Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Árni Sæberg skrifar 8. júlí 2025 14:35 Húsið er á Völlunum í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni kaupenda fasteignar í Hafnarfirði um áfrýjunarleyfi í gallamáli á hendur seljendunum. Kaupendurnir neyddust til að sofa úti á palli um tíma vegna myglu í húsinu. Talsvert hefur verið fjallað um mál fjölskyldunnar eftir að greint var frá því sumarið 2023 að hún hefði búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Hús fjölskyldunnar var sagt óíbúðarhæft vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Kaupendurnir höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur seljendunum til heimtu skaðabóta í október árið 2022. Héraðsdómur sýknaði seljendurna og Landsréttur staðfesti sýknudóminn í maí síðastliðnum. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar á sínum tíma. Í stuttu máli var niðurstaða beggja dómstóla sú að kaupendurnir hefði ótvírætt tapað rétti sínum til að bera fyrir sig ætlaða vanefnd á kaupsamningi þar sem þeir hefðu ekki tilkynnt um hana fyrr en fjórtán árum eftir afhendingu hússins. Töldu málið fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni kaupendanna segir að þeir hafi byggt á því að málið sé fordæmisgefandi um túlkun og samspil tveggja tiltekinna ákvæða laga um fasteignakaup, sem snúa að tilkynningum um vanefndir. Kaupendur hafi vísað til þess að sams konar ákvæði sé að finna í norskum rétti og við skýringu þeirra hafi verið beitt strangara sakarmati en í íslenskum rétti. Þá hafi þeir bent á að undanfarið hafi borið meira á gallaatvikum sem varði alvarlegar myglu- og rakaskemmdir sem komi í ljós nokkuð löngu eftir afhendingu en eigi rót sína að rekja til vanrækslu við hönnun og á góðum byggingarháttum. Oftar en ekki sé um að ræða alvarlega og kostnaðarsama galla sem kaupendur þurfi að bera ábyrgð á. Þá telja hafi þeir talið að meðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og tilefni til að ómerkja dóm Landsréttar. Að lokum hafi þeir byggt á því að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra enda hafi málið verið þeim afar kostnaðarsamt og falið í sér mikið tjón. Húsið hafi verið gert fokhelt að nýju, hreinsað af myglu og öll innri einangrun fjarlægð. Heilsa þeirra hafi einnig orðið fyrir beinum áhrifum af því búa í snertingu við myglu. Dómurinn ekki bersýnilega rangur Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað. Dómsmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað um mál fjölskyldunnar eftir að greint var frá því sumarið 2023 að hún hefði búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Hús fjölskyldunnar var sagt óíbúðarhæft vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Kaupendurnir höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur seljendunum til heimtu skaðabóta í október árið 2022. Héraðsdómur sýknaði seljendurna og Landsréttur staðfesti sýknudóminn í maí síðastliðnum. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar á sínum tíma. Í stuttu máli var niðurstaða beggja dómstóla sú að kaupendurnir hefði ótvírætt tapað rétti sínum til að bera fyrir sig ætlaða vanefnd á kaupsamningi þar sem þeir hefðu ekki tilkynnt um hana fyrr en fjórtán árum eftir afhendingu hússins. Töldu málið fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni kaupendanna segir að þeir hafi byggt á því að málið sé fordæmisgefandi um túlkun og samspil tveggja tiltekinna ákvæða laga um fasteignakaup, sem snúa að tilkynningum um vanefndir. Kaupendur hafi vísað til þess að sams konar ákvæði sé að finna í norskum rétti og við skýringu þeirra hafi verið beitt strangara sakarmati en í íslenskum rétti. Þá hafi þeir bent á að undanfarið hafi borið meira á gallaatvikum sem varði alvarlegar myglu- og rakaskemmdir sem komi í ljós nokkuð löngu eftir afhendingu en eigi rót sína að rekja til vanrækslu við hönnun og á góðum byggingarháttum. Oftar en ekki sé um að ræða alvarlega og kostnaðarsama galla sem kaupendur þurfi að bera ábyrgð á. Þá telja hafi þeir talið að meðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og tilefni til að ómerkja dóm Landsréttar. Að lokum hafi þeir byggt á því að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra enda hafi málið verið þeim afar kostnaðarsamt og falið í sér mikið tjón. Húsið hafi verið gert fokhelt að nýju, hreinsað af myglu og öll innri einangrun fjarlægð. Heilsa þeirra hafi einnig orðið fyrir beinum áhrifum af því búa í snertingu við myglu. Dómurinn ekki bersýnilega rangur Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað.
Dómsmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira