Fótbolti

Leikdagur á EM: Á­þreifan­leg spenna og Finnar jafn­vel spenntari

Aron Guðmundsson skrifar
Aron Guðmundsson og Sindri Sverrisson fylgja stelpunum okkar eftir úti í Sviss.
Aron Guðmundsson og Sindri Sverrisson fylgja stelpunum okkar eftir úti í Sviss. vísir / skjáskot

Ísland hefur vegferð sína á EM í fótbolta í Sviss í dag þegar að liðið mætir Finnlandi í fyrsta leik mótsins á Stockhorn Arena í Thun.

Íþróttafréttamennirnir Aron Guðmundsson og Sindri Sverrisson eru, ásamt Antoni Brink tökumanni, úti í Sviss að fylgja liðinu eftir og í innslaginu hér fyrir neðan hita þeir rækilega upp fyrir leik dagsins. 

Klippa: Fyrsti leikdagur á EM

Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun Vísis og Sýnar um EM 2025 í fótbolta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×