Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 13:20 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa logið um ástæðuna fyrir því að vopnasendingar til Úkraínu hefðu verið stöðvaðar væri sú að gengið væri á birgðir Bandaríkjamanna. Greining á birgðastöðu hersins sýni fram á allt annað að sögn NBC. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvaði sendingu bandarískra vopna til Úkraínu í þessari viku þar sem embættismenn sögðu gengið væri birgðirnar. En samkvæmt greiningu háttsettara manna innan Bandaríkjahers myndi aðstoðarpakkinn ekki stofna skotfærabirgðum hersins sjálfs í hættu, samkvæmt þremur bandarískum embættismönnum sem bandaríski fjölmiðillinn NBC hefur eftir. Ákvörðunin um að stöðva vopnasendinguna kom utanríkisráðuneytinu, þingmönnum, embættismönnum í Kænugarði og evrópskum bandamönnum í opna skjöldu, samkvæmt fjölda heimildamanna sem þekkja til málsins. Bæði repúblikanar og demókratar hafa gagnrýnt ákvörðunina að sögn NBC. Adam Smith, demókrati frá Washington og þungavigtarmaður í fulltrúadeildinni, sagði það óheiðarlegt ef varnarmálaráðuneytið vísaði til hernaðarviðbúnaðar til að réttlæta stöðvun á aðstoð við Úkraínumenn þegar raunveruleg ástæða sé einfaldlega sú að fylgja eftir áætlun um að hætta bandarískri aðstoð til Úkraínu. „Við erum ekki á neinum lægri punkti, hvað varðar birgðastöðu, en við höfum verið á þau þrjú og hálfa ár sem við höfum verið með þessi átök í Úkraínu,“ sagði Smith, sem er æðsti fulltrúi minnihlutans í varnarmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Smith sagði að starfsfólk hans hefði „séð tölurnar“ og, án þess að fara í smáatriði, að ekkert benti til skorts sem réttlætti að fresta aðstoð til Úkraínu. Að fresta sendingu hernaðaraðstoðar til Úkraínu var einhliða ákvörðun varnarmálaráðherrans Pete Hegseth, samkvæmt þremur aðstoðarmönnum þingsins og fyrrverandi bandarískum embættismanni sem þekkir til málsins. Þetta er í þriðja sinn sem Hegseth stöðvar einn og óstuddur sendingu til Úkraínu, sögðu heimildaraðilar. Í tveimur fyrri tilvikum, í febrúar og maí, hafi aðgerðum hans verið snúið við nokkrum dögum síðar. Donald Trump Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvaði sendingu bandarískra vopna til Úkraínu í þessari viku þar sem embættismenn sögðu gengið væri birgðirnar. En samkvæmt greiningu háttsettara manna innan Bandaríkjahers myndi aðstoðarpakkinn ekki stofna skotfærabirgðum hersins sjálfs í hættu, samkvæmt þremur bandarískum embættismönnum sem bandaríski fjölmiðillinn NBC hefur eftir. Ákvörðunin um að stöðva vopnasendinguna kom utanríkisráðuneytinu, þingmönnum, embættismönnum í Kænugarði og evrópskum bandamönnum í opna skjöldu, samkvæmt fjölda heimildamanna sem þekkja til málsins. Bæði repúblikanar og demókratar hafa gagnrýnt ákvörðunina að sögn NBC. Adam Smith, demókrati frá Washington og þungavigtarmaður í fulltrúadeildinni, sagði það óheiðarlegt ef varnarmálaráðuneytið vísaði til hernaðarviðbúnaðar til að réttlæta stöðvun á aðstoð við Úkraínumenn þegar raunveruleg ástæða sé einfaldlega sú að fylgja eftir áætlun um að hætta bandarískri aðstoð til Úkraínu. „Við erum ekki á neinum lægri punkti, hvað varðar birgðastöðu, en við höfum verið á þau þrjú og hálfa ár sem við höfum verið með þessi átök í Úkraínu,“ sagði Smith, sem er æðsti fulltrúi minnihlutans í varnarmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Smith sagði að starfsfólk hans hefði „séð tölurnar“ og, án þess að fara í smáatriði, að ekkert benti til skorts sem réttlætti að fresta aðstoð til Úkraínu. Að fresta sendingu hernaðaraðstoðar til Úkraínu var einhliða ákvörðun varnarmálaráðherrans Pete Hegseth, samkvæmt þremur aðstoðarmönnum þingsins og fyrrverandi bandarískum embættismanni sem þekkir til málsins. Þetta er í þriðja sinn sem Hegseth stöðvar einn og óstuddur sendingu til Úkraínu, sögðu heimildaraðilar. Í tveimur fyrri tilvikum, í febrúar og maí, hafi aðgerðum hans verið snúið við nokkrum dögum síðar.
Donald Trump Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira