Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar 2. júlí 2025 11:00 Sem betur fer hefur okkur Íslendingum gengið vel að skapa hér velferðarsamfélag á forsendum mikillar verðmætasköpunar. Forsenda þess að þessi velgengni haldi áfram er að þeir sem leggja fjármagn í atvinnurekstur fái það til baka með eðlilegri ávöxtun. Arðgreiðslur: Hvati eða græðgi Að tryggja svigrúm til arðgreiðslna í atvinnurekstri er grundvallaratriði fyrir heilbrigt og blómlegt hagkerfi. Þetta á sérstaklega við um útflutningsgreinar eins og íslenskan sjávarútveg. Arðgreiðslur eru ekki einungis leið til að verðlauna eigendur fyrir áhættu og fjárfestingu, heldur gegna þær lykilhlutverki í að laða að nýtt fjármagn, stuðla að nýsköpun og viðhalda samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Þetta vita allir, líka flestir þingmenn vinstriflokkanna. Samt nota þau öll tækifæri til að reyna að telja fólki trú um að ein grein umfram aðra stundi ofurarðgreiðslur á forsendum aðgengis að auðlind þjóðarinnar. Þessi málflutningur er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Afvegaleiðandi umræða og skortur á staðreyndum Það er furðulegt hversu mikið ríkisstjórnarflokkarnir komast upp með að afvegaleiða umræðuna um arðgreiðslur í sjávarútvegi, hugsanlega vegna ofuráherslu á að það vanti fleiri excelskjöl og greiningar af hálfu stjórnarandstöðunnar og hagsmunasamtaka. Flest af því sem að sjávarútvegi snýr er þekkt og mikið af gögnum liggur fyrir. Þegar þau eru skoðuð blasir við að ríkisstjórnin veifar röngu tré og beitir pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum, til að réttlæta skattahækkanir. Arðsemi sjávarútvegs í samanburði Til að skýra stöðuna nánar má líta til greiningar Ragnars M. Gunnarssonar, fjármálafræðings frá Flateyri, sem hefur greint arðsemi atvinnugreina á Íslandi frá 2002 til 2023. Samkvæmt greiningu hans hefur arðsemi sjávarútvegs og fiskeldis verið talsvert lægri sem hlutfall af hagnaði samanborið við þær greinar sem byggja rekstur sinn á innlendri veltu. Til dæmis: Gögn sýna að sjávarútvegur hefur verið með umtalsvert lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Af hverjum 100 krónum sem sjávarútvegur og fiskeldi hefur skilað í hagnað, hafa 62 krónur verið haldið innan fyrirtækisins og endurfjárfest. Á sama tíma hafa heildsölur greitt út 68% af hagnaði en þannig að 32 krónur af hverjum 100 krónum í hagnað hefur verið haldið efir í fyrirtækinu. Þessar tölur sýna að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru, hlutfallslega, mikið lægri en af mörgum öðrum greinum, sem dregur úr þeirri fullyrðingu að um "ofurarðgreiðslur" sé að ræða í sjávarútvegi. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir landsbyggðina Það er áhættusöm þróun að veikja mikilvægar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg og ferðaþjónustu, sérstaklega með málflutningi sem er ekki byggður á staðreyndum. Sjávarútvegur, ásamt ferðaþjónustu, er lífæð landsbyggðarinnar og ein af grundvallarstoðum velferðar í landinu. Þessar greinar þurfa stuðning til vaxtar frekar en veikingar í gegnum ofurskattlagningu. Kallið eftir stöðugleika Stjórnvöldum ber að skapa stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi fyrir sjávarútveginn. Ófyrirsjáanlegar breytingar á regluverki eða of mikil skattlagning geta dregið úr vilja til að fjárfesta og þar með skaðað framtíðarþróun greinarinnar. Svigrúm til arðgreiðslna er ekki lúxus, heldur nauðsynlegur þáttur til að tryggja að sjávarútvegurinn geti áfram verið drifkraftur í íslensku hagkerfi, skapað störf og verðmæti fyrir samfélagið allt. Sjávarútvegurinn hefur sýnt að hann vill byggja til framtíðar og hefur því stillt arðgreiðslum í hóf og greitt lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Höfundur er bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sem betur fer hefur okkur Íslendingum gengið vel að skapa hér velferðarsamfélag á forsendum mikillar verðmætasköpunar. Forsenda þess að þessi velgengni haldi áfram er að þeir sem leggja fjármagn í atvinnurekstur fái það til baka með eðlilegri ávöxtun. Arðgreiðslur: Hvati eða græðgi Að tryggja svigrúm til arðgreiðslna í atvinnurekstri er grundvallaratriði fyrir heilbrigt og blómlegt hagkerfi. Þetta á sérstaklega við um útflutningsgreinar eins og íslenskan sjávarútveg. Arðgreiðslur eru ekki einungis leið til að verðlauna eigendur fyrir áhættu og fjárfestingu, heldur gegna þær lykilhlutverki í að laða að nýtt fjármagn, stuðla að nýsköpun og viðhalda samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Þetta vita allir, líka flestir þingmenn vinstriflokkanna. Samt nota þau öll tækifæri til að reyna að telja fólki trú um að ein grein umfram aðra stundi ofurarðgreiðslur á forsendum aðgengis að auðlind þjóðarinnar. Þessi málflutningur er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Afvegaleiðandi umræða og skortur á staðreyndum Það er furðulegt hversu mikið ríkisstjórnarflokkarnir komast upp með að afvegaleiða umræðuna um arðgreiðslur í sjávarútvegi, hugsanlega vegna ofuráherslu á að það vanti fleiri excelskjöl og greiningar af hálfu stjórnarandstöðunnar og hagsmunasamtaka. Flest af því sem að sjávarútvegi snýr er þekkt og mikið af gögnum liggur fyrir. Þegar þau eru skoðuð blasir við að ríkisstjórnin veifar röngu tré og beitir pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum, til að réttlæta skattahækkanir. Arðsemi sjávarútvegs í samanburði Til að skýra stöðuna nánar má líta til greiningar Ragnars M. Gunnarssonar, fjármálafræðings frá Flateyri, sem hefur greint arðsemi atvinnugreina á Íslandi frá 2002 til 2023. Samkvæmt greiningu hans hefur arðsemi sjávarútvegs og fiskeldis verið talsvert lægri sem hlutfall af hagnaði samanborið við þær greinar sem byggja rekstur sinn á innlendri veltu. Til dæmis: Gögn sýna að sjávarútvegur hefur verið með umtalsvert lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Af hverjum 100 krónum sem sjávarútvegur og fiskeldi hefur skilað í hagnað, hafa 62 krónur verið haldið innan fyrirtækisins og endurfjárfest. Á sama tíma hafa heildsölur greitt út 68% af hagnaði en þannig að 32 krónur af hverjum 100 krónum í hagnað hefur verið haldið efir í fyrirtækinu. Þessar tölur sýna að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru, hlutfallslega, mikið lægri en af mörgum öðrum greinum, sem dregur úr þeirri fullyrðingu að um "ofurarðgreiðslur" sé að ræða í sjávarútvegi. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir landsbyggðina Það er áhættusöm þróun að veikja mikilvægar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg og ferðaþjónustu, sérstaklega með málflutningi sem er ekki byggður á staðreyndum. Sjávarútvegur, ásamt ferðaþjónustu, er lífæð landsbyggðarinnar og ein af grundvallarstoðum velferðar í landinu. Þessar greinar þurfa stuðning til vaxtar frekar en veikingar í gegnum ofurskattlagningu. Kallið eftir stöðugleika Stjórnvöldum ber að skapa stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi fyrir sjávarútveginn. Ófyrirsjáanlegar breytingar á regluverki eða of mikil skattlagning geta dregið úr vilja til að fjárfesta og þar með skaðað framtíðarþróun greinarinnar. Svigrúm til arðgreiðslna er ekki lúxus, heldur nauðsynlegur þáttur til að tryggja að sjávarútvegurinn geti áfram verið drifkraftur í íslensku hagkerfi, skapað störf og verðmæti fyrir samfélagið allt. Sjávarútvegurinn hefur sýnt að hann vill byggja til framtíðar og hefur því stillt arðgreiðslum í hóf og greitt lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Höfundur er bæjarstjóri.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar