Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júní 2025 16:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í tímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna náms í New York. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins. Tilkynnt var um það í vor að Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tæki sæti Áslaugar Örnu eftir að hún greindi frá því að hún ætlaði vestur yfir haf að stunda svokallað MPA-nám í New York. Námsleiðin heitir Master in Public Administration in Global Leadership sem myndi útleggast á íslensku sem meistaranám í stjórnsýslu og leiðtogahæfni á alþjóðasviðinu. Hún tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega lotið í lægra haldi fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Í gær var greint frá því að hún væri lent í eplinu stóra eins og Nýju-Jórvíkurborg er gjarnan kölluð. „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin, en spenningur á yfirhöndina með miklum yfirburðum sem betur fer,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Enn kappkosta þó þingmenn við að ná sátt um þinglokasamning og þingfundur stendur yfir í dag. Mál á borð við veiðigjöldin og önnur viðamikil mál eru á dagskrá sem stjórnarandstaðan hefur heitið að málþæfa eins langt og þörfin krefur. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það alvanalegt að Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og varamaður Áslaugar, hafi ekki verið kallaður á þing. Enn sé unnið að því að ná þinglokasamningum í höfn og framhaldið enn óljóst og því sé ekki þörf á honum í atkvæðagreiðslur. Hún segir þó stefnt að því að kalla hann inn þegar atkvæðagreiðslur hefjast af fullum krafti og að það verði fljótlega. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Tilkynnt var um það í vor að Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tæki sæti Áslaugar Örnu eftir að hún greindi frá því að hún ætlaði vestur yfir haf að stunda svokallað MPA-nám í New York. Námsleiðin heitir Master in Public Administration in Global Leadership sem myndi útleggast á íslensku sem meistaranám í stjórnsýslu og leiðtogahæfni á alþjóðasviðinu. Hún tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega lotið í lægra haldi fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Í gær var greint frá því að hún væri lent í eplinu stóra eins og Nýju-Jórvíkurborg er gjarnan kölluð. „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin, en spenningur á yfirhöndina með miklum yfirburðum sem betur fer,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Enn kappkosta þó þingmenn við að ná sátt um þinglokasamning og þingfundur stendur yfir í dag. Mál á borð við veiðigjöldin og önnur viðamikil mál eru á dagskrá sem stjórnarandstaðan hefur heitið að málþæfa eins langt og þörfin krefur. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það alvanalegt að Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og varamaður Áslaugar, hafi ekki verið kallaður á þing. Enn sé unnið að því að ná þinglokasamningum í höfn og framhaldið enn óljóst og því sé ekki þörf á honum í atkvæðagreiðslur. Hún segir þó stefnt að því að kalla hann inn þegar atkvæðagreiðslur hefjast af fullum krafti og að það verði fljótlega.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira