Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2025 12:02 Hildur segist ekki hafa reynt að fremja valdarán í gærkvöldi. Vísir/Einar „Mér þykir innilega leiðinlegt að fundarstjórn mín sem varaforseti í gærkvöldi sé túlkuð sem tilraun til valdaráns eða hvað það er sem ég heyri víða þennan morguninn. Í stuttu máli var það að sjálfsögðu alls ekki ætlun mín,“ segir Hildur Sverrisdóttir. Ákvörðun hennar um að slíta þingfundi klukkan 23:39 í gærkvöldi olli miklu fjaðrafoki á þingi í morgun. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti óvænt ávarp í upphafi þingfundar í morgun vegna þessa og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fór hörðum orðum um ákvörðun Hildar og framgöngu stjórnarandstöðunnar almennt. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig,“ sagði hún til að mynda. Þingfundir almennt ekki fram yfir miðnætti Hildur hefur ritað færslu á Facebook þar sem hún svarar þeirri holskeflu gagnrýni sem hún fékk yfir sig í morgun. Hún var meðal annars sökuð um að hafa reynt að fremja valdarán af Guðmundi Inga Kristinssyni mennta- og barnamálaráðherra. Það hafi að sjálfsögðu ekki verið ætlun hennar að fremja valdarán. „Fyrir áhugasama um þetta fyrirkomulag þá eru langir þingfundir almennt til miðnættis. Varaforseti á ekki að gefa ræðumanni orðið heldur slíta fundi þegar fullur ræðutími hans með andsvörum myndi ekki nást fyrir þann tíma. Forsætisnefnd hefur ekki verið kölluð saman í vikunni og forseti hefur ekki haft samráð við varaforseta um lengd þingfunda. Hvorki forseti né nokkur annar hafði tjáð mér í gær að til stæði að halda fund lengur en til miðnætti,“ segir hún. Því hafi hún talið sig hafa verið að fylgja réttu fyrirkomulagi með því að slíta fundi í stað þess að gefa ræðumanni orðið, sem hefði verið lengra en til miðnættis. Engin fyrirmæli um annað „Ég sumsé taldi mig vera að fylgja venjum þar sem næturfundir eru algjör undantekning og ég var ekki með neinar upplýsingar eða fyrirmæli forseta um annað. En ég hefði eftir á að hyggja að spyrjast fyrir í ljósi aðstæðna og þykir leitt að hafa valdið öllu þessu uppnámi.“ Þá hafi hún heyrt talað um það að Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, hefði rétt henni blað með fyrirmælum um að slíta þingfundi. Á því blaði hafi hins vegar verið dagskrártillaga stjórnarandstöðunnar um óundirbúnar fyrirspurnir, svo stjórnarandstaðan gæti sinnt eftirlitshlutverki sínu. „Ég ótrúlegt en satt tek ekki við fyrirmælum frá Bergþóri Ólasyni, eins ágætur og hann er, heldur tek mínar ákvarðanir sjálf - sem eru svo misfarsælar eins og gengur.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti óvænt ávarp í upphafi þingfundar í morgun vegna þessa og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fór hörðum orðum um ákvörðun Hildar og framgöngu stjórnarandstöðunnar almennt. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig,“ sagði hún til að mynda. Þingfundir almennt ekki fram yfir miðnætti Hildur hefur ritað færslu á Facebook þar sem hún svarar þeirri holskeflu gagnrýni sem hún fékk yfir sig í morgun. Hún var meðal annars sökuð um að hafa reynt að fremja valdarán af Guðmundi Inga Kristinssyni mennta- og barnamálaráðherra. Það hafi að sjálfsögðu ekki verið ætlun hennar að fremja valdarán. „Fyrir áhugasama um þetta fyrirkomulag þá eru langir þingfundir almennt til miðnættis. Varaforseti á ekki að gefa ræðumanni orðið heldur slíta fundi þegar fullur ræðutími hans með andsvörum myndi ekki nást fyrir þann tíma. Forsætisnefnd hefur ekki verið kölluð saman í vikunni og forseti hefur ekki haft samráð við varaforseta um lengd þingfunda. Hvorki forseti né nokkur annar hafði tjáð mér í gær að til stæði að halda fund lengur en til miðnætti,“ segir hún. Því hafi hún talið sig hafa verið að fylgja réttu fyrirkomulagi með því að slíta fundi í stað þess að gefa ræðumanni orðið, sem hefði verið lengra en til miðnættis. Engin fyrirmæli um annað „Ég sumsé taldi mig vera að fylgja venjum þar sem næturfundir eru algjör undantekning og ég var ekki með neinar upplýsingar eða fyrirmæli forseta um annað. En ég hefði eftir á að hyggja að spyrjast fyrir í ljósi aðstæðna og þykir leitt að hafa valdið öllu þessu uppnámi.“ Þá hafi hún heyrt talað um það að Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, hefði rétt henni blað með fyrirmælum um að slíta þingfundi. Á því blaði hafi hins vegar verið dagskrártillaga stjórnarandstöðunnar um óundirbúnar fyrirspurnir, svo stjórnarandstaðan gæti sinnt eftirlitshlutverki sínu. „Ég ótrúlegt en satt tek ekki við fyrirmælum frá Bergþóri Ólasyni, eins ágætur og hann er, heldur tek mínar ákvarðanir sjálf - sem eru svo misfarsælar eins og gengur.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira