Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2025 10:36 Forsíða skýrslu hóps sérfræðinga sem lögmenn Lucy Letby kynntu í febrúar. Vísir/EPA Breska lögreglan handtók og yfirheyrði þrjá stjórnendur Greifynjusjúkrahússins í Chester vegna gruns um að þeir gætu borið ábyrgð á dauða barna sem hjúkrunarfræðingur við spítalann var dæmdur sekur um að hafa drepið. Efasemdir hafa komið fram um sekt hjúkrunarfræðingsins og hvort börnin hafi raunverulega verið drepin. Handtökurnar tengjast máli Lucy Letby, hjúkrunarfræðings á fertugsaldri, sem var sakfelld fyrir að verða sjö börnum að bana og reyna að drepa sjö til viðbótar. Til rannsóknar er nú hvort að stjórnendur sjúkrahússins hafi gerst sekir um stórfellda vanrækslu í tengslum við dauða barnanna, að því er segir í frétt The Guardian. Paul Hughes, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Cheshire, sagði í gær að rannsóknin beindist að því hvort að háttsettir stjórnendur sjúkrahússins hefðu gerst sekir um glæp í viðbrögðum sínum, eða athafnaleysi, við tíðum dauðsföllum á nýburadeild. Mögulegar sakir á hendur þeim hefðu ekki áhrif á mál Letby. Stjórnendurnir þrír voru allir látnir lausir gegn tryggingu að loknum skýrslutökum. Saksóknarar segjast jafnframt meta hvort að Letby verði ákærð vegna fleiri atvika sem eigi að hafa átt sér stað þegar hún starfaði í Liverpool frá 2012, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Reynir að fá málið tekið upp Letby hefur í tvígang reynt að fá sakfellingu sinni hnekkt án árangurs en lögmenn hennar reyna nú að fá opinbera eftirlitsnefnd um sakamál til þess að skoða málið. Verjendur Letby hafa leitt fram tugi alþjóðlegra sérfræðinga sem telja að gögn málsins bendi ekki til þess að hún hafi ráðið börnunum bana. Einn þeirra gagnrýndi lögregluna fyrir að tilkynna um handtökurnar á viðkvæmum tíma þar sem eftirlitsnefndin kannaði mál Letby. Bent hefur verið á að málið gegn Letby byggði að stórum hluta á ótækum tölfræðilegum forsendum. Byggt var á fylgni á milli dauða barnanna og þess hvenær Letby var á vakt en tölfræðingar hafa gagnrýnt að aðeins þau tilfelli sem studdu málstað saksóknara hefðu verið týnd til þar. Einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby tefla fram nú segir að saksóknarar í máli hennar hafi rangtúlkað rannsókn hans. Gagnrýndi hann að saksóknarar hefðu ályktað að banamein barnanna væri blóðtappi sem Letby hefði valdið með því að sprauta lofti í blóðrás í þeirra. Börnin hefði ekki verið með dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa og gagnrýndi hann ennfremur að það hefði verið talið banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Fram hefur komið að aðstæður á deildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið slæmar. Þar hafi skort viðeigandi tækjabúnað og þjálfað starfsfólk og mikið álag hafi verið á læknum og hjúkrunarfræðingum. Þá var árið 2015, árið sem Letby á að hafa byrjað að drepa börn, það fyrsta í heild öld þar sem ungbarnadauði jókst. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. 16. desember 2024 20:25 Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Rannsókn er hafin á því hvernig hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby tókst að myrða sjö börn á tveggja ára tímabili án þess að það kæmist upp. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrirfram í kjölfar efasemda um sekt Letby. 10. september 2024 07:27 Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Handtökurnar tengjast máli Lucy Letby, hjúkrunarfræðings á fertugsaldri, sem var sakfelld fyrir að verða sjö börnum að bana og reyna að drepa sjö til viðbótar. Til rannsóknar er nú hvort að stjórnendur sjúkrahússins hafi gerst sekir um stórfellda vanrækslu í tengslum við dauða barnanna, að því er segir í frétt The Guardian. Paul Hughes, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Cheshire, sagði í gær að rannsóknin beindist að því hvort að háttsettir stjórnendur sjúkrahússins hefðu gerst sekir um glæp í viðbrögðum sínum, eða athafnaleysi, við tíðum dauðsföllum á nýburadeild. Mögulegar sakir á hendur þeim hefðu ekki áhrif á mál Letby. Stjórnendurnir þrír voru allir látnir lausir gegn tryggingu að loknum skýrslutökum. Saksóknarar segjast jafnframt meta hvort að Letby verði ákærð vegna fleiri atvika sem eigi að hafa átt sér stað þegar hún starfaði í Liverpool frá 2012, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Reynir að fá málið tekið upp Letby hefur í tvígang reynt að fá sakfellingu sinni hnekkt án árangurs en lögmenn hennar reyna nú að fá opinbera eftirlitsnefnd um sakamál til þess að skoða málið. Verjendur Letby hafa leitt fram tugi alþjóðlegra sérfræðinga sem telja að gögn málsins bendi ekki til þess að hún hafi ráðið börnunum bana. Einn þeirra gagnrýndi lögregluna fyrir að tilkynna um handtökurnar á viðkvæmum tíma þar sem eftirlitsnefndin kannaði mál Letby. Bent hefur verið á að málið gegn Letby byggði að stórum hluta á ótækum tölfræðilegum forsendum. Byggt var á fylgni á milli dauða barnanna og þess hvenær Letby var á vakt en tölfræðingar hafa gagnrýnt að aðeins þau tilfelli sem studdu málstað saksóknara hefðu verið týnd til þar. Einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby tefla fram nú segir að saksóknarar í máli hennar hafi rangtúlkað rannsókn hans. Gagnrýndi hann að saksóknarar hefðu ályktað að banamein barnanna væri blóðtappi sem Letby hefði valdið með því að sprauta lofti í blóðrás í þeirra. Börnin hefði ekki verið með dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa og gagnrýndi hann ennfremur að það hefði verið talið banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Fram hefur komið að aðstæður á deildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið slæmar. Þar hafi skort viðeigandi tækjabúnað og þjálfað starfsfólk og mikið álag hafi verið á læknum og hjúkrunarfræðingum. Þá var árið 2015, árið sem Letby á að hafa byrjað að drepa börn, það fyrsta í heild öld þar sem ungbarnadauði jókst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. 16. desember 2024 20:25 Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Rannsókn er hafin á því hvernig hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby tókst að myrða sjö börn á tveggja ára tímabili án þess að það kæmist upp. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrirfram í kjölfar efasemda um sekt Letby. 10. september 2024 07:27 Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. 16. desember 2024 20:25
Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Rannsókn er hafin á því hvernig hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby tókst að myrða sjö börn á tveggja ára tímabili án þess að það kæmist upp. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrirfram í kjölfar efasemda um sekt Letby. 10. september 2024 07:27
Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42