Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar 8. júlí 2025 09:48 Lýðræði er ekki það að rétt rúmur meirihluti sniðgangi vilja rétt tæplega minnihluta. Virkt lýðræði byggir á virðingu, samningsvilja og þroska. Í íslenskri stjórnmálaumræðu hefur hugtakið þinglok orðið að eins konar mælistiku á getu meirihluta til að fara með lýðræðislegt umboð. Gangi valdhafanum illa að ljúka þingi er það áfellisdómur fyrir hann. Þinglok eru prófsteinn á lýðræðislega ábyrgð Valdhafar bera meginábyrgð á því að tryggja samræðu og lausnaleit þegar þinglok nálgast. Að sniðganga minnihlutann er hvorki skynsamlegt né til marks um ábyrgðarfulla valdbeitingu. Hin hliðin á sama peningnum er að stjórnarandstaða virði mikilvægi þess að jafnvel umdeild mál nái fram að ganga. Í þeirri stöðu getur minnihlutinn þurft að sætta sig við að ná fram breytingum án þess að stoppa málin. Þegar vel tekst til næst samkomulag á grundvelli gagnkvæmrar virðingar á ólíkum sjónarmiðum. Leita þarf lausna Lausnir byggjast á raunsæi og samvinnu óháð flokkslínum. Allir sem einhvern tímann hafa farið með vald vita að ábyrgðin á þeirri stöðu sem nú er uppi liggur að langstærstum hluta hjá meirihlutanum. Staðan sýnir vangetu til að virða mismunandi sjónarmið, leita lausna og bera virðingu fyrir lýðræðislegu umboði minnihlutans. Það er ljóst að í hvert skipti sem þinglok nálgast verður að semja. Það er bæði nýr og gamall sannleikur. Meirihlutinn getur ekki sniðgengið vilja minnihlutans að öllu leyti, rétt eins og minnihlutinn getur ekki ætlast til þess að hafa sama vald og meirihlutinn. Valdið er vandmeðfarið Almenningur tekur eftir því að þingmenn meirihlutans hæðast að framgöngu þingmanna í stjórnarandstöðu. Láta eftir sér að tala um grátkór og þaðan af verra. Valdhroki er ekki góð söluvara gagnvart almenningi og lítt líkleg til lausna í flókinni stöðu. Dæmin sýna að snjöllum stjórnmálamönnum hefur reynst auðvelt að ná samkomulagi um þinglok. Blessunarlega höfum við átt marga forsætisráðherra sem ráðið hafa við það verkefni og samið. Núverandi forsætisráðherra á eftir að sýna okkur hvort hún stenst þann samanburð. Málið snýst í grunninn bara um skynsemi og það að láta ekki valdið bera sig ofurliði. Í þetta skipti eru lausnirnar óvenjuaðgengilegar. Það þarf ekki annað en að forsætisráðherra verði trú kosningaloforðum sínum og beri virðingu fyrir lýðræðinu. Skoðum þau fjögur mál sem helst er deilt um og möguleika að sátt: 1. Veiðigjöld hækka í samræmi við kosningaloforð Kristrúnar Frostadóttur: Í aðdraganda kosninga var forsætisráðherra heiðarleg með að hún ætlaði að hækka veiðigjöld ef hún fengi til þess umboð. Hægrimenn hlutu ekki nægilega góða kosningu til að koma í veg fyrir það. Vinstrimenn hafa því umboð til að hækka skatta og það er því ekki ósanngjarnt að þau kalli eftir svigrúmi til að fylgja því eftir. Hér er rétt að rifja upp að kosningaloforð Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar veiðigjöld var að þau myndu hækka jafnt og þétt í tíu ár. Flest bendir til að slík hækkun veiðigjalda skaði greinina og dragi úr þrótti landsbyggðarinnar en núverandi frumvarp er umtalsvert skaðlegra. Samningaleiðin fyrir bæði meiri og minnihluta gæti verið að það loforð sem Kristrún gaf kjósendum fái framgang á þingi. Allir flokkar vinna þar einhvern sigur. 2. Strandveiðar með fyrirvara Núverandi meirihluti hefur lýst yfir vilja til að efla strandveiðar, sem er í besta falli vafasöm stefna. Í versta falli veldur þetta þeim skaða sem Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, varaði við þegar hann var óháður fræðimaður. Hins vegar verður ekki hjá því litið að það virðist vera eitt af helstu keppikeflum þessarar ríkisstjórnar að láta varnaðarorð Daða Más sem vind um eyru þjóta. Það þarf því að semja og reyna að draga úr skaðanum. Til að mynda með því fororði að aukning hvers árs komi af strandveiðiúthlutun næsta árs. Það væri því ef til vill ill skásta leiðin. 3. Fólkið fær að kjósa um bókun 35 Fyrir mörgum okkar er bókun 35 eitt hið versta mál sem fyrir þessu þingi liggur. Með samþykkt þess þingmáls væri það skref tekið að erlend lög eru rétthærri á Íslandi en innlend. Lausnin í þessu máli kann að liggja í því að kosið verði um bókun 35 samhliða þjóðaratkvæði um ESB. Þetta er ekki bara spurning um leið að þinglokum, heldur um að treysta íslensku þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun um framtíð landsins og sætta sjónarmið. 4. Óháð úttekt á lífeyrismálum: Eitt af því sem þvælist fyrir þinglokum er frumvarp um breytingar á lífeyrissjóðum. Málið er flókið og margir helstu sérfræðingar telja það valda skerðingu á lífeyri margra landsmanna. Það er því algjört grundvallaratriði að fengið verði óháð mat á frumvarpinu, þar með talið á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Öllum má vera ljóst að án slíkrar óháðrar úttektar er umræðan á villigötum og hætta á óafturkræfum mistökum er yfirvofandi. Að skoða það mál betur er sanngjarnt og eðlilegt og auðveldar þinglok. Vill forsætisráðherrann okkar sýna að hann kann að fara með vald? Ofangreind mál eru meðal þeirra sem í dag hindra þinglok. Þau eru fleiri en öll eiga þau það sameiginlegt að um þau er hægt að semja ef forsætisráðherra sýnir þjóðinni að hún kann að fara með vald. Það er ekki minnkun af því að semja. Það er ekki til marks um vangetu að virða umboð þeirra sem eru í stjórnarandstöðu. Það er ekki í andstöðu við söguna að sýna styrk sinn með því að finna lausnir. Þvert á móti. Höfundur er bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Lýðræði er ekki það að rétt rúmur meirihluti sniðgangi vilja rétt tæplega minnihluta. Virkt lýðræði byggir á virðingu, samningsvilja og þroska. Í íslenskri stjórnmálaumræðu hefur hugtakið þinglok orðið að eins konar mælistiku á getu meirihluta til að fara með lýðræðislegt umboð. Gangi valdhafanum illa að ljúka þingi er það áfellisdómur fyrir hann. Þinglok eru prófsteinn á lýðræðislega ábyrgð Valdhafar bera meginábyrgð á því að tryggja samræðu og lausnaleit þegar þinglok nálgast. Að sniðganga minnihlutann er hvorki skynsamlegt né til marks um ábyrgðarfulla valdbeitingu. Hin hliðin á sama peningnum er að stjórnarandstaða virði mikilvægi þess að jafnvel umdeild mál nái fram að ganga. Í þeirri stöðu getur minnihlutinn þurft að sætta sig við að ná fram breytingum án þess að stoppa málin. Þegar vel tekst til næst samkomulag á grundvelli gagnkvæmrar virðingar á ólíkum sjónarmiðum. Leita þarf lausna Lausnir byggjast á raunsæi og samvinnu óháð flokkslínum. Allir sem einhvern tímann hafa farið með vald vita að ábyrgðin á þeirri stöðu sem nú er uppi liggur að langstærstum hluta hjá meirihlutanum. Staðan sýnir vangetu til að virða mismunandi sjónarmið, leita lausna og bera virðingu fyrir lýðræðislegu umboði minnihlutans. Það er ljóst að í hvert skipti sem þinglok nálgast verður að semja. Það er bæði nýr og gamall sannleikur. Meirihlutinn getur ekki sniðgengið vilja minnihlutans að öllu leyti, rétt eins og minnihlutinn getur ekki ætlast til þess að hafa sama vald og meirihlutinn. Valdið er vandmeðfarið Almenningur tekur eftir því að þingmenn meirihlutans hæðast að framgöngu þingmanna í stjórnarandstöðu. Láta eftir sér að tala um grátkór og þaðan af verra. Valdhroki er ekki góð söluvara gagnvart almenningi og lítt líkleg til lausna í flókinni stöðu. Dæmin sýna að snjöllum stjórnmálamönnum hefur reynst auðvelt að ná samkomulagi um þinglok. Blessunarlega höfum við átt marga forsætisráðherra sem ráðið hafa við það verkefni og samið. Núverandi forsætisráðherra á eftir að sýna okkur hvort hún stenst þann samanburð. Málið snýst í grunninn bara um skynsemi og það að láta ekki valdið bera sig ofurliði. Í þetta skipti eru lausnirnar óvenjuaðgengilegar. Það þarf ekki annað en að forsætisráðherra verði trú kosningaloforðum sínum og beri virðingu fyrir lýðræðinu. Skoðum þau fjögur mál sem helst er deilt um og möguleika að sátt: 1. Veiðigjöld hækka í samræmi við kosningaloforð Kristrúnar Frostadóttur: Í aðdraganda kosninga var forsætisráðherra heiðarleg með að hún ætlaði að hækka veiðigjöld ef hún fengi til þess umboð. Hægrimenn hlutu ekki nægilega góða kosningu til að koma í veg fyrir það. Vinstrimenn hafa því umboð til að hækka skatta og það er því ekki ósanngjarnt að þau kalli eftir svigrúmi til að fylgja því eftir. Hér er rétt að rifja upp að kosningaloforð Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar veiðigjöld var að þau myndu hækka jafnt og þétt í tíu ár. Flest bendir til að slík hækkun veiðigjalda skaði greinina og dragi úr þrótti landsbyggðarinnar en núverandi frumvarp er umtalsvert skaðlegra. Samningaleiðin fyrir bæði meiri og minnihluta gæti verið að það loforð sem Kristrún gaf kjósendum fái framgang á þingi. Allir flokkar vinna þar einhvern sigur. 2. Strandveiðar með fyrirvara Núverandi meirihluti hefur lýst yfir vilja til að efla strandveiðar, sem er í besta falli vafasöm stefna. Í versta falli veldur þetta þeim skaða sem Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, varaði við þegar hann var óháður fræðimaður. Hins vegar verður ekki hjá því litið að það virðist vera eitt af helstu keppikeflum þessarar ríkisstjórnar að láta varnaðarorð Daða Más sem vind um eyru þjóta. Það þarf því að semja og reyna að draga úr skaðanum. Til að mynda með því fororði að aukning hvers árs komi af strandveiðiúthlutun næsta árs. Það væri því ef til vill ill skásta leiðin. 3. Fólkið fær að kjósa um bókun 35 Fyrir mörgum okkar er bókun 35 eitt hið versta mál sem fyrir þessu þingi liggur. Með samþykkt þess þingmáls væri það skref tekið að erlend lög eru rétthærri á Íslandi en innlend. Lausnin í þessu máli kann að liggja í því að kosið verði um bókun 35 samhliða þjóðaratkvæði um ESB. Þetta er ekki bara spurning um leið að þinglokum, heldur um að treysta íslensku þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun um framtíð landsins og sætta sjónarmið. 4. Óháð úttekt á lífeyrismálum: Eitt af því sem þvælist fyrir þinglokum er frumvarp um breytingar á lífeyrissjóðum. Málið er flókið og margir helstu sérfræðingar telja það valda skerðingu á lífeyri margra landsmanna. Það er því algjört grundvallaratriði að fengið verði óháð mat á frumvarpinu, þar með talið á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Öllum má vera ljóst að án slíkrar óháðrar úttektar er umræðan á villigötum og hætta á óafturkræfum mistökum er yfirvofandi. Að skoða það mál betur er sanngjarnt og eðlilegt og auðveldar þinglok. Vill forsætisráðherrann okkar sýna að hann kann að fara með vald? Ofangreind mál eru meðal þeirra sem í dag hindra þinglok. Þau eru fleiri en öll eiga þau það sameiginlegt að um þau er hægt að semja ef forsætisráðherra sýnir þjóðinni að hún kann að fara með vald. Það er ekki minnkun af því að semja. Það er ekki til marks um vangetu að virða umboð þeirra sem eru í stjórnarandstöðu. Það er ekki í andstöðu við söguna að sýna styrk sinn með því að finna lausnir. Þvert á móti. Höfundur er bæjarstjóri.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar