Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 1. júlí 2025 09:01 Um þessar mundir er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir náttúruperluna og vatnsverndarsvæðið Heiðmörk. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 2. júlí. Mikilvægt er að vel takist til þannig að áfram ríki sátt um þetta mikilvæga og vinsæla svæði borgarinnar. Friðlandið í Heiðmörk er 75 ára á þessu ári. Heiðmörk er eitt helsta útivistarsvæði Reykjavíkur og alls höfuðborgarsvæðissins. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur á undanförnum áratugum unnið metnaðarfullt starf varðandi skógrækt og innviðauppbyggingu í þessari einstöku náttúruperlu í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Mikilvæg auðlind Eins og allir vita er Heiðmörk ekki bara vinsælt útivistarsvæði heldur helsta vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Þess vegna er skylda okkar allra að tryggja að sú vernd sé í takt við nútíma kröfur um verndun neysluvatns. Hreint vatn er ein mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. Aðgengi að hreinu neysluvatni er ekki sjálfsagður hlutur þótt við Íslendingar þekkjum varla nokkuð annað. Villta vestrið Mannleg mistök geta auðveldlega valdið skaða á viðkvæmum vatnsverndarsvæðum Heiðmerkur. Í raun má segja að hingað til hafi umgengismál um þetta mikilvæga vatnsverndarsvæði minnt svolítið á „villta vestrið.“ Í gegnum Heiðmörk liggja malarvegir þar sem allar tegundir bíla geta brunað í gegn án nokkurra takmarkana. Umferð olíubíla er þó að sjálfsögðu bönnuð. Þrátt fyrir það eru dæmi um að litlu mátti muna eins og þegar olíubíll valt á afleggjara inn í Heiðmörk á sínum tíma. Dæmi eru um ofsaakstur einkabíla innan Heiðmerkur að nóttu til. Einnig er mikil umferð hesta á reiðstígum á svæðinu. Þess vegna hafa Veitur ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur lagt fram tillögur til að tryggja enn betur öryggi vatnsverndarsvæða innan Heiðmerkur. Það er ekki bara löngu tímabært heldur umfram allt nauðsynlegt. Mikil fjöldi gesta Rúmlega hálf milljón gesta fer um Heiðmörk á hverju ári. Þrátt fyrir töluverða innviðauppbyggingu er takmörkuð salernisaðstaða til staðar á svæðinu, af augljósum ástæðum. Það er auðvitað nokkuð snúið að sinna viðhaldi og hreinsun á slíkri aðstöðu innan þeirra vatnsverndarsvæða sem hvað vinsælust eru af göngufólki. Þar með er ekki sagt að allur þessi fjöldi fólks sem um viðkvæmustu svæðin fara þurfi ekki á slíkri aðstöðu að halda þegar náttúran kallar. Nýtt deiliskipulag Á vef Reykjavíkurborgar má finna eftirfarandi tilkynningu: „Reykjavíkurborg hefur undanfarna mánuði unnið að mótun nýs deiliskipulags fyrir Heiðmörk í samvinnu við Veitur, Skógræktarfélag Reykjavíkur, Orkuveitu Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Áhersla Reykjavíkurborgar er að Heiðmörk verði áfram aðgengilegt og fjölbreytt útivistarsvæði í sátt við vatnsvernd, enda leikur Heiðmörk mikilvægt hlutverk hvað varðar lýðheilsu höfuðborgarbúa.“ Breytingar á aðgengi Það yrði of langt mál að fjalla um allt sem fram kemur í drögum að nýju deiliskipulagi. Það má finna í heild sinni í Skipulagsgátt. Skipulagið gerir ráð fyrir að lokað verði fyrir almenna bílaumferð um grannsvæði vatnsverndar. Það þýðir að fólk getur ekki keyrt eins nálægt sumum þeirra svæða sem hvað vinsælust hafa verið. Flestir sem að þessu koma hjá borginni hafa fullan skilning á að sumum finnist þetta óþarflega mikil skerðing á því frelsi sem fyrir var. Einnig verður um að ræða beina lokun á allri umferð um tiltölulega lítinn hluta vatnstökusvæða. Mikilvægi góðra upplýsinga Það verður því væntanlega hlutverk Veitna og annara samstarfsaðila að upplýsa almenning og hagaðila eins vel og hægt er um mikilvægi þess sem fram undan er varðandi mótun þessa nýja deiliskipulags. Huga þarf enn betur að aðgengismálum inn í Heiðmörkina, sérstaklega varðandi aðkomu fatlaðs fólks og annarra sem erfiðara eiga um gang. Til framtíðar þarf allt aðgengi í Heiðmörk að uppfylla bæði nútímakröfur til vatnsverndar sem og mikilvægi svæðisins til útivistar. Tækifæri til framtíðar Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að tryggja bæði hreinleika og öryggi þeirrar mikilvægu auðlindar sem vatnið í Heiðmörk svo sannarlega er. Nú skiptir öllu máli að vel sé haldið um þá mótunarvinnu sem framundan er og að tekið verði tillit til sjónarmiða sem flestra. Nauðsynlegar aðgerðir varðandi öryggi neysluvatns verða þó alltaf að njóta vafans. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr í umhverfis- og skipulagsráði og heilbrigðisnefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Flokkur fólksins Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir náttúruperluna og vatnsverndarsvæðið Heiðmörk. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 2. júlí. Mikilvægt er að vel takist til þannig að áfram ríki sátt um þetta mikilvæga og vinsæla svæði borgarinnar. Friðlandið í Heiðmörk er 75 ára á þessu ári. Heiðmörk er eitt helsta útivistarsvæði Reykjavíkur og alls höfuðborgarsvæðissins. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur á undanförnum áratugum unnið metnaðarfullt starf varðandi skógrækt og innviðauppbyggingu í þessari einstöku náttúruperlu í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Mikilvæg auðlind Eins og allir vita er Heiðmörk ekki bara vinsælt útivistarsvæði heldur helsta vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Þess vegna er skylda okkar allra að tryggja að sú vernd sé í takt við nútíma kröfur um verndun neysluvatns. Hreint vatn er ein mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. Aðgengi að hreinu neysluvatni er ekki sjálfsagður hlutur þótt við Íslendingar þekkjum varla nokkuð annað. Villta vestrið Mannleg mistök geta auðveldlega valdið skaða á viðkvæmum vatnsverndarsvæðum Heiðmerkur. Í raun má segja að hingað til hafi umgengismál um þetta mikilvæga vatnsverndarsvæði minnt svolítið á „villta vestrið.“ Í gegnum Heiðmörk liggja malarvegir þar sem allar tegundir bíla geta brunað í gegn án nokkurra takmarkana. Umferð olíubíla er þó að sjálfsögðu bönnuð. Þrátt fyrir það eru dæmi um að litlu mátti muna eins og þegar olíubíll valt á afleggjara inn í Heiðmörk á sínum tíma. Dæmi eru um ofsaakstur einkabíla innan Heiðmerkur að nóttu til. Einnig er mikil umferð hesta á reiðstígum á svæðinu. Þess vegna hafa Veitur ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur lagt fram tillögur til að tryggja enn betur öryggi vatnsverndarsvæða innan Heiðmerkur. Það er ekki bara löngu tímabært heldur umfram allt nauðsynlegt. Mikil fjöldi gesta Rúmlega hálf milljón gesta fer um Heiðmörk á hverju ári. Þrátt fyrir töluverða innviðauppbyggingu er takmörkuð salernisaðstaða til staðar á svæðinu, af augljósum ástæðum. Það er auðvitað nokkuð snúið að sinna viðhaldi og hreinsun á slíkri aðstöðu innan þeirra vatnsverndarsvæða sem hvað vinsælust eru af göngufólki. Þar með er ekki sagt að allur þessi fjöldi fólks sem um viðkvæmustu svæðin fara þurfi ekki á slíkri aðstöðu að halda þegar náttúran kallar. Nýtt deiliskipulag Á vef Reykjavíkurborgar má finna eftirfarandi tilkynningu: „Reykjavíkurborg hefur undanfarna mánuði unnið að mótun nýs deiliskipulags fyrir Heiðmörk í samvinnu við Veitur, Skógræktarfélag Reykjavíkur, Orkuveitu Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Áhersla Reykjavíkurborgar er að Heiðmörk verði áfram aðgengilegt og fjölbreytt útivistarsvæði í sátt við vatnsvernd, enda leikur Heiðmörk mikilvægt hlutverk hvað varðar lýðheilsu höfuðborgarbúa.“ Breytingar á aðgengi Það yrði of langt mál að fjalla um allt sem fram kemur í drögum að nýju deiliskipulagi. Það má finna í heild sinni í Skipulagsgátt. Skipulagið gerir ráð fyrir að lokað verði fyrir almenna bílaumferð um grannsvæði vatnsverndar. Það þýðir að fólk getur ekki keyrt eins nálægt sumum þeirra svæða sem hvað vinsælust hafa verið. Flestir sem að þessu koma hjá borginni hafa fullan skilning á að sumum finnist þetta óþarflega mikil skerðing á því frelsi sem fyrir var. Einnig verður um að ræða beina lokun á allri umferð um tiltölulega lítinn hluta vatnstökusvæða. Mikilvægi góðra upplýsinga Það verður því væntanlega hlutverk Veitna og annara samstarfsaðila að upplýsa almenning og hagaðila eins vel og hægt er um mikilvægi þess sem fram undan er varðandi mótun þessa nýja deiliskipulags. Huga þarf enn betur að aðgengismálum inn í Heiðmörkina, sérstaklega varðandi aðkomu fatlaðs fólks og annarra sem erfiðara eiga um gang. Til framtíðar þarf allt aðgengi í Heiðmörk að uppfylla bæði nútímakröfur til vatnsverndar sem og mikilvægi svæðisins til útivistar. Tækifæri til framtíðar Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að tryggja bæði hreinleika og öryggi þeirrar mikilvægu auðlindar sem vatnið í Heiðmörk svo sannarlega er. Nú skiptir öllu máli að vel sé haldið um þá mótunarvinnu sem framundan er og að tekið verði tillit til sjónarmiða sem flestra. Nauðsynlegar aðgerðir varðandi öryggi neysluvatns verða þó alltaf að njóta vafans. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr í umhverfis- og skipulagsráði og heilbrigðisnefnd.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar