Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar 3. júlí 2025 13:32 Enn hefur skotið upp kollinum í umræðunni endalausu þvælan um að þjóð og ríki séu aðskilin fyrirbæri og að ríkið komið þjóðinni ekkert við. Þetta getur hafa átt við á miðöldum og fram á nýöld þegar ríki voru undir stjórn kónga í lénsveldi aðalsmanna, þ. á m. greifa. Þá gat Norður-Frakkland til dæmis verið hluti af ríkinu Englandi, eða Ísland hluti af Danmörku. Einkunnarorð þessa tíma krystallast í meintum orðum Loðvíks 14.: „Ríkið, það er ég.“ En það breyttist með tilkomu þjóðríkjanna og samhliða lýðræðisvæðingu þeirra. Hafandi rannsakað tilurð þjóðríkja um árabil tel ég mig geta sagt nokkuð um hana. Þegar þjóðir Vesturlanda hófu að bylta ofan af sér oki aðalsstéttanna varð ákallið eftir þjóðinni æ háværara, þjóðin var hugsuð sem réttmæt eining tiltekinna hópa af ýmsum ástæðum, tungumála, landfræðilegra aðstæðna, hefða, menningar o.s.frv. Hugmyndir um jafnræði og lýðræði voru óaðskiljanlegur hluti þessarar umræðu á átjándu og nítjándu öld þegar þjóðríkin komust á legg og urðu að meginríkiseiningu Vesturlanda. Samdar voru stjórnarskrár þar sem lýðræðið fól í sér að þegnarnir gætu kosið fulltrúa sína á löggjafarþing sem síðan mynduðu ríkisstjórnir til að fara með framkvæmdavaldið. Vald meirihlutans var staðfest. Stundum voru æðstu fulltrúar framkvæmdavaldsins kjörnir beinni kosningu og mynduðu þá ríkisstjórn sem þingið þurfti að samþykkja eða synja. Og í samræmi við hugmyndir Montesquieus um þrígreiningu valdsins var dómskerfið aðskilið frá löggjafanum og framvæmdavaldinu. Þetta ætti hver sem lokið hefur grunnskólaprófi að vita. Nú halda sægreifar og málpípur þeirra á þingi því gjarnan fram að ríkið sé ekki þjóðin sem vísað er til í fyrstu grein laga um stjórnun fiskveiða, ríkið „eigi“ ekki auðlindina og hafi því ekkert með að „skattleggja“ hana. Svo langt hefur verið gengið í gegnum tíðina að orðið „þjóð“ sé „hugtak án merkingar“. Skoðum tilurð þjóðarinnar, auðlindarinnar og réttarins til að nýta hana. Þjóðernisrómantísk hugsun sér Íslendinga sem þjóð nánast frá landnámi, en er það svo í nútímaskilningi? Það sem áður var kallað þjóðir gátu verið hópar fólks í stærri ríkjum, en það sem sameinaði þá voru fyrst og fremst tungumál og saga. Þeim var kannski stjórnað einhverjum allt öðrum eins og raunin var um Íslendinga öldum saman. Þessi merking þjóðarhugtaksins breytist síðan þegar þjóðríkin fara að myndast og kröfur verða til um að þeim sé lýðræðislega stjórnað og að þau hafi fullveldi í sínum málum. Þetta er órjúfanlega tengt nýjum skilningi á þjóðarhugtakinu. Hugmyndin um að „ríkið“ sé eitthvað aftengt því er út í hött. Þjóðríki samanstendur af þremur greinum ríkisvaldsins sem í okkar heimshorni byggir á lýðræðislegum grunni. Í raun er þjóðríki án lýðræðis ekki til; ríki sem lúta stjórn einræðisherra eru ekki þjóðríki af því að þjóðin myndar ekki fullveldið með lýðræðislegum gerningum, heldur er þeim stjórnað með gerræði og hervaldi. En hvað um tilurð sjávarauðlindarinnar hér við land? Væri hún til án milligöngu íslenska ríkisins? Miklar sögur eru til af landhelgisbaráttu hér við land, en hún hófst kannski á nítjándu öld með tilskipunum Danakonungs. Á tuttugustu öld, eftir að Íslendingar öðluðust fullveldi og sjálfstæði tók íslenska þjóðríkið að færa út fiskveiðilögsöguna í áföngum. Þingið setti lög og framkvæmdavaldið framfylgdi þeim, dómsvaldið úrskurðaði um lögmæti. Við þekkjum öll þessa sögu, en það var íslenska ríkið sem barðist fyrir þessum réttindum á alþjóðavettvangi, bæði í átökum við aðrar þjóðir og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem Hafréttarsáttmálinn var loks fullgiltur árið 1994 eftir að 60 ríki höfðu fullgilt hann. Athugið, ríki! Réttindin sem sáttmálanum fylgja eru beintengd íslenska þjóðríkinu og það voru engir sægreifar sem sóttu þau úr höndum alþjóðasamfélagsins. Ríkið, það erum við, þjóðin. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Enn hefur skotið upp kollinum í umræðunni endalausu þvælan um að þjóð og ríki séu aðskilin fyrirbæri og að ríkið komið þjóðinni ekkert við. Þetta getur hafa átt við á miðöldum og fram á nýöld þegar ríki voru undir stjórn kónga í lénsveldi aðalsmanna, þ. á m. greifa. Þá gat Norður-Frakkland til dæmis verið hluti af ríkinu Englandi, eða Ísland hluti af Danmörku. Einkunnarorð þessa tíma krystallast í meintum orðum Loðvíks 14.: „Ríkið, það er ég.“ En það breyttist með tilkomu þjóðríkjanna og samhliða lýðræðisvæðingu þeirra. Hafandi rannsakað tilurð þjóðríkja um árabil tel ég mig geta sagt nokkuð um hana. Þegar þjóðir Vesturlanda hófu að bylta ofan af sér oki aðalsstéttanna varð ákallið eftir þjóðinni æ háværara, þjóðin var hugsuð sem réttmæt eining tiltekinna hópa af ýmsum ástæðum, tungumála, landfræðilegra aðstæðna, hefða, menningar o.s.frv. Hugmyndir um jafnræði og lýðræði voru óaðskiljanlegur hluti þessarar umræðu á átjándu og nítjándu öld þegar þjóðríkin komust á legg og urðu að meginríkiseiningu Vesturlanda. Samdar voru stjórnarskrár þar sem lýðræðið fól í sér að þegnarnir gætu kosið fulltrúa sína á löggjafarþing sem síðan mynduðu ríkisstjórnir til að fara með framkvæmdavaldið. Vald meirihlutans var staðfest. Stundum voru æðstu fulltrúar framkvæmdavaldsins kjörnir beinni kosningu og mynduðu þá ríkisstjórn sem þingið þurfti að samþykkja eða synja. Og í samræmi við hugmyndir Montesquieus um þrígreiningu valdsins var dómskerfið aðskilið frá löggjafanum og framvæmdavaldinu. Þetta ætti hver sem lokið hefur grunnskólaprófi að vita. Nú halda sægreifar og málpípur þeirra á þingi því gjarnan fram að ríkið sé ekki þjóðin sem vísað er til í fyrstu grein laga um stjórnun fiskveiða, ríkið „eigi“ ekki auðlindina og hafi því ekkert með að „skattleggja“ hana. Svo langt hefur verið gengið í gegnum tíðina að orðið „þjóð“ sé „hugtak án merkingar“. Skoðum tilurð þjóðarinnar, auðlindarinnar og réttarins til að nýta hana. Þjóðernisrómantísk hugsun sér Íslendinga sem þjóð nánast frá landnámi, en er það svo í nútímaskilningi? Það sem áður var kallað þjóðir gátu verið hópar fólks í stærri ríkjum, en það sem sameinaði þá voru fyrst og fremst tungumál og saga. Þeim var kannski stjórnað einhverjum allt öðrum eins og raunin var um Íslendinga öldum saman. Þessi merking þjóðarhugtaksins breytist síðan þegar þjóðríkin fara að myndast og kröfur verða til um að þeim sé lýðræðislega stjórnað og að þau hafi fullveldi í sínum málum. Þetta er órjúfanlega tengt nýjum skilningi á þjóðarhugtakinu. Hugmyndin um að „ríkið“ sé eitthvað aftengt því er út í hött. Þjóðríki samanstendur af þremur greinum ríkisvaldsins sem í okkar heimshorni byggir á lýðræðislegum grunni. Í raun er þjóðríki án lýðræðis ekki til; ríki sem lúta stjórn einræðisherra eru ekki þjóðríki af því að þjóðin myndar ekki fullveldið með lýðræðislegum gerningum, heldur er þeim stjórnað með gerræði og hervaldi. En hvað um tilurð sjávarauðlindarinnar hér við land? Væri hún til án milligöngu íslenska ríkisins? Miklar sögur eru til af landhelgisbaráttu hér við land, en hún hófst kannski á nítjándu öld með tilskipunum Danakonungs. Á tuttugustu öld, eftir að Íslendingar öðluðust fullveldi og sjálfstæði tók íslenska þjóðríkið að færa út fiskveiðilögsöguna í áföngum. Þingið setti lög og framkvæmdavaldið framfylgdi þeim, dómsvaldið úrskurðaði um lögmæti. Við þekkjum öll þessa sögu, en það var íslenska ríkið sem barðist fyrir þessum réttindum á alþjóðavettvangi, bæði í átökum við aðrar þjóðir og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem Hafréttarsáttmálinn var loks fullgiltur árið 1994 eftir að 60 ríki höfðu fullgilt hann. Athugið, ríki! Réttindin sem sáttmálanum fylgja eru beintengd íslenska þjóðríkinu og það voru engir sægreifar sem sóttu þau úr höndum alþjóðasamfélagsins. Ríkið, það erum við, þjóðin. Höfundur er prófessor.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun