Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2025 13:59 Ekki beint huggulegt. Vísir Óheppinn leigusali Airbnb-íbúðar á Íslandi birti myndir í vikunni af mjög svo óþrifalegri aðkomu eftir gesti í íbúðinni. Leigusalinn segir leiðinlegt að koma að óhreinu leirtaui og rusli um alla íbúð og biðlar til fólks að ganga betur um. „Mig langar að ræða vandamál sem varðar hegðun ferðamanna á Íslandi,“ segir leigusalinn í nafnlausri færslu á Facebook síðunni Iceland - Tips for travelers, en DV vakti athygli á málinu í gær. „Sem aðili í ferðaþjónustunni verð ég oft var við virðingarleysi fólk fyrir stöðunum sem þau dvelja á, og gagnvart fólkinu sem sér um staðina. Það er leiðinlegt að sjá óhreint leirtau, matarleifar og annað rusl um alla íbúð ... gangið þið svona um ykkar eigin heimili?“ spyr hann. „Því miður hef ég tekið eftir því að þessi atvik eru mun algengari hjá gestum frá Indlandi og Kína. Auðvitað eru ekki allir svona, margir ganga mjög vel um, en það er orðið erfitt að hunsa mynstrið.“ Þá biðlar hann til fólks að ganga um íbúðir sem maður gistir í eins og maður gengur um eigið heimili, og tiltekur níu atriði sem ferðamenn ættu að hafa í huga: Safnið öllu rusli og setjið í poka Setjið öll notuð handklæði á einn stað (til dæmis í baðkarið) Reynið ekki að búa um rúmið Þrífið alla óhreina diska eða setjið þá alla í vaskinn Slökkvið öll ljós, hita, loftkælingu og á öllum raftækjum Kíkið ofan í allar skúffur svo þið skiljið ekki eftir persónulega muni Skiljið lykilinn eftir á tilætluðum stað Látið vita ef eitthvað skemmdist Yfirgefið staðinn á tilsettum tíma eða látið vita ef það gengur ekki Piss og sígó. Handklæðin eiga ekki að vera hér. Örugglega ekki gaman að ganga frá þessu. Girnilegt. Hvað er þetta eiginlega mikið leirtau? Menn fengu sér þó allavegana íslenskt skyr. Hvað gekk hér á? Skil ekki hvað gerðist hér. Jahérna. Hvernig brýtur maður svona? Lítur svosem ágætlega út. Nóg eftir. Þessi þarf að drekka meira vatn. Hvað er þetta eiginlega Airbnb Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglunni barst tilkynning í dag um skemmdarverk á íbúð í Hlíðunum í Reykjavík, en þar hafði eigandi leigt íbúðina út hjá Airbnb og komið að henni í rúst. 5. júlí 2025 17:58 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
„Mig langar að ræða vandamál sem varðar hegðun ferðamanna á Íslandi,“ segir leigusalinn í nafnlausri færslu á Facebook síðunni Iceland - Tips for travelers, en DV vakti athygli á málinu í gær. „Sem aðili í ferðaþjónustunni verð ég oft var við virðingarleysi fólk fyrir stöðunum sem þau dvelja á, og gagnvart fólkinu sem sér um staðina. Það er leiðinlegt að sjá óhreint leirtau, matarleifar og annað rusl um alla íbúð ... gangið þið svona um ykkar eigin heimili?“ spyr hann. „Því miður hef ég tekið eftir því að þessi atvik eru mun algengari hjá gestum frá Indlandi og Kína. Auðvitað eru ekki allir svona, margir ganga mjög vel um, en það er orðið erfitt að hunsa mynstrið.“ Þá biðlar hann til fólks að ganga um íbúðir sem maður gistir í eins og maður gengur um eigið heimili, og tiltekur níu atriði sem ferðamenn ættu að hafa í huga: Safnið öllu rusli og setjið í poka Setjið öll notuð handklæði á einn stað (til dæmis í baðkarið) Reynið ekki að búa um rúmið Þrífið alla óhreina diska eða setjið þá alla í vaskinn Slökkvið öll ljós, hita, loftkælingu og á öllum raftækjum Kíkið ofan í allar skúffur svo þið skiljið ekki eftir persónulega muni Skiljið lykilinn eftir á tilætluðum stað Látið vita ef eitthvað skemmdist Yfirgefið staðinn á tilsettum tíma eða látið vita ef það gengur ekki Piss og sígó. Handklæðin eiga ekki að vera hér. Örugglega ekki gaman að ganga frá þessu. Girnilegt. Hvað er þetta eiginlega mikið leirtau? Menn fengu sér þó allavegana íslenskt skyr. Hvað gekk hér á? Skil ekki hvað gerðist hér. Jahérna. Hvernig brýtur maður svona? Lítur svosem ágætlega út. Nóg eftir. Þessi þarf að drekka meira vatn. Hvað er þetta eiginlega
Airbnb Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglunni barst tilkynning í dag um skemmdarverk á íbúð í Hlíðunum í Reykjavík, en þar hafði eigandi leigt íbúðina út hjá Airbnb og komið að henni í rúst. 5. júlí 2025 17:58 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglunni barst tilkynning í dag um skemmdarverk á íbúð í Hlíðunum í Reykjavík, en þar hafði eigandi leigt íbúðina út hjá Airbnb og komið að henni í rúst. 5. júlí 2025 17:58