Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2025 11:33 Þau skelfilegu tíðindi bárust í morgun að Diogo Jota, leikmaður Liverpool, hefði látið lífið í bílslysi ásamt bróður sínum. Vísir/Getty Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta segir fráfall fótboltamannsins Diogo Jota sorglegar fréttir að fá. Þær setji lífið í stærra samhengi. Íslenska fjölmiðlateymið á EM í Sviss beið þess að íslenska landsliðið mætti á æfingasvæðið hjá FC Allmendingen í Thun fyrir æfingu dagsins þegar að bárust af því fréttir að Diogo Jota, leikmaður Liverpool og portúgalska landsliðsins hefði látið lífið ásamt bróður sínum. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt á A-52 þjóðveginum í Zamora-héraði á Spáni, rétt norðan við Portúgal. Jota var 28 ára gamall en Silva tveimur árum yngri. Jota hefur leikið 49 landsleiki fyrir hönd portúgalska landsliðsins en Silva lék fyrir Penafiel í Portúgal. Eðlilega slógu fréttirnar alla. Íslenska landsliðið mætti á æfingasvæðið og viðtöl tóku við. Svona fréttir minna mann á það hvað lífið er brothætt og stutt á milli. Setur hlutina í stærra samhengi. Kvöldið áður hafði íslenska liðið upplifað kvöld vonbrigða í fyrsta leik sínum á EM sem lauk með tapi gegn Sviss. Frammistaðan undir væntingum og þung spor að stíga. En við svona áfall eins og fráfall Jota, sem lifði og hrærðist í heimi fótboltans, er ekkert óeðlilegt að tíðindi eins og úrslit leikja, frammistaða liða, vonbrigði og svekkelsi víki til hliðar. „Fótbolti er skemmtun og afþreying, að hluta til," sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari í viðtali við íþróttadeild Sýnar fyrir æfingu í morgun. „Miðlarnir búa til afþreyingarefni og svo framvegis. En svo getur alltaf lífið sjálft komið fyrir, sem er alltaf í miklu stærra samhengi heldur en nokkurn tímann það að spila fótboltaleik. Auðvitað eru þetta sorglegar fréttir en ekkert mikið sem ég get sagt um það annað.“ Klippa: „Skelfilegar fréttir“ Andlát Diogo Jota Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Íslenska fjölmiðlateymið á EM í Sviss beið þess að íslenska landsliðið mætti á æfingasvæðið hjá FC Allmendingen í Thun fyrir æfingu dagsins þegar að bárust af því fréttir að Diogo Jota, leikmaður Liverpool og portúgalska landsliðsins hefði látið lífið ásamt bróður sínum. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt á A-52 þjóðveginum í Zamora-héraði á Spáni, rétt norðan við Portúgal. Jota var 28 ára gamall en Silva tveimur árum yngri. Jota hefur leikið 49 landsleiki fyrir hönd portúgalska landsliðsins en Silva lék fyrir Penafiel í Portúgal. Eðlilega slógu fréttirnar alla. Íslenska landsliðið mætti á æfingasvæðið og viðtöl tóku við. Svona fréttir minna mann á það hvað lífið er brothætt og stutt á milli. Setur hlutina í stærra samhengi. Kvöldið áður hafði íslenska liðið upplifað kvöld vonbrigða í fyrsta leik sínum á EM sem lauk með tapi gegn Sviss. Frammistaðan undir væntingum og þung spor að stíga. En við svona áfall eins og fráfall Jota, sem lifði og hrærðist í heimi fótboltans, er ekkert óeðlilegt að tíðindi eins og úrslit leikja, frammistaða liða, vonbrigði og svekkelsi víki til hliðar. „Fótbolti er skemmtun og afþreying, að hluta til," sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari í viðtali við íþróttadeild Sýnar fyrir æfingu í morgun. „Miðlarnir búa til afþreyingarefni og svo framvegis. En svo getur alltaf lífið sjálft komið fyrir, sem er alltaf í miklu stærra samhengi heldur en nokkurn tímann það að spila fótboltaleik. Auðvitað eru þetta sorglegar fréttir en ekkert mikið sem ég get sagt um það annað.“ Klippa: „Skelfilegar fréttir“
Andlát Diogo Jota Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira