Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar 9. júlí 2025 12:31 Frumvarpið um bókun 35 er líklega mesti smánarblettur sem fallið hefur á Alþingi frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Útskýring: Þingmenn fara með löggjafarvald í umboði íslensku þjóðarinnar og eru þannig í raun umboðsmenn kjósenda sinna, kosnir til að gæta hagsmuna þeirra á Alþingi. Eins og aðrir umboðsmenn starfa þingmenn á grunni persónulegs trausts, þ.e. þeim hefur verið treyst fyrir þessari ábyrgð á grundvelli þess að þingmaðurinn auðsýni heilindi, noti alla sína dómgreind og svari til ábyrgðar gagnvart kjósendum sínum. (Þetta á einnig við um varaþingmenn sem kjörnir hafa verið til að koma inn á Alþingi í forföllum þingmanna). Grundvallarregla í íslenskum, norrænum, engil-saxneskum rétti, er sú að umboðsmaður getur ekki afhent umboð sitt öðrum manni án yfirlýsts samþykkis umbjóðandans (í þessu tilviki kjósandans). Þetta þýðir að þingmenn geta ekki afhent öðrum umboð til að koma fram sem handhafar íslensks löggjafarvalds. Þeim er m.ö.o. óheimilt að afhenda öðrum vald til að taka þátt í umræðum um fyrirhuguð lög, þeim er óheimilt að afhenda öðrum vald til að kjósa um lög sem eiga að gilda á Íslandi og þeim er óheimilt að afhenda öðrum ákvörðunarvald um efni og innihald lagareglna sem gilda eiga hérlendis. Ástæðan er sú að allar þessar skyldur verða þingmenn að annast persónulega enda hafa þeir verið persónulega kosnir til þess - og bera persónulega ábyrgð gagnvart kjósendum á grundvelli þess trausts sem kjósendur hafa sýnt þeim. Lög um þingsköp Alþingis nr. 55/1991 undirstrika þetta: Enginn má taka til máls í umræðum á Alþingi nema þeir sem löglega hafa verið kjörnir til þingmennsku. Í stuttu máli snýst þetta um persónulega ábyrgð þingmanna við kjósendur sína, um virðingu við lýðræðislegar hefðir, um aldagamlar meginreglur laga um hlutverk og skyldur umboðsmanna - og síðast en ekki síst - um það drengskaparheit sem þingmenn hafa sjálfir undirritað, sbr. 47. gr. stjskr., sem felur í sér yfirlýsingu um að viðkomandi skuldbindi sig til að virða og verja stjórnarskrá lýðveldisins. Allt er þetta til áminningar um og staðfestingar á að frumvarpið um bókun 35 er hreinasta ósvinna, dónaskapur við kjósendur, ósvífni gagnvart lýðveldinu, óvirðing við stjórnarskrána, brot á þeim skyldum sem þingmenn (og ráðherrar) hafa persónulega skuldbundið sig til að sinna og virða. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Arnar Þór Jónsson Evrópusambandið Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Frumvarpið um bókun 35 er líklega mesti smánarblettur sem fallið hefur á Alþingi frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Útskýring: Þingmenn fara með löggjafarvald í umboði íslensku þjóðarinnar og eru þannig í raun umboðsmenn kjósenda sinna, kosnir til að gæta hagsmuna þeirra á Alþingi. Eins og aðrir umboðsmenn starfa þingmenn á grunni persónulegs trausts, þ.e. þeim hefur verið treyst fyrir þessari ábyrgð á grundvelli þess að þingmaðurinn auðsýni heilindi, noti alla sína dómgreind og svari til ábyrgðar gagnvart kjósendum sínum. (Þetta á einnig við um varaþingmenn sem kjörnir hafa verið til að koma inn á Alþingi í forföllum þingmanna). Grundvallarregla í íslenskum, norrænum, engil-saxneskum rétti, er sú að umboðsmaður getur ekki afhent umboð sitt öðrum manni án yfirlýsts samþykkis umbjóðandans (í þessu tilviki kjósandans). Þetta þýðir að þingmenn geta ekki afhent öðrum umboð til að koma fram sem handhafar íslensks löggjafarvalds. Þeim er m.ö.o. óheimilt að afhenda öðrum vald til að taka þátt í umræðum um fyrirhuguð lög, þeim er óheimilt að afhenda öðrum vald til að kjósa um lög sem eiga að gilda á Íslandi og þeim er óheimilt að afhenda öðrum ákvörðunarvald um efni og innihald lagareglna sem gilda eiga hérlendis. Ástæðan er sú að allar þessar skyldur verða þingmenn að annast persónulega enda hafa þeir verið persónulega kosnir til þess - og bera persónulega ábyrgð gagnvart kjósendum á grundvelli þess trausts sem kjósendur hafa sýnt þeim. Lög um þingsköp Alþingis nr. 55/1991 undirstrika þetta: Enginn má taka til máls í umræðum á Alþingi nema þeir sem löglega hafa verið kjörnir til þingmennsku. Í stuttu máli snýst þetta um persónulega ábyrgð þingmanna við kjósendur sína, um virðingu við lýðræðislegar hefðir, um aldagamlar meginreglur laga um hlutverk og skyldur umboðsmanna - og síðast en ekki síst - um það drengskaparheit sem þingmenn hafa sjálfir undirritað, sbr. 47. gr. stjskr., sem felur í sér yfirlýsingu um að viðkomandi skuldbindi sig til að virða og verja stjórnarskrá lýðveldisins. Allt er þetta til áminningar um og staðfestingar á að frumvarpið um bókun 35 er hreinasta ósvinna, dónaskapur við kjósendur, ósvífni gagnvart lýðveldinu, óvirðing við stjórnarskrána, brot á þeim skyldum sem þingmenn (og ráðherrar) hafa persónulega skuldbundið sig til að sinna og virða. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar