Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2025 21:00 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir var í löngu plönuðu fríi en sinnti vinnunni í fríiinu. Vísir/Vilhelm Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingkona Miðflokksins, taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann fyrir sig á Alþingi á meðan hún fór í tæplega tveggja vikna frí. Hún segist hafa verið í daglegum samskiptum við fyrsta varaþingmann en vegna óvissu um þinglok hafi hann ekki verið kallaður inn. Nanna Margrét mætti aftur til vinnu í gær og hefur frá þeim stigið um 30 sinnum upp í pontu til að ræða breytingar á veiðigjaldi og fjármálaáætlun 2026 til 2030. „Ég fór í frí sem var skipulagt löngu áður en þessar kosningar fóru fram og eftir að hefðbundnum þingfundatíma átti að vera lokið,“ segir Nanna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa verið í sambandi við varamann sinn og hafi sjálf verið tilbúin til að stíga inn. „Ég fylgdist með og var klárlega í fjarvinnu. Ég fylgdist með nánast hverri einustu ræðu. Þetta var lifandi á meðan því maður vissi ekki hvort þing yrði búið eftir einn dag, tvo daga eða þrjá daga. Það voru samningaviðræður í gangi. Ég hef farið áður og kallað inn varamenn en það var þegar hefðbundið þing var í gangi.“ Í stöðugu sambandi við varamann Hún segist hafa verið í sambandi við varamann um hvenær hann gæti mætt en svo hafi ekki komið til þess. Óvissan hafi verið mikil og enn verið að semja um þinglok og alltaf útlit fyrr að það væri að fara að takast. „Þetta var lifandi dag frá degi. Það koma líka til greina að ég færi heim og færi sjálf á þingið,“ segir hún og að auðvelt hafi verið fyrir hana að stökkva heim. Hún hafi unnið allan tímann sem hún hafi verið í fríi og verið tilbúin að kalla varamenn eða koma sjálf. „Það er kominn júlí, og það á ekki að vera þing í gangi en hér er ég samt. Þetta er aðeins öðruvísi en þegar venjulegt þing er í gangi. Þá ertu að meta þetta öðruvísi.“ Hún segir Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, og Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins, bæði hafa verið meðvituð um að hún væri á leið í frí og að hún hafi verið fjarverandi. Tekur þátt eins lengi og þörf er á Spurð um það að í þingskaparlögum komi fram að þingmenn skuli sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni segir Nanna áhugavert að fylgjast með þingmönnum sem mæta ekkert og ráðherrum sem séu mikið fjarverandi og kalli ekki inn varamenn. „Þegar það er venjulegt þing.“ Hún segist sjá fram á að vera í umræðum í nótt og eins lengi og þörf er á. „Þingið gæti verið búið á morgun, eða verið allan júlí. Ég sé bara fram á að vera hér í þingsal eða heima hjá mér að hlusta á ræður, út af því að þetta er aðeins öðruvísi. Ég mun allavega sinna minni vinnu.“ Kalla Birnu inn fyrir Áslaugu Fjallað var um það fyrr í dag að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að kalla inn á morgun varamann fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem er í leyfi frá þingstörfum í ár. Til skoðunar er hjá flokknum að kalla inn varamann fyrir Jón Gunnarsson þingmanna sama flokks sem sé á leið í frí. Þá var fjallað um það að á vef Morgunblaðsins í dag að fjórðungur þingmanna stjórnarflokkanna er ekki á þingi og er búinn að kalla inn varamann. Samanlagt séu stjórnarflokkarnir með 36 þingmenn en níu aðalmenn séu búnir að kalla inn varamenn. Það séu ýmsar ástæður fyrir því eins og veikindi, utanlandsferðir í opinberum tilgangi eða annað. Miðflokkurinn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Nanna Margrét mætti aftur til vinnu í gær og hefur frá þeim stigið um 30 sinnum upp í pontu til að ræða breytingar á veiðigjaldi og fjármálaáætlun 2026 til 2030. „Ég fór í frí sem var skipulagt löngu áður en þessar kosningar fóru fram og eftir að hefðbundnum þingfundatíma átti að vera lokið,“ segir Nanna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa verið í sambandi við varamann sinn og hafi sjálf verið tilbúin til að stíga inn. „Ég fylgdist með og var klárlega í fjarvinnu. Ég fylgdist með nánast hverri einustu ræðu. Þetta var lifandi á meðan því maður vissi ekki hvort þing yrði búið eftir einn dag, tvo daga eða þrjá daga. Það voru samningaviðræður í gangi. Ég hef farið áður og kallað inn varamenn en það var þegar hefðbundið þing var í gangi.“ Í stöðugu sambandi við varamann Hún segist hafa verið í sambandi við varamann um hvenær hann gæti mætt en svo hafi ekki komið til þess. Óvissan hafi verið mikil og enn verið að semja um þinglok og alltaf útlit fyrr að það væri að fara að takast. „Þetta var lifandi dag frá degi. Það koma líka til greina að ég færi heim og færi sjálf á þingið,“ segir hún og að auðvelt hafi verið fyrir hana að stökkva heim. Hún hafi unnið allan tímann sem hún hafi verið í fríi og verið tilbúin að kalla varamenn eða koma sjálf. „Það er kominn júlí, og það á ekki að vera þing í gangi en hér er ég samt. Þetta er aðeins öðruvísi en þegar venjulegt þing er í gangi. Þá ertu að meta þetta öðruvísi.“ Hún segir Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, og Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins, bæði hafa verið meðvituð um að hún væri á leið í frí og að hún hafi verið fjarverandi. Tekur þátt eins lengi og þörf er á Spurð um það að í þingskaparlögum komi fram að þingmenn skuli sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni segir Nanna áhugavert að fylgjast með þingmönnum sem mæta ekkert og ráðherrum sem séu mikið fjarverandi og kalli ekki inn varamenn. „Þegar það er venjulegt þing.“ Hún segist sjá fram á að vera í umræðum í nótt og eins lengi og þörf er á. „Þingið gæti verið búið á morgun, eða verið allan júlí. Ég sé bara fram á að vera hér í þingsal eða heima hjá mér að hlusta á ræður, út af því að þetta er aðeins öðruvísi. Ég mun allavega sinna minni vinnu.“ Kalla Birnu inn fyrir Áslaugu Fjallað var um það fyrr í dag að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að kalla inn á morgun varamann fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem er í leyfi frá þingstörfum í ár. Til skoðunar er hjá flokknum að kalla inn varamann fyrir Jón Gunnarsson þingmanna sama flokks sem sé á leið í frí. Þá var fjallað um það að á vef Morgunblaðsins í dag að fjórðungur þingmanna stjórnarflokkanna er ekki á þingi og er búinn að kalla inn varamann. Samanlagt séu stjórnarflokkarnir með 36 þingmenn en níu aðalmenn séu búnir að kalla inn varamenn. Það séu ýmsar ástæður fyrir því eins og veikindi, utanlandsferðir í opinberum tilgangi eða annað.
Miðflokkurinn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira