Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar 3. júlí 2025 13:02 Málfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðisins og lykilforsenda virkrar samfélagsumræðu. Þessa dagana velta mörg fyrir sér, að gefnu tilefni, hvenær réttlætanlegt sé að takmarka málsfrelsi innan sjálfra stofnana lýðræðisins. Málfrelsi sem mannréttindi Rétturinn til tjáningar nýtur verndar samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, þar á meðal 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 73. gr. stjórnarskrár Íslands. Málfrelsi felur í sér rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar, veita upplýsingar og taka þátt í opinberri umræðu án ótta við refsingu eða afskipti stjórnvalda. Þannig er það einnig gegnumgangandi viðmið í lýðræðisríkjum að tjáningarfrelsi sé grundvallarréttindi en jafnframt viðurkennt að það megi takmarka það við ákveðnar aðstæður. Takmarkanir í þágu lýðræðisins Þótt málfrelsi sé mikilvægt, er það ekki algert. Samkvæmt alþjóðlegum réttarheimildum, svo sem þeim sem að ofan greinir, má setja því takmarkanir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum: þær þurfa að vera lögbundnar, þjóna lögmætu markmiði, og vera nauðsynlegar í lýðræðislegu samfélagi. Markmiðin geta meðal annars falist í að vernda þjóðaröryggi, almannaheill, siðgæði eða réttindi annarra, en einnig að tryggja skilvirka og málefnalega starfsemi lýðræðislegra stofnana. Þetta á meðal annars við um starfsemi þjóðþinga. Þar getur verið nauðsynlegt að setja reglur um fundarsköp og ræðutíma, til að tryggja að umræðan sé markviss, virðing sé borin fyrir tíma annarra þingmanna og að öllum sjónarmiðum sé gefið sanngjarnt rými. Skipulag ræðutíma er ekki brot á málfrelsi Þegar sett eru ákvæði um hversu oft þingmenn mega taka til máls, eða hve langan tíma þeir hafa til umráða, er því ekki um að ræða skerðingu á kjarnanum í tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru til þess fallnar að styðja við uppbyggilega umræðu og tryggja jafnræði innan þingsins og þar með einnig treysta undirstöður lýðræðisins sjálfs. Þetta er mikilvægt sjónarhorn, því stundum er því haldið fram að slíkar reglur feli í sér þöggun eða einhverja skerðingu á málfrelsinu. Því er í raun öfugt farið: Reglur um ræðutíma, málsmeðferð og umræður innan þings eru hluti af nauðsynlegum verkfærum til að verja lýðræðislega umræðu gegn stjórnleysi, málþófi eða misnotkun á ræðufrelsi. Lög um þingsköp Alþingis Fundarsköp Alþingis hafa verið lögfest með þingskaparlögum. Þau innihalda reglur um störf Alþingis og má þar m.a. finna reglur um hegðun í þingsal, ávörp þingmanna og reglur um lengd ræðutíma og hversu margar ræður má halda. Með lögum um þingsköp er þingmönnum m.ö.o. settar ákveðnar skorður, í þágu lýðræðis, og hafa lögin ekki talist ganga í berhögg við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi. Í 2. mgr. 71. gr. laganna segir að forseti Alþingis geti stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig lagt til, að umræðum um mál skuli lokið. Skulu slíkar tillögur forseta án umræðu bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Birtingarmynd virks og ábyrgs lýðræðis Málfrelsi er forsenda virkrar og opinnar samfélagsumræðu. En rétt eins og frelsi einstaklingsins til athafna getur verið takmarkað til að tryggja frelsi annarra, getur tjáningarfrelsi sætt eðlilegum skorðum í þágu samræðu, jafnræðis og lýðræðislegrar virkni. Innan þjóðþinga eru reglur um fjölda og lengd ræða þingmanna hluti af heilbrigðum stjórnskipulegum ramma en ekki brot á tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru þvert á móti birtingarmynd virks og ábyrgðs lýðræðis. Þetta tel ég að Alþingi Íslendinga og fundarstjórinn, sjálfur forseti Alþingis ættu að hafa í huga. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Alþingi Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Málfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðisins og lykilforsenda virkrar samfélagsumræðu. Þessa dagana velta mörg fyrir sér, að gefnu tilefni, hvenær réttlætanlegt sé að takmarka málsfrelsi innan sjálfra stofnana lýðræðisins. Málfrelsi sem mannréttindi Rétturinn til tjáningar nýtur verndar samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, þar á meðal 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 73. gr. stjórnarskrár Íslands. Málfrelsi felur í sér rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar, veita upplýsingar og taka þátt í opinberri umræðu án ótta við refsingu eða afskipti stjórnvalda. Þannig er það einnig gegnumgangandi viðmið í lýðræðisríkjum að tjáningarfrelsi sé grundvallarréttindi en jafnframt viðurkennt að það megi takmarka það við ákveðnar aðstæður. Takmarkanir í þágu lýðræðisins Þótt málfrelsi sé mikilvægt, er það ekki algert. Samkvæmt alþjóðlegum réttarheimildum, svo sem þeim sem að ofan greinir, má setja því takmarkanir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum: þær þurfa að vera lögbundnar, þjóna lögmætu markmiði, og vera nauðsynlegar í lýðræðislegu samfélagi. Markmiðin geta meðal annars falist í að vernda þjóðaröryggi, almannaheill, siðgæði eða réttindi annarra, en einnig að tryggja skilvirka og málefnalega starfsemi lýðræðislegra stofnana. Þetta á meðal annars við um starfsemi þjóðþinga. Þar getur verið nauðsynlegt að setja reglur um fundarsköp og ræðutíma, til að tryggja að umræðan sé markviss, virðing sé borin fyrir tíma annarra þingmanna og að öllum sjónarmiðum sé gefið sanngjarnt rými. Skipulag ræðutíma er ekki brot á málfrelsi Þegar sett eru ákvæði um hversu oft þingmenn mega taka til máls, eða hve langan tíma þeir hafa til umráða, er því ekki um að ræða skerðingu á kjarnanum í tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru til þess fallnar að styðja við uppbyggilega umræðu og tryggja jafnræði innan þingsins og þar með einnig treysta undirstöður lýðræðisins sjálfs. Þetta er mikilvægt sjónarhorn, því stundum er því haldið fram að slíkar reglur feli í sér þöggun eða einhverja skerðingu á málfrelsinu. Því er í raun öfugt farið: Reglur um ræðutíma, málsmeðferð og umræður innan þings eru hluti af nauðsynlegum verkfærum til að verja lýðræðislega umræðu gegn stjórnleysi, málþófi eða misnotkun á ræðufrelsi. Lög um þingsköp Alþingis Fundarsköp Alþingis hafa verið lögfest með þingskaparlögum. Þau innihalda reglur um störf Alþingis og má þar m.a. finna reglur um hegðun í þingsal, ávörp þingmanna og reglur um lengd ræðutíma og hversu margar ræður má halda. Með lögum um þingsköp er þingmönnum m.ö.o. settar ákveðnar skorður, í þágu lýðræðis, og hafa lögin ekki talist ganga í berhögg við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi. Í 2. mgr. 71. gr. laganna segir að forseti Alþingis geti stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig lagt til, að umræðum um mál skuli lokið. Skulu slíkar tillögur forseta án umræðu bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Birtingarmynd virks og ábyrgs lýðræðis Málfrelsi er forsenda virkrar og opinnar samfélagsumræðu. En rétt eins og frelsi einstaklingsins til athafna getur verið takmarkað til að tryggja frelsi annarra, getur tjáningarfrelsi sætt eðlilegum skorðum í þágu samræðu, jafnræðis og lýðræðislegrar virkni. Innan þjóðþinga eru reglur um fjölda og lengd ræða þingmanna hluti af heilbrigðum stjórnskipulegum ramma en ekki brot á tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru þvert á móti birtingarmynd virks og ábyrgðs lýðræðis. Þetta tel ég að Alþingi Íslendinga og fundarstjórinn, sjálfur forseti Alþingis ættu að hafa í huga. Höfundur er lögmaður.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun