Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2025 20:20 Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. vísir/lýður Valberg Prófessor í félagsfræði segir skilti sem bannar boltaleik við grunnskóla eftir klukka tíu vera hluta að stærra vandamáli. Hægt og rólega kvarnist úr tækifærum barna til að koma saman og leika sér á uppbyggilegan máta. Í spilaranum hér að neðan má sjá eitt umdeildasta skilti höfuðborgarsvæðisins sem að fólk skipast í fylkingar vegna. Sumir botna ekkert í því að banna börnum að leika sér og aðrir segja skiljanlegt að nágrannar vilji frið á kvöldin. Jón Már Torfason, lögfræðingur vakti athygli á skiltinu við Hlíðaskóla í gær í færslu og sagði það skjóta skökku við að banna börnum heilsusamlega hreyfingu að kvöldi á meðan vandi barna er töluvert til umfjöllunar. Þá er minnt á að útivistartími þrettán til sextán ára á sumrin er til miðnættis og hefur færslan farið eins og eldur um sinu á Facebook. Rúmlega 600 manns haf brugðist við henni og hafa 120 deilt henni áfram. Hafi áhrif á félagslega heilsu barna Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, tekur undir orð Jónasar og segir skiltið vera hluta af stærra vandamáli. „Þegar það er farið að kvarnast úr tækifærum ungs fólks til að koma saman og leika sér í einhverju uppbyggilegu þá er verið að draga úr lífsgæðum þeirra. Þegar það safnast allt saman þá hefur það slæm áhrif á ungt fólk og við sjáum þetta til dæmis með lokunartíma sundlauga og það er verið að draga úr opnunartíma félagsmiðstöðva.“ Of lítil virðing sé borin fyrir því félagslega og mikilvægi þess að fólk komi saman. Viðar minnir á að mikið hefur verið fjallað um vandamál ungmenna undanfarið með tilliti til andlegrar heilsu og einangrun þeirra. „Þetta er mjög þarft núna að horfa á heim barna og ungmenna. Ungmenni, sérstaklega á sumrin eru á annarri tímaklukku en fullorðna fólkið og við þurfum að taka tillit til þeirra. Þá fer það að hafa áhrif á félagslega heilsu þeirra og við erum þá að vísa þeim annað. Við erum að vísa þeim í sjáheimanna eða bara eins og í gamla daga niður á halllærisplan í bænum þar sem þau geta verið bara að leika sér og verið með háreysti fram á kvöld.“ Hugsa heildstætt í staðinn fyrir niðurskurð og boð og bönn Það skorti að setja sig í spor ungmenna og hugsa heildstætt í staðinn fyrir boð og bönn og niðurskurð. „Við þurfum að sjá skóginn fyrir trjánum og átta okkur á hvernig umhverfi við getum boðið ungu fólki upp á svo að það vaxi og dafni.“ Er það kannski skiljanlegt að einhverju leyti að nágrannar hér í grenndinni vilji fá næði seint á kvöldin? „Ég þekki þetta tiltekna mál hérna við Hlíðaskóla ekki en ef að þessir vellir eru í bakgarðinum hjá fólki þá getur alveg verið réttmætt. Það er kannski elliheimili eða sambýli eða eitthvað slíkt. Hérna virðist þetta ekki vera í bakgarðinum hjá fólki. Þannig að kannski er þetta bara partur af stærra samhengi og búið að banna þetta víðar. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Í spilaranum hér að neðan má sjá eitt umdeildasta skilti höfuðborgarsvæðisins sem að fólk skipast í fylkingar vegna. Sumir botna ekkert í því að banna börnum að leika sér og aðrir segja skiljanlegt að nágrannar vilji frið á kvöldin. Jón Már Torfason, lögfræðingur vakti athygli á skiltinu við Hlíðaskóla í gær í færslu og sagði það skjóta skökku við að banna börnum heilsusamlega hreyfingu að kvöldi á meðan vandi barna er töluvert til umfjöllunar. Þá er minnt á að útivistartími þrettán til sextán ára á sumrin er til miðnættis og hefur færslan farið eins og eldur um sinu á Facebook. Rúmlega 600 manns haf brugðist við henni og hafa 120 deilt henni áfram. Hafi áhrif á félagslega heilsu barna Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, tekur undir orð Jónasar og segir skiltið vera hluta af stærra vandamáli. „Þegar það er farið að kvarnast úr tækifærum ungs fólks til að koma saman og leika sér í einhverju uppbyggilegu þá er verið að draga úr lífsgæðum þeirra. Þegar það safnast allt saman þá hefur það slæm áhrif á ungt fólk og við sjáum þetta til dæmis með lokunartíma sundlauga og það er verið að draga úr opnunartíma félagsmiðstöðva.“ Of lítil virðing sé borin fyrir því félagslega og mikilvægi þess að fólk komi saman. Viðar minnir á að mikið hefur verið fjallað um vandamál ungmenna undanfarið með tilliti til andlegrar heilsu og einangrun þeirra. „Þetta er mjög þarft núna að horfa á heim barna og ungmenna. Ungmenni, sérstaklega á sumrin eru á annarri tímaklukku en fullorðna fólkið og við þurfum að taka tillit til þeirra. Þá fer það að hafa áhrif á félagslega heilsu þeirra og við erum þá að vísa þeim annað. Við erum að vísa þeim í sjáheimanna eða bara eins og í gamla daga niður á halllærisplan í bænum þar sem þau geta verið bara að leika sér og verið með háreysti fram á kvöld.“ Hugsa heildstætt í staðinn fyrir niðurskurð og boð og bönn Það skorti að setja sig í spor ungmenna og hugsa heildstætt í staðinn fyrir boð og bönn og niðurskurð. „Við þurfum að sjá skóginn fyrir trjánum og átta okkur á hvernig umhverfi við getum boðið ungu fólki upp á svo að það vaxi og dafni.“ Er það kannski skiljanlegt að einhverju leyti að nágrannar hér í grenndinni vilji fá næði seint á kvöldin? „Ég þekki þetta tiltekna mál hérna við Hlíðaskóla ekki en ef að þessir vellir eru í bakgarðinum hjá fólki þá getur alveg verið réttmætt. Það er kannski elliheimili eða sambýli eða eitthvað slíkt. Hérna virðist þetta ekki vera í bakgarðinum hjá fólki. Þannig að kannski er þetta bara partur af stærra samhengi og búið að banna þetta víðar.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira