Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar 2. júlí 2025 11:00 Sem betur fer hefur okkur Íslendingum gengið vel að skapa hér velferðarsamfélag á forsendum mikillar verðmætasköpunar. Forsenda þess að þessi velgengni haldi áfram er að þeir sem leggja fjármagn í atvinnurekstur fái það til baka með eðlilegri ávöxtun. Arðgreiðslur: Hvati eða græðgi Að tryggja svigrúm til arðgreiðslna í atvinnurekstri er grundvallaratriði fyrir heilbrigt og blómlegt hagkerfi. Þetta á sérstaklega við um útflutningsgreinar eins og íslenskan sjávarútveg. Arðgreiðslur eru ekki einungis leið til að verðlauna eigendur fyrir áhættu og fjárfestingu, heldur gegna þær lykilhlutverki í að laða að nýtt fjármagn, stuðla að nýsköpun og viðhalda samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Þetta vita allir, líka flestir þingmenn vinstriflokkanna. Samt nota þau öll tækifæri til að reyna að telja fólki trú um að ein grein umfram aðra stundi ofurarðgreiðslur á forsendum aðgengis að auðlind þjóðarinnar. Þessi málflutningur er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Afvegaleiðandi umræða og skortur á staðreyndum Það er furðulegt hversu mikið ríkisstjórnarflokkarnir komast upp með að afvegaleiða umræðuna um arðgreiðslur í sjávarútvegi, hugsanlega vegna ofuráherslu á að það vanti fleiri excelskjöl og greiningar af hálfu stjórnarandstöðunnar og hagsmunasamtaka. Flest af því sem að sjávarútvegi snýr er þekkt og mikið af gögnum liggur fyrir. Þegar þau eru skoðuð blasir við að ríkisstjórnin veifar röngu tré og beitir pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum, til að réttlæta skattahækkanir. Arðsemi sjávarútvegs í samanburði Til að skýra stöðuna nánar má líta til greiningar Ragnars M. Gunnarssonar, fjármálafræðings frá Flateyri, sem hefur greint arðsemi atvinnugreina á Íslandi frá 2002 til 2023. Samkvæmt greiningu hans hefur arðsemi sjávarútvegs og fiskeldis verið talsvert lægri sem hlutfall af hagnaði samanborið við þær greinar sem byggja rekstur sinn á innlendri veltu. Til dæmis: Gögn sýna að sjávarútvegur hefur verið með umtalsvert lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Af hverjum 100 krónum sem sjávarútvegur og fiskeldi hefur skilað í hagnað, hafa 62 krónur verið haldið innan fyrirtækisins og endurfjárfest. Á sama tíma hafa heildsölur greitt út 68% af hagnaði en þannig að 32 krónur af hverjum 100 krónum í hagnað hefur verið haldið efir í fyrirtækinu. Þessar tölur sýna að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru, hlutfallslega, mikið lægri en af mörgum öðrum greinum, sem dregur úr þeirri fullyrðingu að um "ofurarðgreiðslur" sé að ræða í sjávarútvegi. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir landsbyggðina Það er áhættusöm þróun að veikja mikilvægar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg og ferðaþjónustu, sérstaklega með málflutningi sem er ekki byggður á staðreyndum. Sjávarútvegur, ásamt ferðaþjónustu, er lífæð landsbyggðarinnar og ein af grundvallarstoðum velferðar í landinu. Þessar greinar þurfa stuðning til vaxtar frekar en veikingar í gegnum ofurskattlagningu. Kallið eftir stöðugleika Stjórnvöldum ber að skapa stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi fyrir sjávarútveginn. Ófyrirsjáanlegar breytingar á regluverki eða of mikil skattlagning geta dregið úr vilja til að fjárfesta og þar með skaðað framtíðarþróun greinarinnar. Svigrúm til arðgreiðslna er ekki lúxus, heldur nauðsynlegur þáttur til að tryggja að sjávarútvegurinn geti áfram verið drifkraftur í íslensku hagkerfi, skapað störf og verðmæti fyrir samfélagið allt. Sjávarútvegurinn hefur sýnt að hann vill byggja til framtíðar og hefur því stillt arðgreiðslum í hóf og greitt lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Höfundur er bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sem betur fer hefur okkur Íslendingum gengið vel að skapa hér velferðarsamfélag á forsendum mikillar verðmætasköpunar. Forsenda þess að þessi velgengni haldi áfram er að þeir sem leggja fjármagn í atvinnurekstur fái það til baka með eðlilegri ávöxtun. Arðgreiðslur: Hvati eða græðgi Að tryggja svigrúm til arðgreiðslna í atvinnurekstri er grundvallaratriði fyrir heilbrigt og blómlegt hagkerfi. Þetta á sérstaklega við um útflutningsgreinar eins og íslenskan sjávarútveg. Arðgreiðslur eru ekki einungis leið til að verðlauna eigendur fyrir áhættu og fjárfestingu, heldur gegna þær lykilhlutverki í að laða að nýtt fjármagn, stuðla að nýsköpun og viðhalda samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Þetta vita allir, líka flestir þingmenn vinstriflokkanna. Samt nota þau öll tækifæri til að reyna að telja fólki trú um að ein grein umfram aðra stundi ofurarðgreiðslur á forsendum aðgengis að auðlind þjóðarinnar. Þessi málflutningur er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Afvegaleiðandi umræða og skortur á staðreyndum Það er furðulegt hversu mikið ríkisstjórnarflokkarnir komast upp með að afvegaleiða umræðuna um arðgreiðslur í sjávarútvegi, hugsanlega vegna ofuráherslu á að það vanti fleiri excelskjöl og greiningar af hálfu stjórnarandstöðunnar og hagsmunasamtaka. Flest af því sem að sjávarútvegi snýr er þekkt og mikið af gögnum liggur fyrir. Þegar þau eru skoðuð blasir við að ríkisstjórnin veifar röngu tré og beitir pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum, til að réttlæta skattahækkanir. Arðsemi sjávarútvegs í samanburði Til að skýra stöðuna nánar má líta til greiningar Ragnars M. Gunnarssonar, fjármálafræðings frá Flateyri, sem hefur greint arðsemi atvinnugreina á Íslandi frá 2002 til 2023. Samkvæmt greiningu hans hefur arðsemi sjávarútvegs og fiskeldis verið talsvert lægri sem hlutfall af hagnaði samanborið við þær greinar sem byggja rekstur sinn á innlendri veltu. Til dæmis: Gögn sýna að sjávarútvegur hefur verið með umtalsvert lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Af hverjum 100 krónum sem sjávarútvegur og fiskeldi hefur skilað í hagnað, hafa 62 krónur verið haldið innan fyrirtækisins og endurfjárfest. Á sama tíma hafa heildsölur greitt út 68% af hagnaði en þannig að 32 krónur af hverjum 100 krónum í hagnað hefur verið haldið efir í fyrirtækinu. Þessar tölur sýna að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru, hlutfallslega, mikið lægri en af mörgum öðrum greinum, sem dregur úr þeirri fullyrðingu að um "ofurarðgreiðslur" sé að ræða í sjávarútvegi. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir landsbyggðina Það er áhættusöm þróun að veikja mikilvægar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg og ferðaþjónustu, sérstaklega með málflutningi sem er ekki byggður á staðreyndum. Sjávarútvegur, ásamt ferðaþjónustu, er lífæð landsbyggðarinnar og ein af grundvallarstoðum velferðar í landinu. Þessar greinar þurfa stuðning til vaxtar frekar en veikingar í gegnum ofurskattlagningu. Kallið eftir stöðugleika Stjórnvöldum ber að skapa stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi fyrir sjávarútveginn. Ófyrirsjáanlegar breytingar á regluverki eða of mikil skattlagning geta dregið úr vilja til að fjárfesta og þar með skaðað framtíðarþróun greinarinnar. Svigrúm til arðgreiðslna er ekki lúxus, heldur nauðsynlegur þáttur til að tryggja að sjávarútvegurinn geti áfram verið drifkraftur í íslensku hagkerfi, skapað störf og verðmæti fyrir samfélagið allt. Sjávarútvegurinn hefur sýnt að hann vill byggja til framtíðar og hefur því stillt arðgreiðslum í hóf og greitt lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Höfundur er bæjarstjóri.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun