Lífið

Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Adam er mikill matgæðingur.
Adam er mikill matgæðingur.

Matgæðingurinn Adam Karl Helgason deildi nýverið uppskrift að einföldu en bragðgóðu rækjutakkói sem hann segir að hafi reynst lykillinn að ástarsambandi hans og raunveruleikastjörnunnar Ástrósar Traustadóttur. 

„Ég ætla að sýna ykkur réttinn sem sannfærði Ástrós um að ég væri eiginmannsefni,“ segir Adam kíminn í færslu á Instagram og bætir við: „Þetta er uppáhaldsrétturinn hennar og eina ástæðan fyrir því að ég fæ að hanga í þessari íbúð sem við búum í er að ég elda þennan reglulega.“

Adam segir réttinn lykilinn að hjarta hverrar konu og hvetur karlmenn spreyta sig áfram í eldhúsinu.

„Strákar, ég ætla ekki að ljúga – það eru svona níutíu prósent líkur á að hún fari á hnén, ekki þannig, heldur með hring , til að biðja þig um að giftast sér eftir að þú eldar þennan rétt!“


Spicy rækjutakkó -uppskrift fyrir 4–6 manns. 

Guacamole

Hráefni:

Tvö til fjögur stór avókadó 

1 stk tómatur, saxaður

½ rauðlaukur, fínt saxaður

Kóríander, magn eftir smekk 

Safi úr einni límónu 

Salt og pipar, eftir smekk 


Aðferð:

Stappaðu avókadó og blandaðu öllu saman. Smakkaðu til.

Silkimjúk jalapenósósa

Hráefni:

Kóríander 

1 stk jalapeno, fræ eftir smekk

1-2 hvítlauksgeirar


Blandið saman í blandara. 

Bætið eftirfarandi hráefnum við:

1 msk majónes 

2–3 msk sýrður rjómi

Safi úr ½ lime 

Salt og pipar 

Blandað aftur þar til silkimjúkt.

Chilli rækjur

Hráfni:

Einn paki stórar rækjur- þerrið vel og setjið í skál.

Kryddið eftir smekk:

Chili-dufti

Cayenne pipar 

Tajín , má sleppa

Lauk- og hvítlaukskryddi 

Salt og pipar

Einn rifinn hvítlaukur

Ferskur kóríander

Aðferð:

Steikið á heitri pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið, eða þar til þær eru bleikar og stökkar.

Tortillakökur

Hitið kökurnar á þurri pönnu í einni mínútu á hvorri hlið þar til þær eru mjúkar með litlum grillblettum.

Samsetning: 

Byrjaðu á að bera guacamole á hverja köku. Næst raðarðu rækjunum ofan á og toppar með sósu. Skreyttu með fersku kóríander og kreistu límónusafa yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.