Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Árni Sæberg skrifar 8. júlí 2025 14:35 Húsið er á Völlunum í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni kaupenda fasteignar í Hafnarfirði um áfrýjunarleyfi í gallamáli á hendur seljendunum. Kaupendurnir neyddust til að sofa úti á palli um tíma vegna myglu í húsinu. Talsvert hefur verið fjallað um mál fjölskyldunnar eftir að greint var frá því sumarið 2023 að hún hefði búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Hús fjölskyldunnar var sagt óíbúðarhæft vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Kaupendurnir höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur seljendunum til heimtu skaðabóta í október árið 2022. Héraðsdómur sýknaði seljendurna og Landsréttur staðfesti sýknudóminn í maí síðastliðnum. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar á sínum tíma. Í stuttu máli var niðurstaða beggja dómstóla sú að kaupendurnir hefði ótvírætt tapað rétti sínum til að bera fyrir sig ætlaða vanefnd á kaupsamningi þar sem þeir hefðu ekki tilkynnt um hana fyrr en fjórtán árum eftir afhendingu hússins. Töldu málið fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni kaupendanna segir að þeir hafi byggt á því að málið sé fordæmisgefandi um túlkun og samspil tveggja tiltekinna ákvæða laga um fasteignakaup, sem snúa að tilkynningum um vanefndir. Kaupendur hafi vísað til þess að sams konar ákvæði sé að finna í norskum rétti og við skýringu þeirra hafi verið beitt strangara sakarmati en í íslenskum rétti. Þá hafi þeir bent á að undanfarið hafi borið meira á gallaatvikum sem varði alvarlegar myglu- og rakaskemmdir sem komi í ljós nokkuð löngu eftir afhendingu en eigi rót sína að rekja til vanrækslu við hönnun og á góðum byggingarháttum. Oftar en ekki sé um að ræða alvarlega og kostnaðarsama galla sem kaupendur þurfi að bera ábyrgð á. Þá telja hafi þeir talið að meðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og tilefni til að ómerkja dóm Landsréttar. Að lokum hafi þeir byggt á því að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra enda hafi málið verið þeim afar kostnaðarsamt og falið í sér mikið tjón. Húsið hafi verið gert fokhelt að nýju, hreinsað af myglu og öll innri einangrun fjarlægð. Heilsa þeirra hafi einnig orðið fyrir beinum áhrifum af því búa í snertingu við myglu. Dómurinn ekki bersýnilega rangur Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað. Dómsmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað um mál fjölskyldunnar eftir að greint var frá því sumarið 2023 að hún hefði búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Hús fjölskyldunnar var sagt óíbúðarhæft vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Kaupendurnir höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur seljendunum til heimtu skaðabóta í október árið 2022. Héraðsdómur sýknaði seljendurna og Landsréttur staðfesti sýknudóminn í maí síðastliðnum. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar á sínum tíma. Í stuttu máli var niðurstaða beggja dómstóla sú að kaupendurnir hefði ótvírætt tapað rétti sínum til að bera fyrir sig ætlaða vanefnd á kaupsamningi þar sem þeir hefðu ekki tilkynnt um hana fyrr en fjórtán árum eftir afhendingu hússins. Töldu málið fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni kaupendanna segir að þeir hafi byggt á því að málið sé fordæmisgefandi um túlkun og samspil tveggja tiltekinna ákvæða laga um fasteignakaup, sem snúa að tilkynningum um vanefndir. Kaupendur hafi vísað til þess að sams konar ákvæði sé að finna í norskum rétti og við skýringu þeirra hafi verið beitt strangara sakarmati en í íslenskum rétti. Þá hafi þeir bent á að undanfarið hafi borið meira á gallaatvikum sem varði alvarlegar myglu- og rakaskemmdir sem komi í ljós nokkuð löngu eftir afhendingu en eigi rót sína að rekja til vanrækslu við hönnun og á góðum byggingarháttum. Oftar en ekki sé um að ræða alvarlega og kostnaðarsama galla sem kaupendur þurfi að bera ábyrgð á. Þá telja hafi þeir talið að meðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og tilefni til að ómerkja dóm Landsréttar. Að lokum hafi þeir byggt á því að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra enda hafi málið verið þeim afar kostnaðarsamt og falið í sér mikið tjón. Húsið hafi verið gert fokhelt að nýju, hreinsað af myglu og öll innri einangrun fjarlægð. Heilsa þeirra hafi einnig orðið fyrir beinum áhrifum af því búa í snertingu við myglu. Dómurinn ekki bersýnilega rangur Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað.
Dómsmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Sjá meira