Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 20:01 Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu sem varð „viral“ árið 2010. „Þetta deyr aldrei, neitar að deyja!“ segir Mollý Jökulsdóttir um lagið Tik Tok skinka, sem varð gríðarlega vinsælt á netinu fyrir fimmtán árum síðan þegar tónlistarmyndband við lagið var sett á Youtube, en þá var Mollý í tíunda bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ. „Við setjum þetta inn á YouTube því það var alveg nýtt. Við hentum þessu inn bara svo að skólinn gæti séð það, eftir að þetta var í annálnum okkar fyrir tíunda bekk,“ sagði Mollý í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Svo bara varð þetta viral. Þetta er örugglega fyrsta íslenska myndbandið sem varð viral.“ Hugtakið viral er notað yfir það þegar fyrirbæri dreifist eins og eldur um sinu um netheima. Í lýsingu myndbandsins á YouTube segir að um einkahúmor sé að ræða, og að vonast sé til þess að hægt sé að taka það upp aftur með betri myndavél. Það hefur aldrei verið gert. „Það þurfti ekki,“ sagði Mollý. „Ég fékk tvö þúsund vinabeiðnir á Facebook daginn eftir. Og ég sagði já við öllum.“ Myndbandið hefur þegar þetta er skrifað safnað 761 þúsund áhorfum á YouTube. Þá eru til fleiri myndbönd sem innihalda lagið sem hafa safnað mörgum áhorfum. Eitt þeirra inniheldur texta lagsins, og er með 178 þúsund áhorf. Mollý segist einu sinni hafa fengið tölu yfir öll áhorf á myndbandið. Þar hafi tölur af öllum samfélagsmiðlum verið tekin saman, og þau verið rúmlega níu milljónir í heildina. Finnst þér eins og núna í seinni tíð að allir vita hvað þetta er? „Það vita allir hvað þetta er. Ég var í barnaafmæli hjá frænda mínum í gær, og þá kemur ein mamman til mín sem ég þekki ekki neitt og segir „fyrirgefðu, má ég aðeins fá þig lánaða,“ Þá voru börnin hennar, stelpan er kannski tíu ára og strákurinn átta, þau sitja þarna með stór augu. „Æji, þau elska lagið þitt og langar ógeðslega að segja hæ við þig.““ Mollý er enn að reyna fyrir sér í tónlistinni. Hún er í dag búsett í Silkiborg í Danmörku og starfar með fram tónlistarferlinum sem sölustjóri hjá tískufyrirtæki. „Svo á kvöldin og um helgar er ég niðri í heimastúdóinu mínu að reyna að vera poppstjarna,“ segir Mollý. „Þetta er svona dansvænt popp, sem er kannski stundum með pínulitlum alvarlegum undirtón. Ég gaf út lag núna fyrr á þessu ári sem heitir If I, sem er komið í spilun hér á Íslandi og á Danmörku. Það er mjög klúbbað 80s danslag.“ Tónlist Einu sinni var... Danmörk Samfélagsmiðlar Mosfellsbær Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira
„Við setjum þetta inn á YouTube því það var alveg nýtt. Við hentum þessu inn bara svo að skólinn gæti séð það, eftir að þetta var í annálnum okkar fyrir tíunda bekk,“ sagði Mollý í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Svo bara varð þetta viral. Þetta er örugglega fyrsta íslenska myndbandið sem varð viral.“ Hugtakið viral er notað yfir það þegar fyrirbæri dreifist eins og eldur um sinu um netheima. Í lýsingu myndbandsins á YouTube segir að um einkahúmor sé að ræða, og að vonast sé til þess að hægt sé að taka það upp aftur með betri myndavél. Það hefur aldrei verið gert. „Það þurfti ekki,“ sagði Mollý. „Ég fékk tvö þúsund vinabeiðnir á Facebook daginn eftir. Og ég sagði já við öllum.“ Myndbandið hefur þegar þetta er skrifað safnað 761 þúsund áhorfum á YouTube. Þá eru til fleiri myndbönd sem innihalda lagið sem hafa safnað mörgum áhorfum. Eitt þeirra inniheldur texta lagsins, og er með 178 þúsund áhorf. Mollý segist einu sinni hafa fengið tölu yfir öll áhorf á myndbandið. Þar hafi tölur af öllum samfélagsmiðlum verið tekin saman, og þau verið rúmlega níu milljónir í heildina. Finnst þér eins og núna í seinni tíð að allir vita hvað þetta er? „Það vita allir hvað þetta er. Ég var í barnaafmæli hjá frænda mínum í gær, og þá kemur ein mamman til mín sem ég þekki ekki neitt og segir „fyrirgefðu, má ég aðeins fá þig lánaða,“ Þá voru börnin hennar, stelpan er kannski tíu ára og strákurinn átta, þau sitja þarna með stór augu. „Æji, þau elska lagið þitt og langar ógeðslega að segja hæ við þig.““ Mollý er enn að reyna fyrir sér í tónlistinni. Hún er í dag búsett í Silkiborg í Danmörku og starfar með fram tónlistarferlinum sem sölustjóri hjá tískufyrirtæki. „Svo á kvöldin og um helgar er ég niðri í heimastúdóinu mínu að reyna að vera poppstjarna,“ segir Mollý. „Þetta er svona dansvænt popp, sem er kannski stundum með pínulitlum alvarlegum undirtón. Ég gaf út lag núna fyrr á þessu ári sem heitir If I, sem er komið í spilun hér á Íslandi og á Danmörku. Það er mjög klúbbað 80s danslag.“
Tónlist Einu sinni var... Danmörk Samfélagsmiðlar Mosfellsbær Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira