Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar 1. júlí 2025 15:31 Það er ekki sjálfgefið að rökræður skili árangri í stjórnmálum. Oft virðist sem fjöldinn ráði ferðinni frekar en rök, en það eru líka stundir sem minna okkur á gildi skynsemi, röksemi og yfirvegunar. Þau gildi geta leitt til betri ákvarðana, sérstaklega þegar þau eru höfð að leiðarljósi í lýðræðislegu ferli. Í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Bæjarlistans í Suðurnesjabæ er gert ráð fyrir að fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö við næstu sveitarstjórnarkosningar. Samkvæmt 11. grein sveitarstjórnarlaga á fjöldi bæjarfulltrúa í sveitarfélagi með 2.000–9.999 íbúa að vera á bilinu sjö til ellefu. Suðurnesjabær, með rúmlega 4.200 íbúa, fellur mitt í þetta bil og því mætti ætla að eðlilegast væri að halda núverandi fjölda fulltrúa. Níu bæjarfulltrúar tryggja fjölbreyttari sjónarmið og öflugra lýðræðislegt aðhald – ekki síst í sveitarfélagi sem er í örum vexti. Ef litið er til sambærilegra sveitarfélaga kemur í ljós að níu fulltrúar eru algengasta fyrirkomulagið: Vestmannaeyjar (4.703 íbúar) – níu bæjarfulltrúar Skagafjörður (4.428 íbúar) – níu bæjarfulltrúar Ísafjarðarbær (3.965 íbúar) – níu bæjarfulltrúar Borgarbyggð (4.363 íbúar) – níu bæjarfulltrúar Norðurþing (3.226 íbúar) – níu bæjarfulltrúar Þessar tölur sýna glöggt að fyrirhuguð fækkun fulltrúa í Suðurnesjabæ samræmist ekki þeirri hefð sem tíðkast í sveitarfélögum af svipaðri stærð. Slíkt skerðir lýðræðislegt aðhald og dregur úr fjölræði og breidd í ákvörðunum sem snerta samfélagið allt. Við í Framsókn höfum frá upphafi verið andvíg áformum meirihlutans um að fækka bæjarfulltrúum og höfum gagnrýnt þau með málefnalegum hætti. Við höfum talað fyrir því að slík fækkun væri skref aftur á bak í lýðræðislegri þróun, sérstaklega í ört vaxandi sveitarfélagi eins og Suðurnesjabæ. Við teljum mikilvægt að í sveitarstjórn sitji fólk af ólíkum uppruna og á ólíkum aldri, svo sem fjölbreyttust sjónarmið komi að borðinu. Slík breidd styrkir lýðræðið og eykur gæði ákvarðanatöku. Meirihlutinn fellur frá áformum sínum um fækkun bæjarfulltrúa Nýverið bárust þær fregnir að meirihlutinn hafi fallið frá áformum sínum um að fækka bæjarfulltrúum. Við í Framsókn fögnum því innilega og erum stolt af því að hafa sannfært meirihlutann um að fyrirhuguð breyting hefði verið óskynsamleg. Það ber jafnframt að hrósa meirihlutanum fyrir að hlusta á málefnaleg rök og taka þau gild í umræðunni. Sjálfstæðisflokkur og Bæjarlistinn sjá ljósið í uppbyggingu íþróttamannvirkja -Skynsamleg ákvörðun tekin í þágu bæjarsjóðs og íbúa Suðurnesjabæjar Á 82. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, sem haldinn var þann 4. júní 2025, urðu þau ánægjulegu tíðindi að allir bæjarfulltrúar samþykktu samhljóða áform um uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Þar var samþykkt að byggja gervigrasvöll á aðalvelli Reynis í Sandgerði, og voru allir flokkar á einu máli um að fylgja þeim faglegu gögnum og ráðleggingum sem fyrir liggja í málinu, þar á meðal ítarlegri valkostagreiningu unnin af verkfræðistofunni Verkís ásamt skýrslugerð. Í fyrrnefndri greiningu, sem unnin var fyrir sveitarfélagið árið 2022, kom skýrt fram að hagkvæmara væri að reisa gervigrasvöllinn í Sandgerði heldur en í Garði. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina í Sandgerði er 472 milljónir króna, en í Garði nemur hann 509 milljónum – sem gerir ráð fyrir 36 milljóna króna sparnaði. Auk þess eru þegar til staðar mikilvægar innviðir í Sandgerði, þar á meðal félagsheimili, steinsteypt stúka fyrir 340 manns, almenningssalerni, tækjageymsla og mun betri bílastæðaaðstaða. Þetta dregur verulega úr viðbótarkostnaði við verkefnið. Í kostnaðaráætlun Verkís frá maí 2022 kemur einnig fram að ef byggt væri á malarvelli í Garði í stað Sandgerðis, væri kostnaðaraukinn á bilinu 80,8 til 121,1 milljón króna miðað við verðlag þess tíma. Slík ákvörðun hefði því verið verulega óhagstæð fyrir bæjarsjóð – og þar með skattgreiðendur í Suðurnesjabæ. Við í Framsókn fögnum því sérstaklega að Sjálfstæðisflokkurinn og Bæjarlistinn hafi nú tekið undir þessi sjónarmið. Báðir þessir flokkar voru áður á móti málefnalegum rökum Framsóknar. Afstaða okkar í Framsókn hefur verið skýr frá upphafi: Við höfum viljað byggja mannvirkið þar sem það er hagkvæmast – með hagsmuni bæjarsjóðs og íbúa að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn sætti sig ekki við þessa afstöðu á sínum tíma, sem leiddi til þess að meirihlutasamstarfi milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins var slitið sumarið 2024. Nú er þó ljóst að þau rök sem við höfum haldið á lofti allan tímann hafa fengið hljómgrunn. Það er fagnaðarefni að málið hafi loks hlotið samstöðu og að bæjarfulltrúar séu sammála um að ráðstafa almannafé með ábyrgum hætti. Með þessari ákvörðun er stigið mikilvægt skref í átt að bættri aðstöðu fyrir íþróttaiðkun barna, ungmenna og annarra íbúa – án þess að fórna fjárhagslegri ábyrgð sveitarfélagsins. Minnihlutinn fær aftur atkvæðisrétt í bæjarráði Eftir meirihlutaskiptin sumarið 2024, þegar Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Bæjarlistinn tóku við stjórnartaumunum í Suðurnesjabæ, var tekin sú umdeilda ákvörðun að bæjarráð yrði eingöngu skipað fulltrúum meirihlutans. Minnihlutanum, sem samanstendur af tveimur bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins og einum óháðum bæjarfulltrúa sem áður var í Sjálfstæðisflokknum, var einungis úthlutaður áheyrnarfulltrúi – án atkvæðisréttar. Þannig var staðan í eitt ár. Í júní 2025 var þó kosið í bæjarráð í síðasta sinn fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, sem fara fram í maí 2026. Við þá kosningu samþykkti meirihlutinn að falla frá hlutkesti um aðalmann í bæjarráði, sem leiddi til þess að fulltrúi minnihlutans fékk aftur sæti í ráðinu – með atkvæðisrétti. Það ber að hrósa meirihlutanum fyrir þessa ákvörðun. Að útiloka minnihlutann frá bæjarráði með öllu, eins og gert var í fyrra, er í raun andstætt lýðræðislegum vinnubrögðum og veikir pólitískt aðhald. Slíkt fyrirkomulag þekkist ekki annars staðar á landinu. Það er því fagnaðarefni að lýðræðisleg sjónarmið hafi nú fengið að ráða og að rödd minnihlutans heyrist á ný með virkum hætti í bæjarráði Suðurnesjabæjar. Með skynsemina að vopni Kæru íbúar Suðurnesjabæjar – Sveitarstjórnarkosningar fara fram í maí 2026 og senn líður að lokum þessa kjörtímabils. Við í Framsókn munum áfram halda úti öflugu félagsstarfi í vetur, líkt og við höfum gert allt kjörtímabilið. Meðal annars höldum við opna bæjarmálafundi einu sinni í mánuði, þar sem íbúum býðst tækifæri til að eiga milliliðalaust samtal við bæjarfulltrúa og nefndarfólk Framsóknar. Fundirnir eru ávallt auglýstir á Facebook-síðu Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar og á vefnum framsokn.is. Auk þess munum við halda áfram að miðla upplýsingum í gegnum samfélagsmiðla og með reglulegri greinaskrifum sem hafa það að markmiði að upplýsa bæjarbúa um þau mál sem eru í brennidepli í sveitarfélaginu. Í Framsókn er alltaf pláss fyrir kraftmikið og áhugasamt fólk sem vill taka þátt í samfélagslegri umræðu og mótun nær samfélagsins. Við vitum að í litlu samfélagi gerist fátt af sjálfu sér – það þarf elju, samstöðu og skynsemi til að láta hlutina gerast. Við í Framsókn ætlum að halda áfram að vinna af heilindum að hagsmunum íbúa Suðurnesjabæjar – með skynsemina að vopni. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að rökræður skili árangri í stjórnmálum. Oft virðist sem fjöldinn ráði ferðinni frekar en rök, en það eru líka stundir sem minna okkur á gildi skynsemi, röksemi og yfirvegunar. Þau gildi geta leitt til betri ákvarðana, sérstaklega þegar þau eru höfð að leiðarljósi í lýðræðislegu ferli. Í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Bæjarlistans í Suðurnesjabæ er gert ráð fyrir að fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö við næstu sveitarstjórnarkosningar. Samkvæmt 11. grein sveitarstjórnarlaga á fjöldi bæjarfulltrúa í sveitarfélagi með 2.000–9.999 íbúa að vera á bilinu sjö til ellefu. Suðurnesjabær, með rúmlega 4.200 íbúa, fellur mitt í þetta bil og því mætti ætla að eðlilegast væri að halda núverandi fjölda fulltrúa. Níu bæjarfulltrúar tryggja fjölbreyttari sjónarmið og öflugra lýðræðislegt aðhald – ekki síst í sveitarfélagi sem er í örum vexti. Ef litið er til sambærilegra sveitarfélaga kemur í ljós að níu fulltrúar eru algengasta fyrirkomulagið: Vestmannaeyjar (4.703 íbúar) – níu bæjarfulltrúar Skagafjörður (4.428 íbúar) – níu bæjarfulltrúar Ísafjarðarbær (3.965 íbúar) – níu bæjarfulltrúar Borgarbyggð (4.363 íbúar) – níu bæjarfulltrúar Norðurþing (3.226 íbúar) – níu bæjarfulltrúar Þessar tölur sýna glöggt að fyrirhuguð fækkun fulltrúa í Suðurnesjabæ samræmist ekki þeirri hefð sem tíðkast í sveitarfélögum af svipaðri stærð. Slíkt skerðir lýðræðislegt aðhald og dregur úr fjölræði og breidd í ákvörðunum sem snerta samfélagið allt. Við í Framsókn höfum frá upphafi verið andvíg áformum meirihlutans um að fækka bæjarfulltrúum og höfum gagnrýnt þau með málefnalegum hætti. Við höfum talað fyrir því að slík fækkun væri skref aftur á bak í lýðræðislegri þróun, sérstaklega í ört vaxandi sveitarfélagi eins og Suðurnesjabæ. Við teljum mikilvægt að í sveitarstjórn sitji fólk af ólíkum uppruna og á ólíkum aldri, svo sem fjölbreyttust sjónarmið komi að borðinu. Slík breidd styrkir lýðræðið og eykur gæði ákvarðanatöku. Meirihlutinn fellur frá áformum sínum um fækkun bæjarfulltrúa Nýverið bárust þær fregnir að meirihlutinn hafi fallið frá áformum sínum um að fækka bæjarfulltrúum. Við í Framsókn fögnum því innilega og erum stolt af því að hafa sannfært meirihlutann um að fyrirhuguð breyting hefði verið óskynsamleg. Það ber jafnframt að hrósa meirihlutanum fyrir að hlusta á málefnaleg rök og taka þau gild í umræðunni. Sjálfstæðisflokkur og Bæjarlistinn sjá ljósið í uppbyggingu íþróttamannvirkja -Skynsamleg ákvörðun tekin í þágu bæjarsjóðs og íbúa Suðurnesjabæjar Á 82. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, sem haldinn var þann 4. júní 2025, urðu þau ánægjulegu tíðindi að allir bæjarfulltrúar samþykktu samhljóða áform um uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Þar var samþykkt að byggja gervigrasvöll á aðalvelli Reynis í Sandgerði, og voru allir flokkar á einu máli um að fylgja þeim faglegu gögnum og ráðleggingum sem fyrir liggja í málinu, þar á meðal ítarlegri valkostagreiningu unnin af verkfræðistofunni Verkís ásamt skýrslugerð. Í fyrrnefndri greiningu, sem unnin var fyrir sveitarfélagið árið 2022, kom skýrt fram að hagkvæmara væri að reisa gervigrasvöllinn í Sandgerði heldur en í Garði. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina í Sandgerði er 472 milljónir króna, en í Garði nemur hann 509 milljónum – sem gerir ráð fyrir 36 milljóna króna sparnaði. Auk þess eru þegar til staðar mikilvægar innviðir í Sandgerði, þar á meðal félagsheimili, steinsteypt stúka fyrir 340 manns, almenningssalerni, tækjageymsla og mun betri bílastæðaaðstaða. Þetta dregur verulega úr viðbótarkostnaði við verkefnið. Í kostnaðaráætlun Verkís frá maí 2022 kemur einnig fram að ef byggt væri á malarvelli í Garði í stað Sandgerðis, væri kostnaðaraukinn á bilinu 80,8 til 121,1 milljón króna miðað við verðlag þess tíma. Slík ákvörðun hefði því verið verulega óhagstæð fyrir bæjarsjóð – og þar með skattgreiðendur í Suðurnesjabæ. Við í Framsókn fögnum því sérstaklega að Sjálfstæðisflokkurinn og Bæjarlistinn hafi nú tekið undir þessi sjónarmið. Báðir þessir flokkar voru áður á móti málefnalegum rökum Framsóknar. Afstaða okkar í Framsókn hefur verið skýr frá upphafi: Við höfum viljað byggja mannvirkið þar sem það er hagkvæmast – með hagsmuni bæjarsjóðs og íbúa að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn sætti sig ekki við þessa afstöðu á sínum tíma, sem leiddi til þess að meirihlutasamstarfi milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins var slitið sumarið 2024. Nú er þó ljóst að þau rök sem við höfum haldið á lofti allan tímann hafa fengið hljómgrunn. Það er fagnaðarefni að málið hafi loks hlotið samstöðu og að bæjarfulltrúar séu sammála um að ráðstafa almannafé með ábyrgum hætti. Með þessari ákvörðun er stigið mikilvægt skref í átt að bættri aðstöðu fyrir íþróttaiðkun barna, ungmenna og annarra íbúa – án þess að fórna fjárhagslegri ábyrgð sveitarfélagsins. Minnihlutinn fær aftur atkvæðisrétt í bæjarráði Eftir meirihlutaskiptin sumarið 2024, þegar Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Bæjarlistinn tóku við stjórnartaumunum í Suðurnesjabæ, var tekin sú umdeilda ákvörðun að bæjarráð yrði eingöngu skipað fulltrúum meirihlutans. Minnihlutanum, sem samanstendur af tveimur bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins og einum óháðum bæjarfulltrúa sem áður var í Sjálfstæðisflokknum, var einungis úthlutaður áheyrnarfulltrúi – án atkvæðisréttar. Þannig var staðan í eitt ár. Í júní 2025 var þó kosið í bæjarráð í síðasta sinn fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, sem fara fram í maí 2026. Við þá kosningu samþykkti meirihlutinn að falla frá hlutkesti um aðalmann í bæjarráði, sem leiddi til þess að fulltrúi minnihlutans fékk aftur sæti í ráðinu – með atkvæðisrétti. Það ber að hrósa meirihlutanum fyrir þessa ákvörðun. Að útiloka minnihlutann frá bæjarráði með öllu, eins og gert var í fyrra, er í raun andstætt lýðræðislegum vinnubrögðum og veikir pólitískt aðhald. Slíkt fyrirkomulag þekkist ekki annars staðar á landinu. Það er því fagnaðarefni að lýðræðisleg sjónarmið hafi nú fengið að ráða og að rödd minnihlutans heyrist á ný með virkum hætti í bæjarráði Suðurnesjabæjar. Með skynsemina að vopni Kæru íbúar Suðurnesjabæjar – Sveitarstjórnarkosningar fara fram í maí 2026 og senn líður að lokum þessa kjörtímabils. Við í Framsókn munum áfram halda úti öflugu félagsstarfi í vetur, líkt og við höfum gert allt kjörtímabilið. Meðal annars höldum við opna bæjarmálafundi einu sinni í mánuði, þar sem íbúum býðst tækifæri til að eiga milliliðalaust samtal við bæjarfulltrúa og nefndarfólk Framsóknar. Fundirnir eru ávallt auglýstir á Facebook-síðu Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar og á vefnum framsokn.is. Auk þess munum við halda áfram að miðla upplýsingum í gegnum samfélagsmiðla og með reglulegri greinaskrifum sem hafa það að markmiði að upplýsa bæjarbúa um þau mál sem eru í brennidepli í sveitarfélaginu. Í Framsókn er alltaf pláss fyrir kraftmikið og áhugasamt fólk sem vill taka þátt í samfélagslegri umræðu og mótun nær samfélagsins. Við vitum að í litlu samfélagi gerist fátt af sjálfu sér – það þarf elju, samstöðu og skynsemi til að láta hlutina gerast. Við í Framsókn ætlum að halda áfram að vinna af heilindum að hagsmunum íbúa Suðurnesjabæjar – með skynsemina að vopni. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun