Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 21:35 Magnús Þór tók Odd alltaf með sér á strandveiðar. Magnús Þór Magnús Þór Hafsteinsson hafði hund sinn með sér þegar strandveiðibátur hans sökk. Magnús var úrskurðaður látinn en hundurinn hefur ekki fundist. Formaður Dýrfinnu, samtaka sem hafa uppi á týndum gæludýrum, segir mögulegt að hundurinn sé enn á lífi og hafi rekið á land á Kópanesi. Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn málsins og staðfesti að hundur Magnúsar hafi verið með honum um borð þegar báturinn sökk. Einnig segir lögreglan að hann hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu, hefur heimildir fyrir því að hundurinn, sem er svartur púðlurakki og heitir Oddur, hafi verið í vesti þegar báturinn sökk. Hún segist ekki vita hvort um gæðabjörgunarvesti hafi verið að ræða en að það skipti ekki öllu vegna þess að púðluhundar séu vel syndir og báturinn hafi sokkið það skammt frá landi að hann hefði getað komist þangað jafnvel án vestis. Lífseigja hunda vanmetin Talsverður öldugangur var þegar slysið átti sér stað en Anna segir mannfólkið vanmeta hundana og hve lífseigir þeir eru. „Við í Dýrfinnnu höfum svo ótrúlega oft séð það að fólk afskrifar hunda strax. Hann er bara dauður. En hefðum við ekki komið inn í mörg mál hefðu margir hundar aldrei komið heim,“ segir hún. Anna segir að samkvæmt hennar heimildum að vestan hafi slysið gerst í 200 til 500 metra fjarlægð frá landi. Yst á Kópanesi er þó hvorki bílfært né manngengt. Þar að auki er ekkert símasamband þar heldur og því ekki hægt að kanna svæðið með flygildi. Hafi Odd rekið á lífi að ströndinni sé hann þó fastur í fjörunni vegna torfærs landslagsins og geti ekki aflað sér fæðu eða drykkjarvatns. Því sé björgunarglugginn afmarkaður við nokkra daga. Hún segir slöngubát frá björgunarsveitinni á Patreksfirði hafi farið einu sinni meðfram strandlengjunni og orðið var við aðskotahluti úr bátnum sem rekið hafði á land. Því sé ekki ólíklegt að rakkinn sé þar líka, hvort sem hann er lífs eða liðinn. Nokkurra daga gluggi Anna kallar eftir því að gerður verði út bátur daglega til að kemba strandlengjuna í leit að ummerkjum eftir Odd. Anna Margrét Áslaugardóttir er formaður Dýrfinnu.Dýrfinna „Það eru nokkrir dagar í viðbót þar sem þetta gæti komið í ljós. Svo er möguleikinn farinn,“ segir hún. Hún segir það fara fyrir brjóstið á sér hvað fólk sé tilbúið að afskrifa gæludýr hratt þegar slys gerast eða við náttúruhamfarir eins og jarðhræringarnar í Grindavík. „Þau eru ekki hluti af björgunaraðgerðum þegar lögum samkvæmt höfum við bjargarskyldu við dýr sem eru í sjálfheldu eða hættu,“ segir hún. „Það er möguleiki á að hann sé þarna einhvers staðar,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir formaður Dýrfinnu. Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn málsins og staðfesti að hundur Magnúsar hafi verið með honum um borð þegar báturinn sökk. Einnig segir lögreglan að hann hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu, hefur heimildir fyrir því að hundurinn, sem er svartur púðlurakki og heitir Oddur, hafi verið í vesti þegar báturinn sökk. Hún segist ekki vita hvort um gæðabjörgunarvesti hafi verið að ræða en að það skipti ekki öllu vegna þess að púðluhundar séu vel syndir og báturinn hafi sokkið það skammt frá landi að hann hefði getað komist þangað jafnvel án vestis. Lífseigja hunda vanmetin Talsverður öldugangur var þegar slysið átti sér stað en Anna segir mannfólkið vanmeta hundana og hve lífseigir þeir eru. „Við í Dýrfinnnu höfum svo ótrúlega oft séð það að fólk afskrifar hunda strax. Hann er bara dauður. En hefðum við ekki komið inn í mörg mál hefðu margir hundar aldrei komið heim,“ segir hún. Anna segir að samkvæmt hennar heimildum að vestan hafi slysið gerst í 200 til 500 metra fjarlægð frá landi. Yst á Kópanesi er þó hvorki bílfært né manngengt. Þar að auki er ekkert símasamband þar heldur og því ekki hægt að kanna svæðið með flygildi. Hafi Odd rekið á lífi að ströndinni sé hann þó fastur í fjörunni vegna torfærs landslagsins og geti ekki aflað sér fæðu eða drykkjarvatns. Því sé björgunarglugginn afmarkaður við nokkra daga. Hún segir slöngubát frá björgunarsveitinni á Patreksfirði hafi farið einu sinni meðfram strandlengjunni og orðið var við aðskotahluti úr bátnum sem rekið hafði á land. Því sé ekki ólíklegt að rakkinn sé þar líka, hvort sem hann er lífs eða liðinn. Nokkurra daga gluggi Anna kallar eftir því að gerður verði út bátur daglega til að kemba strandlengjuna í leit að ummerkjum eftir Odd. Anna Margrét Áslaugardóttir er formaður Dýrfinnu.Dýrfinna „Það eru nokkrir dagar í viðbót þar sem þetta gæti komið í ljós. Svo er möguleikinn farinn,“ segir hún. Hún segir það fara fyrir brjóstið á sér hvað fólk sé tilbúið að afskrifa gæludýr hratt þegar slys gerast eða við náttúruhamfarir eins og jarðhræringarnar í Grindavík. „Þau eru ekki hluti af björgunaraðgerðum þegar lögum samkvæmt höfum við bjargarskyldu við dýr sem eru í sjálfheldu eða hættu,“ segir hún. „Það er möguleiki á að hann sé þarna einhvers staðar,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir formaður Dýrfinnu.
Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira