Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 14:15 Af lóð Hlíðaskóla, þar sem boltaleikir eru bannaðir eftir klukkan tíu. Facebook/Jónas Már Torfason Bannað er að leika sér með bolta á sparkvelli Hlíðaskóla eftir klukkan tíu, samkvæmt skilti sem búið er að koma fyrir á skólalóðinni. Útivistartími unglinga nær þó til miðnættis. „Boltaleikir bannaðir eftir kl. 22.00“ eru skilaboðin sem blasa við á skilti á skólalóð Hlíðaskóla en Jónas Már Torfason lögfræðingur vekur athygli á þessu á Facebook. „Það má vera ansi þreytandi fyrir ungmenni landsins að fá endalausa útreið í opinberri umræðu; hvað þau séu ósjálfbjarga, léleg til mennta, ofbeldisfull og grilluð af skjátíma. Samtímis eru þeim sífellt settar skorður og aðgengi þeirra að uppbyggilegri tómstund, sem ræktar sjálfstæði þeirra, sjálfsöryggi og þrek, takmarkað. Það er ekki nema von að þau spyrji af einlægni hvar þau megi eiginlega vera?“ Hann segist ekki minnast þess að hafa séð slíkt skilti í sinni æsku. Hann bendir einnig á að á sumrin sé útivistartími 13 til 16 ára barna til miðnættis. „Í þessu felast skilaboð sem erfitt er að skilja öðruvísi en „farið eitthvert annað“. Þetta eru kolröng skilaboð til að senda. Við viljum að ungmenni séu úti í fótbolta eða í kvöldsundi, þar sem þau njóta öruggrar og uppbyggilegrar samveru hvors annars án óþarfa afskipta fullorðinna og truflana tækninnar. Við viljum að þau geri það sem allra, allra mest, ekki bara til klukkan tíu. Ef því fylgir einhvern minniháttar hljóðtruflun að heyra hlátursköll æskunnar við heilbrigðan leik verður bara að hafa það. Hér þarf að gera miklu betur.“ Færsla Jónasar, sem er samfylkingarmaður og sonur Ölmu Möller heilbrigðisráðherra, hefur vakið nokkur viðbrögð. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis og þingkona Samfylkingarinnar, tekur undir færsluna í ummælum. Sindri S. Kristjánsson, varaþingmaður úr sama flokki, tekur einnig undir. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Boltaleikir bannaðir eftir kl. 22.00“ eru skilaboðin sem blasa við á skilti á skólalóð Hlíðaskóla en Jónas Már Torfason lögfræðingur vekur athygli á þessu á Facebook. „Það má vera ansi þreytandi fyrir ungmenni landsins að fá endalausa útreið í opinberri umræðu; hvað þau séu ósjálfbjarga, léleg til mennta, ofbeldisfull og grilluð af skjátíma. Samtímis eru þeim sífellt settar skorður og aðgengi þeirra að uppbyggilegri tómstund, sem ræktar sjálfstæði þeirra, sjálfsöryggi og þrek, takmarkað. Það er ekki nema von að þau spyrji af einlægni hvar þau megi eiginlega vera?“ Hann segist ekki minnast þess að hafa séð slíkt skilti í sinni æsku. Hann bendir einnig á að á sumrin sé útivistartími 13 til 16 ára barna til miðnættis. „Í þessu felast skilaboð sem erfitt er að skilja öðruvísi en „farið eitthvert annað“. Þetta eru kolröng skilaboð til að senda. Við viljum að ungmenni séu úti í fótbolta eða í kvöldsundi, þar sem þau njóta öruggrar og uppbyggilegrar samveru hvors annars án óþarfa afskipta fullorðinna og truflana tækninnar. Við viljum að þau geri það sem allra, allra mest, ekki bara til klukkan tíu. Ef því fylgir einhvern minniháttar hljóðtruflun að heyra hlátursköll æskunnar við heilbrigðan leik verður bara að hafa það. Hér þarf að gera miklu betur.“ Færsla Jónasar, sem er samfylkingarmaður og sonur Ölmu Möller heilbrigðisráðherra, hefur vakið nokkur viðbrögð. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis og þingkona Samfylkingarinnar, tekur undir færsluna í ummælum. Sindri S. Kristjánsson, varaþingmaður úr sama flokki, tekur einnig undir.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira