Innlent

Bíll í ljósum logum á Skaganum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ekkert skemmdist nema bíllinn.
Ekkert skemmdist nema bíllinn.

Bíll stóð í ljósum logum fyrir utan blokk við Holtsflöt á Akranesi um sexleytið í kvöld. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en bíllinn er ónýtur.

Björn Bergmann, varaslökkviliðsstjóri á Akranesi, segir að bíllinn hafi verið gamall Toyota Yaris.

Ekkert sé vitað um upptök eldsins eins og staðan er, en lögreglan sjái um að rannsaka það.

„Hann er nú brunninn allur bíllinn, en það er búið að slökkva í þessu. Sem betur fer hefur ekkert skemmst nema bíllinn,“ segir Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×