Læknanemar fái víst launahækkun Agnar Már Másson skrifar 1. júlí 2025 11:49 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðuneytið segir að læknanemum sé tryggð launahækkun að lágmarki 3,5 prósent eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Breytingar hafi verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem valdi því að laun lækna hafi hækkað umfram almennar launahækkanir en laun læknanema hækkað í takt við almennar hækkanir. Í gær var greint frá því að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir töldu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Læknanemar sökuðu Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að taka einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarðuðu laun sín út frá. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram í fréttatilkynningu í dag að öllum læknanemum sé tryggð að lágmarki 3,5 prósenta launahækkun á milli ára í samræmi við aðra hópa hjá ríkinu. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum. Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi, en nú nema launin um 70 til 84 prósentum af heildarlaunum lækna að sögn læknanema. Í tilkynningu ráðuneytisins er tekið fram að laun læknanema taki nú mið af tilteknum launaflokki í launatöflu Læknafélags Íslands (LÍ) en félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Ráðuneytið segir að í kjarasamningi ríkisins við LÍ frá 28. nóvember 2024 hafi verið gerðar viðamiklar breytingar á starfsumhverfi lækna og ýmsir launamyndandi þættir, sem áður hafi verið greiddir sem álag eða viðbótargreiðslur, færðir inn í grunnlaun. Þar af leiðandi hafi laun launatafla lækna hækkað umfram almennar launahækkanir. Þar sem læknanemar áttu ekki rétt á þessum viðbótargreiðslum þurfti að breyta viðmiðinu til að tryggja að launahækkanir þeirra væru í samræmi við aðra hópa. „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Kjaramál Háskólar Skóla- og menntamál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Í gær var greint frá því að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir töldu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Læknanemar sökuðu Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að taka einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarðuðu laun sín út frá. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram í fréttatilkynningu í dag að öllum læknanemum sé tryggð að lágmarki 3,5 prósenta launahækkun á milli ára í samræmi við aðra hópa hjá ríkinu. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum. Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi, en nú nema launin um 70 til 84 prósentum af heildarlaunum lækna að sögn læknanema. Í tilkynningu ráðuneytisins er tekið fram að laun læknanema taki nú mið af tilteknum launaflokki í launatöflu Læknafélags Íslands (LÍ) en félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Ráðuneytið segir að í kjarasamningi ríkisins við LÍ frá 28. nóvember 2024 hafi verið gerðar viðamiklar breytingar á starfsumhverfi lækna og ýmsir launamyndandi þættir, sem áður hafi verið greiddir sem álag eða viðbótargreiðslur, færðir inn í grunnlaun. Þar af leiðandi hafi laun launatafla lækna hækkað umfram almennar launahækkanir. Þar sem læknanemar áttu ekki rétt á þessum viðbótargreiðslum þurfti að breyta viðmiðinu til að tryggja að launahækkanir þeirra væru í samræmi við aðra hópa. „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Kjaramál Háskólar Skóla- og menntamál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira