Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar 3. júlí 2025 13:32 Enn hefur skotið upp kollinum í umræðunni endalausu þvælan um að þjóð og ríki séu aðskilin fyrirbæri og að ríkið komið þjóðinni ekkert við. Þetta getur hafa átt við á miðöldum og fram á nýöld þegar ríki voru undir stjórn kónga í lénsveldi aðalsmanna, þ. á m. greifa. Þá gat Norður-Frakkland til dæmis verið hluti af ríkinu Englandi, eða Ísland hluti af Danmörku. Einkunnarorð þessa tíma krystallast í meintum orðum Loðvíks 14.: „Ríkið, það er ég.“ En það breyttist með tilkomu þjóðríkjanna og samhliða lýðræðisvæðingu þeirra. Hafandi rannsakað tilurð þjóðríkja um árabil tel ég mig geta sagt nokkuð um hana. Þegar þjóðir Vesturlanda hófu að bylta ofan af sér oki aðalsstéttanna varð ákallið eftir þjóðinni æ háværara, þjóðin var hugsuð sem réttmæt eining tiltekinna hópa af ýmsum ástæðum, tungumála, landfræðilegra aðstæðna, hefða, menningar o.s.frv. Hugmyndir um jafnræði og lýðræði voru óaðskiljanlegur hluti þessarar umræðu á átjándu og nítjándu öld þegar þjóðríkin komust á legg og urðu að meginríkiseiningu Vesturlanda. Samdar voru stjórnarskrár þar sem lýðræðið fól í sér að þegnarnir gætu kosið fulltrúa sína á löggjafarþing sem síðan mynduðu ríkisstjórnir til að fara með framkvæmdavaldið. Vald meirihlutans var staðfest. Stundum voru æðstu fulltrúar framkvæmdavaldsins kjörnir beinni kosningu og mynduðu þá ríkisstjórn sem þingið þurfti að samþykkja eða synja. Og í samræmi við hugmyndir Montesquieus um þrígreiningu valdsins var dómskerfið aðskilið frá löggjafanum og framvæmdavaldinu. Þetta ætti hver sem lokið hefur grunnskólaprófi að vita. Nú halda sægreifar og málpípur þeirra á þingi því gjarnan fram að ríkið sé ekki þjóðin sem vísað er til í fyrstu grein laga um stjórnun fiskveiða, ríkið „eigi“ ekki auðlindina og hafi því ekkert með að „skattleggja“ hana. Svo langt hefur verið gengið í gegnum tíðina að orðið „þjóð“ sé „hugtak án merkingar“. Skoðum tilurð þjóðarinnar, auðlindarinnar og réttarins til að nýta hana. Þjóðernisrómantísk hugsun sér Íslendinga sem þjóð nánast frá landnámi, en er það svo í nútímaskilningi? Það sem áður var kallað þjóðir gátu verið hópar fólks í stærri ríkjum, en það sem sameinaði þá voru fyrst og fremst tungumál og saga. Þeim var kannski stjórnað einhverjum allt öðrum eins og raunin var um Íslendinga öldum saman. Þessi merking þjóðarhugtaksins breytist síðan þegar þjóðríkin fara að myndast og kröfur verða til um að þeim sé lýðræðislega stjórnað og að þau hafi fullveldi í sínum málum. Þetta er órjúfanlega tengt nýjum skilningi á þjóðarhugtakinu. Hugmyndin um að „ríkið“ sé eitthvað aftengt því er út í hött. Þjóðríki samanstendur af þremur greinum ríkisvaldsins sem í okkar heimshorni byggir á lýðræðislegum grunni. Í raun er þjóðríki án lýðræðis ekki til; ríki sem lúta stjórn einræðisherra eru ekki þjóðríki af því að þjóðin myndar ekki fullveldið með lýðræðislegum gerningum, heldur er þeim stjórnað með gerræði og hervaldi. En hvað um tilurð sjávarauðlindarinnar hér við land? Væri hún til án milligöngu íslenska ríkisins? Miklar sögur eru til af landhelgisbaráttu hér við land, en hún hófst kannski á nítjándu öld með tilskipunum Danakonungs. Á tuttugustu öld, eftir að Íslendingar öðluðust fullveldi og sjálfstæði tók íslenska þjóðríkið að færa út fiskveiðilögsöguna í áföngum. Þingið setti lög og framkvæmdavaldið framfylgdi þeim, dómsvaldið úrskurðaði um lögmæti. Við þekkjum öll þessa sögu, en það var íslenska ríkið sem barðist fyrir þessum réttindum á alþjóðavettvangi, bæði í átökum við aðrar þjóðir og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem Hafréttarsáttmálinn var loks fullgiltur árið 1994 eftir að 60 ríki höfðu fullgilt hann. Athugið, ríki! Réttindin sem sáttmálanum fylgja eru beintengd íslenska þjóðríkinu og það voru engir sægreifar sem sóttu þau úr höndum alþjóðasamfélagsins. Ríkið, það erum við, þjóðin. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Enn hefur skotið upp kollinum í umræðunni endalausu þvælan um að þjóð og ríki séu aðskilin fyrirbæri og að ríkið komið þjóðinni ekkert við. Þetta getur hafa átt við á miðöldum og fram á nýöld þegar ríki voru undir stjórn kónga í lénsveldi aðalsmanna, þ. á m. greifa. Þá gat Norður-Frakkland til dæmis verið hluti af ríkinu Englandi, eða Ísland hluti af Danmörku. Einkunnarorð þessa tíma krystallast í meintum orðum Loðvíks 14.: „Ríkið, það er ég.“ En það breyttist með tilkomu þjóðríkjanna og samhliða lýðræðisvæðingu þeirra. Hafandi rannsakað tilurð þjóðríkja um árabil tel ég mig geta sagt nokkuð um hana. Þegar þjóðir Vesturlanda hófu að bylta ofan af sér oki aðalsstéttanna varð ákallið eftir þjóðinni æ háværara, þjóðin var hugsuð sem réttmæt eining tiltekinna hópa af ýmsum ástæðum, tungumála, landfræðilegra aðstæðna, hefða, menningar o.s.frv. Hugmyndir um jafnræði og lýðræði voru óaðskiljanlegur hluti þessarar umræðu á átjándu og nítjándu öld þegar þjóðríkin komust á legg og urðu að meginríkiseiningu Vesturlanda. Samdar voru stjórnarskrár þar sem lýðræðið fól í sér að þegnarnir gætu kosið fulltrúa sína á löggjafarþing sem síðan mynduðu ríkisstjórnir til að fara með framkvæmdavaldið. Vald meirihlutans var staðfest. Stundum voru æðstu fulltrúar framkvæmdavaldsins kjörnir beinni kosningu og mynduðu þá ríkisstjórn sem þingið þurfti að samþykkja eða synja. Og í samræmi við hugmyndir Montesquieus um þrígreiningu valdsins var dómskerfið aðskilið frá löggjafanum og framvæmdavaldinu. Þetta ætti hver sem lokið hefur grunnskólaprófi að vita. Nú halda sægreifar og málpípur þeirra á þingi því gjarnan fram að ríkið sé ekki þjóðin sem vísað er til í fyrstu grein laga um stjórnun fiskveiða, ríkið „eigi“ ekki auðlindina og hafi því ekkert með að „skattleggja“ hana. Svo langt hefur verið gengið í gegnum tíðina að orðið „þjóð“ sé „hugtak án merkingar“. Skoðum tilurð þjóðarinnar, auðlindarinnar og réttarins til að nýta hana. Þjóðernisrómantísk hugsun sér Íslendinga sem þjóð nánast frá landnámi, en er það svo í nútímaskilningi? Það sem áður var kallað þjóðir gátu verið hópar fólks í stærri ríkjum, en það sem sameinaði þá voru fyrst og fremst tungumál og saga. Þeim var kannski stjórnað einhverjum allt öðrum eins og raunin var um Íslendinga öldum saman. Þessi merking þjóðarhugtaksins breytist síðan þegar þjóðríkin fara að myndast og kröfur verða til um að þeim sé lýðræðislega stjórnað og að þau hafi fullveldi í sínum málum. Þetta er órjúfanlega tengt nýjum skilningi á þjóðarhugtakinu. Hugmyndin um að „ríkið“ sé eitthvað aftengt því er út í hött. Þjóðríki samanstendur af þremur greinum ríkisvaldsins sem í okkar heimshorni byggir á lýðræðislegum grunni. Í raun er þjóðríki án lýðræðis ekki til; ríki sem lúta stjórn einræðisherra eru ekki þjóðríki af því að þjóðin myndar ekki fullveldið með lýðræðislegum gerningum, heldur er þeim stjórnað með gerræði og hervaldi. En hvað um tilurð sjávarauðlindarinnar hér við land? Væri hún til án milligöngu íslenska ríkisins? Miklar sögur eru til af landhelgisbaráttu hér við land, en hún hófst kannski á nítjándu öld með tilskipunum Danakonungs. Á tuttugustu öld, eftir að Íslendingar öðluðust fullveldi og sjálfstæði tók íslenska þjóðríkið að færa út fiskveiðilögsöguna í áföngum. Þingið setti lög og framkvæmdavaldið framfylgdi þeim, dómsvaldið úrskurðaði um lögmæti. Við þekkjum öll þessa sögu, en það var íslenska ríkið sem barðist fyrir þessum réttindum á alþjóðavettvangi, bæði í átökum við aðrar þjóðir og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem Hafréttarsáttmálinn var loks fullgiltur árið 1994 eftir að 60 ríki höfðu fullgilt hann. Athugið, ríki! Réttindin sem sáttmálanum fylgja eru beintengd íslenska þjóðríkinu og það voru engir sægreifar sem sóttu þau úr höndum alþjóðasamfélagsins. Ríkið, það erum við, þjóðin. Höfundur er prófessor.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun