Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 07:02 Árangur jafnréttisbaráttunnar undanfarna áratugi hefur gefið okkur tilefni til að ætla að senn yrðu allir sammála því sem ég tel augljós sannindi, það að kynjajafnrétti er ekki einungis sjálfsögð mannréttindi, heldur grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum. Peking-yfirlýsingin sem var samþykkt fyrir þrjátíu árum lagði þannig grunn að jafnréttisstarfi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og með ályktun öryggisráðsins númer 1325 um konur, frið og öryggi fimm árum síðar var mikilvægi þátttöku kvenna í öryggismálum og friðaruppbyggingu viðurkennt í fyrsta sinn. Fyllsta ástæða er til að fagna þeim ávinningi sem hefur náðst. En um leið verðum við að gera okkur grein fyrir því að nú stöndum við skyndilega frammi fyrir alvarlegu bakslagi þar sem kynjajafnrétti - og mannréttindi minnihlutahópa - eiga enn á ný undir högg að sækja. Við lifum við mesta átakatíma innan alþjóðakerfisins frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Pólitísk þróun ýtir undir vaxandi sundrung og átök, bæði innan samfélaga og á milli þeirra. Við verðum sífellt oftar vitni að orðræðu sem einkennist af beinni og óbeinni andstöðu við kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Líka hér á Íslandi, því miður. Þessi orðræða nær til allra króka og kima okkar tilveru, og birtist með nýjum hætti í kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í stafrænum heimi. Flest ríki heims eru í sömu sporum. Við þessar aðstæður verðum við að spyrja okkur hvernig best eigi að mæta þessum áskorunum. Hvernig getur Ísland verið í fararbroddi sterkrar viðspyrnu gegn þróun sem hér hefur verið lýst? Að mínu mati er mikilvægt að snúa vörn í sókn. Ísland hefur verið málsvari kynjajafnréttis og mannréttinda kvenna og stúlkna á alþjóðavettvangi í áratugi. Við þurfum að halda því áfram og gefa í, ef eitthvað er. Á okkur er hlustað vegna árangurs heimafyrir. Við segjum frá því hvernig jafnrétti hefur stutt við þróun íslensks samfélags sem býr við velmegun, frið og öryggi. Við deilum sýn okkar með öðrum og finnum til ábyrgðar gagnvart þeim sem enn búa við ójöfnuð og réttleysi. Hvert og eitt skref í átt að jafnrétti styrkir viðhorf sem einkennast af fordómaleysi og umburðarlyndi, þar sem fólk er metið að verðleikum óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, húðlit, trú eða tungumáli. Ísland leggur traust sitt á öflugt alþjóðakerfi. Við köllum eftir því að alþjóðalögum sé fylgt og alþjóðastofnanir séu virtar og skilvirkar. Ísland með Norðurlöndum og líkt þenkjandi ríkjum talar fyrir því að jafnrétti sé ekki einungis mannréttindi heldur uppspretta mikilvægra gilda á borð við fjölbreytni og jafnræði, sem skipti máli fyrir frið og þróun í öllum samfélögum. Ísland hefur lagt áherslu á stuðning við alþjóðastofnanir á borð við UN Women, sem leikur mikilvægt hlutverk við að auka velferð, valdeflingu og þátttöku kvenna um allan heim. Hér heima höfum við stutt við og átt gott samstarf við Landsnefnd UN Women sem vinnur ómetanlegt starf á sviði kynjajafnréttis á Íslandi og sem hluti af alþjóðastarfi stofnunarinnar. Landsnefndin hefur skipað áberandi sess í íslensku samfélagi um árabil og er einn stærsti styrktaraðili verkefna UN Women á alþjóðavettvangi. Sem dæmi um samstarfsverkefni ráðuneytisins og Landsnefndarinnar á liðnu ári er rýnihópavinna með drengjum og körlum sem getur lagt grunn að nýrri nálgun til árangurs á heimavelli og alþjóðlega. Skilaboð mín til UN Women og annarra sem láta sig varða mannréttindi og kynjajafnrétti eru þau að við megum ekki láta pólitíska öfga eða gamaldags hugmyndakerfi grafa undan árangri. Á þessu ári skulum við fagna mikilvægum áföngum í jafnréttisbaráttunni um allan heim, hér á Íslandi með Kvennaári til að minnast kvennaverkfallsins fyrir hálfri öld. Við skulum síðan, um leið og við þökkum þeim sem börðust í framvarðarlínu í upphafi jafnréttisbaráttunnar, taka höndum saman með þeim sem nú standa vaktina, ekki síst landsnefnd UN Women á Íslandi, og horfa ótrauð fram á veginn. Með hugrekki og kjark þeirra sem fyrst komu, með samstöðu og samvinnu okkar allra, grasrótar og stjórnvalda, getum við skapað betri og réttlátari heim – skref fyrir skref – í átt að fullu jafnrétti. Höfundur er utanríkisráðherra. Greinin er birt í tilefni 15 ára afmælis UN Women þann 2. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árangur jafnréttisbaráttunnar undanfarna áratugi hefur gefið okkur tilefni til að ætla að senn yrðu allir sammála því sem ég tel augljós sannindi, það að kynjajafnrétti er ekki einungis sjálfsögð mannréttindi, heldur grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum. Peking-yfirlýsingin sem var samþykkt fyrir þrjátíu árum lagði þannig grunn að jafnréttisstarfi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og með ályktun öryggisráðsins númer 1325 um konur, frið og öryggi fimm árum síðar var mikilvægi þátttöku kvenna í öryggismálum og friðaruppbyggingu viðurkennt í fyrsta sinn. Fyllsta ástæða er til að fagna þeim ávinningi sem hefur náðst. En um leið verðum við að gera okkur grein fyrir því að nú stöndum við skyndilega frammi fyrir alvarlegu bakslagi þar sem kynjajafnrétti - og mannréttindi minnihlutahópa - eiga enn á ný undir högg að sækja. Við lifum við mesta átakatíma innan alþjóðakerfisins frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Pólitísk þróun ýtir undir vaxandi sundrung og átök, bæði innan samfélaga og á milli þeirra. Við verðum sífellt oftar vitni að orðræðu sem einkennist af beinni og óbeinni andstöðu við kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Líka hér á Íslandi, því miður. Þessi orðræða nær til allra króka og kima okkar tilveru, og birtist með nýjum hætti í kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í stafrænum heimi. Flest ríki heims eru í sömu sporum. Við þessar aðstæður verðum við að spyrja okkur hvernig best eigi að mæta þessum áskorunum. Hvernig getur Ísland verið í fararbroddi sterkrar viðspyrnu gegn þróun sem hér hefur verið lýst? Að mínu mati er mikilvægt að snúa vörn í sókn. Ísland hefur verið málsvari kynjajafnréttis og mannréttinda kvenna og stúlkna á alþjóðavettvangi í áratugi. Við þurfum að halda því áfram og gefa í, ef eitthvað er. Á okkur er hlustað vegna árangurs heimafyrir. Við segjum frá því hvernig jafnrétti hefur stutt við þróun íslensks samfélags sem býr við velmegun, frið og öryggi. Við deilum sýn okkar með öðrum og finnum til ábyrgðar gagnvart þeim sem enn búa við ójöfnuð og réttleysi. Hvert og eitt skref í átt að jafnrétti styrkir viðhorf sem einkennast af fordómaleysi og umburðarlyndi, þar sem fólk er metið að verðleikum óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, húðlit, trú eða tungumáli. Ísland leggur traust sitt á öflugt alþjóðakerfi. Við köllum eftir því að alþjóðalögum sé fylgt og alþjóðastofnanir séu virtar og skilvirkar. Ísland með Norðurlöndum og líkt þenkjandi ríkjum talar fyrir því að jafnrétti sé ekki einungis mannréttindi heldur uppspretta mikilvægra gilda á borð við fjölbreytni og jafnræði, sem skipti máli fyrir frið og þróun í öllum samfélögum. Ísland hefur lagt áherslu á stuðning við alþjóðastofnanir á borð við UN Women, sem leikur mikilvægt hlutverk við að auka velferð, valdeflingu og þátttöku kvenna um allan heim. Hér heima höfum við stutt við og átt gott samstarf við Landsnefnd UN Women sem vinnur ómetanlegt starf á sviði kynjajafnréttis á Íslandi og sem hluti af alþjóðastarfi stofnunarinnar. Landsnefndin hefur skipað áberandi sess í íslensku samfélagi um árabil og er einn stærsti styrktaraðili verkefna UN Women á alþjóðavettvangi. Sem dæmi um samstarfsverkefni ráðuneytisins og Landsnefndarinnar á liðnu ári er rýnihópavinna með drengjum og körlum sem getur lagt grunn að nýrri nálgun til árangurs á heimavelli og alþjóðlega. Skilaboð mín til UN Women og annarra sem láta sig varða mannréttindi og kynjajafnrétti eru þau að við megum ekki láta pólitíska öfga eða gamaldags hugmyndakerfi grafa undan árangri. Á þessu ári skulum við fagna mikilvægum áföngum í jafnréttisbaráttunni um allan heim, hér á Íslandi með Kvennaári til að minnast kvennaverkfallsins fyrir hálfri öld. Við skulum síðan, um leið og við þökkum þeim sem börðust í framvarðarlínu í upphafi jafnréttisbaráttunnar, taka höndum saman með þeim sem nú standa vaktina, ekki síst landsnefnd UN Women á Íslandi, og horfa ótrauð fram á veginn. Með hugrekki og kjark þeirra sem fyrst komu, með samstöðu og samvinnu okkar allra, grasrótar og stjórnvalda, getum við skapað betri og réttlátari heim – skref fyrir skref – í átt að fullu jafnrétti. Höfundur er utanríkisráðherra. Greinin er birt í tilefni 15 ára afmælis UN Women þann 2. júlí.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun