Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Agnar Már Másson skrifar 5. júlí 2025 14:05 Háskólaráð hefur óskað eftir því við Loga Einarsson ráðherra að hann hækki skrásetningargjald. Háskólaráð Háskóla Íslands, auk annarra opinberra háskóla, hefur óskað eftir því við ráðherra háskólamála að hækka skrásetningargjald úr 75 þúsund krónum í allt að 180 þúsund krónur. Fulltrúum stúdenta er vægast sagt ekki skemmt. Stúdentahreyfingin Röskva vakti athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að háskólaráð hefði á fundi sínum 15. maí ákveðið senda erindi til Loga Einarssonar, ráðherra háskólamála, og óska eftir því ásamt öðrum opinberum háskólum að hann hækkaði skrásetningargjöld í skóla. Nemendur við opinbera háskóla greiða ekki skólagjöld, heldur aðeins árlegt skrásetningargjald sem er í dag kr. 75 þúsund krónur. Háskólaráð vill breyta gjöldunum í samræmi við útreikninga á svokölluðum raunkostnaði á þjónustu við nemendur. Ráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. View this post on Instagram A post shared by Röskva - stúdentahreyfing ☀️ (@roskvaroskva) Yrði 140 prósenta hækkun Forseti Röskvu bendir á í samtali við fréttastofu að útreikningarnir sem vísað er til í erindi skólanna geri ráð fyrir allt að 105.000 króna hækkun, sem gæti haft það í för með sér að það kosti hvern nemanda 180 þúsund krónur að skrá sig í HÍ. „Það er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ segir Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi. Hann bendir á að skrásetningagjöldin eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í háskólann, þrátt fyrir það að útreikningar sem fram haf komið á umræddum fundi háskólaráðs hafi sýnt fram á að peningurinn væri einnig notaður til að mæta kostnaði af skipulagi prófa, kennslu og fleira, sem Röskva telur brot á stjórnsýslulögum. „Það er dapurlegt að sjá þetta en auðvitað er háskólinn að grípa til þessa úrræðis vegna þess að hann er vanfjármagnaður, og það er undirliggjandi vandamálið í þessu öllu,“ bætir hann við. Deilt um atkvæðagreiðslu Vökuliðans Fulltrúi Röskvu lagðist gegn því á fundinum að þetta erindi yrði sent og bókaði að það væri ábyrgð stjórnvalda að fjármagna opinbera háskólamenntun, ekki nemenda. Silja Bára Ómardóttir, núverandi rektor, sat í háskólaráði við afgreiðslu tillögunnar. Fulltrúi stúdentahreyfingarinnar Vöku, sem er í meirihluta í stúdentaráði, sat í upphafi hjá og er minnihlutinn ekki sáttur við það útspil. „Þarna er verið að skila auðu um það að stúdentar geti haft efni á þí að stunda ná við Háskóla Íslands,“ segir Ármann, sem segist hafa fengið óskýr svör um hjásetu fulltrúa Vöku á fundinum. Viktori Pétur Finnsson sat fundinn fyrir hönd Vöku en hann í samtali við fréttastofu að hann hafi í upphafi setið hjá við atkvæðagreiðslu en síðan óskað eftir því að breyta atkvæði sínu, eftir að hafa lesið bréfið sem var til umræðu og kynnt sér málið betur, en var umræðan farin í annan umræðulið. Vaka legst algerlega gegn hækkun gjaldanna, að sögn Viktors Péturs. Viktor Pétur Finnsson „Ég er ekki ennþá búinn að undirrita fundargerðina því að ég var að bíða eftir að þessu yrði breytt í fundargerð. Ég tók meira að segja undir bókun Röskvu á fundinum og fannst hún góð,“ skrifar hann í svari til blaðamanns. Viktor segist hafa í gær haft samband við skrifstofu rektors til að spyrja hvers vegna atkvæðinu hefði ekki verið breytt í fundargerð og fengið þau svör að það hafi verið gert en einhver gert athugasemd við að það stæðist ekki fundarsköp að breyta atkvæðum þegar fundurinn var komin í annan lið. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Stúdentahreyfingin Röskva vakti athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að háskólaráð hefði á fundi sínum 15. maí ákveðið senda erindi til Loga Einarssonar, ráðherra háskólamála, og óska eftir því ásamt öðrum opinberum háskólum að hann hækkaði skrásetningargjöld í skóla. Nemendur við opinbera háskóla greiða ekki skólagjöld, heldur aðeins árlegt skrásetningargjald sem er í dag kr. 75 þúsund krónur. Háskólaráð vill breyta gjöldunum í samræmi við útreikninga á svokölluðum raunkostnaði á þjónustu við nemendur. Ráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. View this post on Instagram A post shared by Röskva - stúdentahreyfing ☀️ (@roskvaroskva) Yrði 140 prósenta hækkun Forseti Röskvu bendir á í samtali við fréttastofu að útreikningarnir sem vísað er til í erindi skólanna geri ráð fyrir allt að 105.000 króna hækkun, sem gæti haft það í för með sér að það kosti hvern nemanda 180 þúsund krónur að skrá sig í HÍ. „Það er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ segir Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi. Hann bendir á að skrásetningagjöldin eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í háskólann, þrátt fyrir það að útreikningar sem fram haf komið á umræddum fundi háskólaráðs hafi sýnt fram á að peningurinn væri einnig notaður til að mæta kostnaði af skipulagi prófa, kennslu og fleira, sem Röskva telur brot á stjórnsýslulögum. „Það er dapurlegt að sjá þetta en auðvitað er háskólinn að grípa til þessa úrræðis vegna þess að hann er vanfjármagnaður, og það er undirliggjandi vandamálið í þessu öllu,“ bætir hann við. Deilt um atkvæðagreiðslu Vökuliðans Fulltrúi Röskvu lagðist gegn því á fundinum að þetta erindi yrði sent og bókaði að það væri ábyrgð stjórnvalda að fjármagna opinbera háskólamenntun, ekki nemenda. Silja Bára Ómardóttir, núverandi rektor, sat í háskólaráði við afgreiðslu tillögunnar. Fulltrúi stúdentahreyfingarinnar Vöku, sem er í meirihluta í stúdentaráði, sat í upphafi hjá og er minnihlutinn ekki sáttur við það útspil. „Þarna er verið að skila auðu um það að stúdentar geti haft efni á þí að stunda ná við Háskóla Íslands,“ segir Ármann, sem segist hafa fengið óskýr svör um hjásetu fulltrúa Vöku á fundinum. Viktori Pétur Finnsson sat fundinn fyrir hönd Vöku en hann í samtali við fréttastofu að hann hafi í upphafi setið hjá við atkvæðagreiðslu en síðan óskað eftir því að breyta atkvæði sínu, eftir að hafa lesið bréfið sem var til umræðu og kynnt sér málið betur, en var umræðan farin í annan umræðulið. Vaka legst algerlega gegn hækkun gjaldanna, að sögn Viktors Péturs. Viktor Pétur Finnsson „Ég er ekki ennþá búinn að undirrita fundargerðina því að ég var að bíða eftir að þessu yrði breytt í fundargerð. Ég tók meira að segja undir bókun Röskvu á fundinum og fannst hún góð,“ skrifar hann í svari til blaðamanns. Viktor segist hafa í gær haft samband við skrifstofu rektors til að spyrja hvers vegna atkvæðinu hefði ekki verið breytt í fundargerð og fengið þau svör að það hafi verið gert en einhver gert athugasemd við að það stæðist ekki fundarsköp að breyta atkvæðum þegar fundurinn var komin í annan lið. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira