteypustjórninni eða að Siamut hætti þátttöku í henni. Flokkurinn þyrfti hins vegar sífellt að meta það hvort að samstarfið þjónaði hagsmunum hans og stefnumálum hans. Hammond er sögð einarðari stuðningskona sjálfstæðis Grænlands en forverar hennar. Rekin úr flokknum eftir annað fjárdráttarmál Hammond var fyrst kjörin formaður Siamut eftir að flokkurinn missti sæti sitt í landsstjórninni eftir kosningar árið 2009. Undir stjórn hennar komst flokkurinn aftur á sigurbraut fjórum árum síðar og varð hún fyrsta konan til að gegna embætti formanns landsstjórnarinnar á Grænlandi. Það sama ár, 2013, var hins vegar upplýst að Hammond hefði notað opinbert fé til þess að greiða fyrir eigin ferðalög, drykki og veitingahúsaferðir. Hún sagði af sér sem formaður landsstjórnarinnar árið 2014 og leiðtogi flokksins sömuleiðis. Hneykslismálum Hammond var ekki þar með lokið. Hún náði kjöri til danska þingsins árið 2015 en eftir að í ljós kom að hún hefði misnotað greiðslukort frá þinginu var hún rekin úr Siamut ári síðar. Árið 2018 bauð Hammond sig fram fyrir Nunatta Qitornai, klofningsflokk úr Siamut, í grænlensku kosningunum en án árangurs. Eftir það tók Siamut aftur við henni.
Grænland Kosningar á Grænlandi Efnahagsbrot Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira