Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 07:30 Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra. Biðlistar héldu áfram að lengjast og um tíma biðu um 700 manns eftir plássi. Þetta er hrein og klár vanræksla sem hefur kostað aldraða og fjölskyldur þeirra ómælda þjáningu. Ný ríkisstjórn er staðráðin í að gera betur undir forystu Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og hefur snúið vörn í sókn með kraftmiklum aðgerðum. Framkvæmdaráform sem höfðu staðið í stað árum saman eru loksins komin á fullan skrið um land allt. Mikil uppbygging komin af stað Hjúkrunarheimili eru og munu rísa á fjölmörgum stöðum. Í Hveragerði eru framkvæmdir hafnar við byggingu 44 hjúkrunarrýma, en þar af eru 26 ný rými. Í gömlu höfuðstöðvum Icelandair við Nauthólsveg verður húsnæði endurhannað fyrir 87 rými og í Þursaholti á Akureyri mun rísa nýtt 100 rýma hjúkrunarheimili. Þá hefjast framkvæmdir brátt á Húsavík. Í Boðaþingi verður vonandi lokið við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í sumar með 64 rýmum og á Nesvöllum í Reykjanesbæ verða tekin í notkun 50 ný rými næsta haust ef að líkum lætur. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ með allt að 66 hjúkrunarrýmum samkvæmt samkomulagi sem félags- og húsnæðismálaráðherra og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í gær, þriðjudag. Fleiri verkefni eru í farvatninu sem munu líta dagsins ljós á næstunni. Þetta er raunverulegur árangur sem skiptir eldri borgara og fjölskyldur þeirra miklu máli. Þess utan léttir uppbygging hjúkrunarheimila á sjúkrahúsunum og sparar í raun útgjöld því mun dýrara er að vista fólk á sjúkrahúsum en á hjúkrunarheimilum. Þá er að sjálfsögðu mun heimilislegra fyrir fólk að búa á hjúkrunarheimilum en á spítala. Sýnilegur árangur á stuttum tíma Ríkisstjórnin hefur einfaldað kerfið. Nú sér ríkið alfarið um að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila en áður stóðu sveitarfélög undir 15 prósentum kostnaðarins. Undir forystu félags- og húsnæðismálaráðherra starfar nú stýrihópur um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem tryggir að höggvið verði á hnútinn í fjölmörgum verkefnum þannig að þau dragist ekki á langinn. Þetta flýtir fyrir framkvæmdum og gerir sveitarfélögum auðveldara að koma til móts við þarfir eldri íbúa sinna. Á næstu fjórum árum mun biðlistar loksins styttast og fleiri fá þá umönnun sem þau þurfa. Ríkisstjórnin hefur tekið af skarið og sýnt að hún tekur málefni eldri borgara alvarlega. Undir verkstjórn Valkyrjanna mun eldra fólk njóta þeirrar virðingar og þjónustu sem það verðskuldar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Björk Óskarsdóttir Alþingi Heilbrigðismál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldri borgarar Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra. Biðlistar héldu áfram að lengjast og um tíma biðu um 700 manns eftir plássi. Þetta er hrein og klár vanræksla sem hefur kostað aldraða og fjölskyldur þeirra ómælda þjáningu. Ný ríkisstjórn er staðráðin í að gera betur undir forystu Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og hefur snúið vörn í sókn með kraftmiklum aðgerðum. Framkvæmdaráform sem höfðu staðið í stað árum saman eru loksins komin á fullan skrið um land allt. Mikil uppbygging komin af stað Hjúkrunarheimili eru og munu rísa á fjölmörgum stöðum. Í Hveragerði eru framkvæmdir hafnar við byggingu 44 hjúkrunarrýma, en þar af eru 26 ný rými. Í gömlu höfuðstöðvum Icelandair við Nauthólsveg verður húsnæði endurhannað fyrir 87 rými og í Þursaholti á Akureyri mun rísa nýtt 100 rýma hjúkrunarheimili. Þá hefjast framkvæmdir brátt á Húsavík. Í Boðaþingi verður vonandi lokið við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í sumar með 64 rýmum og á Nesvöllum í Reykjanesbæ verða tekin í notkun 50 ný rými næsta haust ef að líkum lætur. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ með allt að 66 hjúkrunarrýmum samkvæmt samkomulagi sem félags- og húsnæðismálaráðherra og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í gær, þriðjudag. Fleiri verkefni eru í farvatninu sem munu líta dagsins ljós á næstunni. Þetta er raunverulegur árangur sem skiptir eldri borgara og fjölskyldur þeirra miklu máli. Þess utan léttir uppbygging hjúkrunarheimila á sjúkrahúsunum og sparar í raun útgjöld því mun dýrara er að vista fólk á sjúkrahúsum en á hjúkrunarheimilum. Þá er að sjálfsögðu mun heimilislegra fyrir fólk að búa á hjúkrunarheimilum en á spítala. Sýnilegur árangur á stuttum tíma Ríkisstjórnin hefur einfaldað kerfið. Nú sér ríkið alfarið um að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila en áður stóðu sveitarfélög undir 15 prósentum kostnaðarins. Undir forystu félags- og húsnæðismálaráðherra starfar nú stýrihópur um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem tryggir að höggvið verði á hnútinn í fjölmörgum verkefnum þannig að þau dragist ekki á langinn. Þetta flýtir fyrir framkvæmdum og gerir sveitarfélögum auðveldara að koma til móts við þarfir eldri íbúa sinna. Á næstu fjórum árum mun biðlistar loksins styttast og fleiri fá þá umönnun sem þau þurfa. Ríkisstjórnin hefur tekið af skarið og sýnt að hún tekur málefni eldri borgara alvarlega. Undir verkstjórn Valkyrjanna mun eldra fólk njóta þeirrar virðingar og þjónustu sem það verðskuldar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun