Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 13:50 Úkraínskur stórskotaliðsmaður á vígvellinum. Rússar nota nú ólögleg efnavopn gegn úkraínskum hermönnum í auknum mæli, að sögn evrópska leyniþjónustustofnana. Vísir/Getty Evrópskar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar noti nú ólögleg efnavopn oftar í hernaði sínum í Úkraínu en áður og hiki ekki við að nota hættulegri efni. Þær telja að herða þurfi á refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna þess. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 eftir að þeim var óspart beitt í skotgrafarhernaði fyrri heimstyrjaldarinnar. Samningur um bann við framleiðslu efnavopna árið 1992 bannaði þróun og geymslu slíkra vopna. Engu að síður hafa Rússar meðal annars notað dróna sem dreifa eitrinu klórópíkrín til þess að svæla úkraínska hermenn út úr skotgröfum sínum og gera þá að auðveldari skotmörkum. Klórópíkrín veldur andþrengslum en það getur verið banvænt ef því er beitt í miklu magni. Rússar hafa einnig notað hefðbundið táragas í miklum mæli. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi gert meira en níu þúsund efnavopnaárásir frá upphafi innrásarinnar árið 2022. Þrír hermenn hafi látist vegna eitursins sjálfs en mun fleiri hafi verið drepnir með hefðbundnum vopnum þegar þeir þurftu að fara úr skjóli. Leggja meiri áherslu á þróun efnavopna Hollenska og þýska leyniþjónustan gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem stofnanirnar sögðu Rússa nú grípa oftar til efnavopna og þeir noti sterkari efni en áður, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Við höfum orðið vör við vaxandi vilja til þess að nota slík vopn. Ógnin sem stafar af efnavopnaáætlun Rússlands fer fyrir vikið vaxandi,“ sagði Peter Reesink, yfirmaður hollensku leyniþjónustunnar. Stjórnvöld í Kreml hafi fjárfest mikið í efnavopnaáætlun sinni að undanförnu. Hún leggi nú aukna áherslu á þróun efnavopna og hafi ráðið nýja vísindamenn til þess að starfa við hana. Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 eftir að þeim var óspart beitt í skotgrafarhernaði fyrri heimstyrjaldarinnar. Samningur um bann við framleiðslu efnavopna árið 1992 bannaði þróun og geymslu slíkra vopna. Engu að síður hafa Rússar meðal annars notað dróna sem dreifa eitrinu klórópíkrín til þess að svæla úkraínska hermenn út úr skotgröfum sínum og gera þá að auðveldari skotmörkum. Klórópíkrín veldur andþrengslum en það getur verið banvænt ef því er beitt í miklu magni. Rússar hafa einnig notað hefðbundið táragas í miklum mæli. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi gert meira en níu þúsund efnavopnaárásir frá upphafi innrásarinnar árið 2022. Þrír hermenn hafi látist vegna eitursins sjálfs en mun fleiri hafi verið drepnir með hefðbundnum vopnum þegar þeir þurftu að fara úr skjóli. Leggja meiri áherslu á þróun efnavopna Hollenska og þýska leyniþjónustan gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem stofnanirnar sögðu Rússa nú grípa oftar til efnavopna og þeir noti sterkari efni en áður, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Við höfum orðið vör við vaxandi vilja til þess að nota slík vopn. Ógnin sem stafar af efnavopnaáætlun Rússlands fer fyrir vikið vaxandi,“ sagði Peter Reesink, yfirmaður hollensku leyniþjónustunnar. Stjórnvöld í Kreml hafi fjárfest mikið í efnavopnaáætlun sinni að undanförnu. Hún leggi nú aukna áherslu á þróun efnavopna og hafi ráðið nýja vísindamenn til þess að starfa við hana.
Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira